Síða 1 af 2
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 27. Ágú. 2011 11:07:50
eftir Gaui
Ég var að skoða úrvalið af móttökurum fyrir Futaba 2,4 gig sendinn hans Sveinbjörns og sá dáltið sniðugt í
Servóbúðinni:
Futaba R617FS 2,4 GHz móttakari: £54.99 (tveir fyrir £105.98 = £52.99 hvor)
Futaba R194DP 35MHz móttakari: £88.99
Með því að kaupa Futaba sendismódúl fyrir £104.99, þá get ég náð upp í kostnaðinn með því að kaupa þrjá 2.4gig móttakara í staðinn fyrir 35MHz mótakara.
Ég er að linast í 35 megariðunum

Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 27. Ágú. 2011 12:54:25
eftir Árni H
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 27. Ágú. 2011 14:01:22
eftir Sverrir
Svo má ekki gleyma að skoða hina hliðina sem gengur líka í Futaba. Spektrum módúl með 9 rása móttakara £106 (£98 með sjö rása). Sjö rása móttakari £50, níu rása £67.
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 27. Ágú. 2011 14:02:23
eftir Agust
Í gær keypti fékk ég frá Als Hobbies Hitec Aurora 9 sendi með 9 rása móttakara á 247 pund, mínus 4% netafslátt. (Án VAT).
http://alshobbies.com/shop/search.php?Desc=aurora+9
---
Á morgun ætla ég að kaupa Hitec sendismódúl, en hann smellpasar í Futaba sendana og svínvirkar með þeim. Ég ætla að nota Futaba 9C sem aukasendi. Með sendismodúlnum fylgja tveir móttakarar.
Sendismodúll með tveim 7 rása móttökurum: 89 pund mínus 4% ef keypt er á netinu.
http://alshobbies.com/shop/cat.php?id=277
Fæst líka með 9 rása og 6 rása móttökurum.
Í Futaba F9 virkar að nokkru leyti telemetry, því í sendismodúlnum er suðari sem lætur vita ef batteríspennan við móttakarann er of lág.
Þennan Futaba/Hitc sendi gæti ég t.d. geymt í sveitinni, og Áróru heima, eða öfugt. Seinna kaupi ég kannski aðra Áróru-9

.
---
Ekki á morgun heldur hinn, ætla ég svo að kaupa telemetry kit með GPS, RPM, hitanemum....
Kostar um 75 pund án VAT
http://www.sussex-model-centre.co.uk/sh ... p?id=32856
--.
Þetta er niðurstaðan eftir miklar gígaherz pælingar. Sjá umsögn um búnaðinn hér:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1179322
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 27. Ágú. 2011 23:40:41
eftir einarak
eða eigum við að ræða FrSky frá vinum okkar Gunna Binna í HK
Modjúll fyrir Futaba og 8 rása móttakari á 34$
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... le_RX.html
eða 50$ Module og móttakari með telemetry:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... le_RX.html
svo eru móttakararnir frá 15-25$ stykkið...
ást og friður

Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 28. Ágú. 2011 08:52:13
eftir Björn G Leifsson
[quote=Agust]... Ég ætla að nota Futaba 9C sem aukasendi. ...[/quote]
Ég var að vona að þú ætlaðir að selja hann
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 28. Ágú. 2011 15:31:12
eftir Gaui
[quote=einarak]eða eigum við að ræða FrSky frá vinum okkar Gunna Binna í HK[/quote]
Ég veit ekki hvað það er við mig, en ég fyllist hryllingi að hugsa til þess að nota eitthvað annað en "alvöru" Futaba dót í flugvélarnar mínar. Ég myndi ekki kaupa eitthvað frá HK sem heitir FrSky þó ég fengi það gefins.
Ég er að vísu með nokkur JR servó, en í hvert sinn sem ég sé þau í módeli hjá mér, þá langar mig að skipta þeim út og fá mé Futaba.
Þetta er bara svona -- tilfinning -- segir ekkert um annarra manna græjur, þetta er bara ég !

Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 28. Ágú. 2011 19:43:12
eftir Messarinn
[quote=Gaui][quote=einarak]eða eigum við að ræða FrSky frá vinum okkar Gunna Binna í HK[/quote]
Ég veit ekki hvað það er við mig, en ég fyllist hryllingi að hugsa til þess að nota eitthvað annað en "alvöru" Futaba dót í flugvélarnar mínar. Ég myndi ekki kaupa eitthvað frá HK sem heitir FrSky þó ég fengi það gefins.
Ég er að vísu með nokkur JR servó, en í hvert sinn sem ég sé þau í módeli hjá mér, þá langar mig að skipta þeim út og fá mé Futaba.
Þetta er bara svona -- tilfinning -- segir ekkert um annarra manna græjur, þetta er bara ég !

[/quote]
Þetta er allveg eins hjá mér. alltaf þegar ég sé futuba þá finnst mér það vera svo mikið drasl
Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 28. Ágú. 2011 22:55:53
eftir Gaui
[quote=Messarinn]Þetta er allveg eins hjá mér. alltaf þegar ég sé futuba þá fyst mér það vera svo mikið drasl[/quote]
Nú ertu að snúa út úr, Gummi -- ég sagði ekki að þetta væri drasl -- ég sagði að ég hefði á tilfinningunni að ég ætti ekki að nota það af því það er ekki Futaba. Ég er klikk, ég veit það, en ég er ekki að tala illa um JR.

Re: Athyglisverðar tölur
Póstað: 29. Ágú. 2011 18:14:45
eftir Messarinn
[quote=Gaui][quote=Messarinn]Þetta er allveg eins hjá mér. alltaf þegar ég sé futuba þá finnst mér það vera svo mikið drasl[/quote]
Nú ertu að snúa út úr, Gummi -- ég sagði ekki að þetta væri drasl -- ég sagði að ég hefði á tilfinningunni að ég ætti ekki að nota það af því það er ekki Futaba. Ég er klikk, ég veit það, en ég er ekki að tala illa um JR.

[/quote]
Já auðvitað er ég að snúa útúr hehe
Maður er svoldið eins og krakkarnir í merkjavörunni