Síða 1 af 4

Re: Tryggingamál

Póstað: 25. Ágú. 2011 14:20:16
eftir Gaui
Það er góð spurning þetta með trygginguna. Ég geri bara ráð fyrir að tryggingarnar sem flugmódelfélögin eru með dekka ekki óhapp sem ekki er á tilgreindum módelflugvelli. Ég efast um að túnbleðillinn í Grindavík flokkist sem slíkur.

Hvað varðar heimilistrygginguna, þá er það mín reynsla að hún dekkar ekkert tjón, alveg sama hvað það er, ef tryggingafélögunum lýst svo á. Þau bara skilgreina og flokka tjón eftir því hvað hentar þeim best. Ef Ingolfur flýgur þotunni inn um glugga í Grindavík og kveikir í húsinu (vörst keis senaríó), þá er ég nokkuð viss um að tryggingafélagið hans setji hendur sínar í stóra þvottavél og sæki síðan andvirði tjónsins í vasa hans með látum og offorsi.

En það sem gæti komið up, jafnvel þó tjón á Grindvískum húsum sé lítið og léttvægt, er að regluóðir stjórnsýslukóngar fari að skoða þetta með flugmódelin og hvort ekki beri að setja yfir þá lög, reglugerðir og gjöld. Þess vegna hef ég amast við flugi beinbrjóta á Miklatúni og félaga minna hér fyrir norðan inní miðjum íbúðahverfum. Við erum ósýnilegir og viljum vera það áfram.

Nú er ég ekki (endurtek EKKI) að banna Ingolfi að fljúga á bleðlinum sínum í Grindavík -- og raunar öfunda ég hann af að hafa svona sléttan flöt til að fljúga af (hér hallar allt í mínu nágrenni :( ), ég bara vona og treysti að hann fari varlega.

:cool:

Re: Tryggingamál

Póstað: 25. Ágú. 2011 15:03:17
eftir Ingþór
Ég hef staðfest vottorð frá mínu tryggingafélagi þessefnis að ég sé tryggður við modelflug

Re: Tryggingamál

Póstað: 25. Ágú. 2011 16:08:00
eftir Björn G Leifsson
Ég er svo fullkomlega sammála Gauja. Ekki bara af hyggjuviti heldur biturri reynslu af fleiri tryggingamálum. Það er vissulega hægt að tryggja sig fyrir hverju sem er. Ingþór hefur, eins og hann segir tryggt sig sérstaklega fyrir módelflug. En... varúð!! Eins og Gaui segir þá túlka T-félögin alltaf skilmálana á sinn hátt. Ef maður ætlar að tryggja sig sérstaklega ( félagatryggingin er bundin við tilgrenda velli) þá er eins gott að velta fyrir sér hverjum möguleika og koma inn skriflega í samninginn. Jafnvel félagatryggingin er ekki nógu skýr. Ekki víst að það verði dýrara ad bæta inn skilgreiningum en ef það stendur ekki í skilmálunum eða klárlega hægt að túlka svo, þá reynir TF-ið örugglega að komast undan. Ég mundi reyna að tryggja að skilmálarnir þekji alla möguleika, t.d. þotuhreyfla og skaða á jafnt húsum sem öðrum verðmætum.

Re: Tryggingamál

Póstað: 26. Ágú. 2011 21:56:58
eftir Þórir T
[quote]Sem betur fer þá bý ég í útjaðri Grindavíkur og það svæði sem ég flý yfir eru mannlaus tún, hraun og tjarnir. Það sem mig mest varðar um er að valda ekki tjóni á fólki.

Hinsvegar að þegar að ég lendi til vestur þá er aðflugið yfir hús mitt og tveggja nágranna minna. Þetta fólk hefur gaman af þessu flug brölti mínu, þeim er augljóst að ef ég veld eignatjóni þá er ég borgunarmaður fyrir það.[/quote]
Nú vil ég ekki vera svartsýnn, en þetta er vissulega það sem maður "ætlar" að gera, en
svo vill nú þetta dót stundum biiiiila :-/

En ég öfunda hann líka af þessari aðstöðu, við verðum bara að skoða heildina, hvað gerir það fyrir orðspor okkar módelmanna ef menn eru að fljúga almennt stærri módelum ýmist í byggð,eða mjög nærri byggð og einhvað mjög alvarlegt kæmi fyrir, því það að vera borgunarmaður fyrir einhverju er ansi fljótt að breytast ef manneskjur eiga í hlut..

En engu að síður skemmtilegar myndir, og gaman að fylgjast með eldmóðinum í INE :D

Re: Tryggingamál

Póstað: 27. Ágú. 2011 01:25:31
eftir Jónas J
INE svona er lífið :) Innann vallar eins og okkar heiðurs menn eru að pretika yfir.....

En ég öfunda þig af vellinnum í garðinum ;) Við verðum víst að fylgja reglum og öllu því................
Skil þig samt 100 % með þennan fína völl í garðinum...

Re: Tryggingamál

Póstað: 27. Ágú. 2011 22:33:28
eftir Ingþór
Niðurstaðan er sú að hafa bara sitt á hreinu og vera ekkiert að flagga því í blaðurkellingarnar á netinu.

Re: Tryggingamál

Póstað: 27. Ágú. 2011 22:50:14
eftir INE
[quote=Ingþór]Niðurstaðan er sú að hafa bara sitt á hreinu og vera ekkiert að flagga því í blaðurkellingarnar á netinu.[/quote]
.. point taken - góð ábending.

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Tryggingamál

Póstað: 28. Ágú. 2011 08:16:56
eftir Jónas J
[quote=Ingþór]Niðurstaðan er sú að hafa bara sitt á hreinu og vera ekkiert að flagga því í blaðurkellingarnar á netinu.[/quote]
Mynd

Re: Tryggingamál

Póstað: 28. Ágú. 2011 15:21:23
eftir Gaui
[quote=Ingþór]... vera ekkiert að flagga því í blaðurkellingarnar á netinu.[/quote]
Ég ætla að taka það til mín að ég sé ein að þessum "blaðurkellingum" á netinu. Því miður verðum við að skoða í hvaða umhverfi við erum að starfa og leika okkur í dag og því er ekki nóg að "hafa sitt á hreinu". Við verðum að hugsa um heildar hag og það er hagur okkar allra að fá ekki yfir okkur það reglugerða fargan sem komið er yfir allar aðrar hliðar flugsportsins. Þetta reglugerða fargan er orðið svo íþyngjandi fyrir t.d. þá sem hafa áhuga á velflugi, að það er nær ómögulegt nema fyrir stór efnaða menn og algera dellukalla að stunda það.

Ef ég get komið í veg fyrir að yfirvöld taka eftir okkur og setja okkur ómögulegar reglur sem við getum ekki farið eftir nema með heilmiklum útgjöldum, þá er ég hreykinn af að vera blaðurkelling. Þeir sem hins vegar, "hafa allt sitt á hreinu" og fara sínu fram, hvað sem okkur hinum finnst, gætu óvart orðið til þess að enginn geti flogið flugmódelum.

Athugaðu t.d. að flugsvæðið okkar hér fyrir norðan er beint undir aðflugsbraut flugvéla að Akureyrarflugvelli. Hvar heldur þú að verði fyrst bannað að fljúga módelum ef misvitur yfirvöld byrja að búa til reglur? Jafnvel þó að Fokkerarnir fari yfir okkur í nokkur þúsund fetum og það er lítill sem enginn möguleiki á að við förum í veg fyrir þá, þá er ég viss um að reglusmiðirnir munu ekki sjá það þannig.

Ég ég mun halda áfram að blaðra og ég mun halda áfram að setja út á óábyrga notkun á flugmódelum, sama hvað þú segir, Ingþór.

ÉG ER BLAÐURKELLING !!!

:cool:

Re: Tryggingamál

Póstað: 28. Ágú. 2011 18:33:00
eftir Ingþór
[quote=Gaui]Ég ætla að taka það til mín að ég sé ein að þessum "blaðurkellingum" á netinu.[/quote]
Taki til sín hver sem vil.


Ég verð nú samt að segja að ég er ósammála þér í þessu flestu, ég efast um að regluverk hér verði meiri en í nágrannalöndum. En ef óréttlátar reglur yrðu settar verð ég fyrstur til að brjóta þær. Og "reglufarganið" í sambandi við vélflug er nú ekki óyfirstíganlegt og alltaf í endurskoðun. Ég veit það þar sem ég er alls ekki stór-efnaður en þó stunda ég vélflug.
En ef það skapast óþarfa áhætta fyrir vél- og svifflug af því að stunda módelflug á Melunum ættuð þið að sjálfsögðu að finna leið til að lámarka þá hættu, annað er ábyrgðarleysi.

Annað viðhorf sem fer alveg ótrúlega í taugarnar á mér er um ósýnileika módelmanna:
[quote=Gaui]Við erum ósýnilegir og viljum vera það áfram.[/quote]
Ég geri ráð fyrir því að þetta er viðhorf fleirri módelklúbba en bara FMFA og verður ásamt öðru til þess að nýliðar fælast frá, engin nýliðun verður og þar af engin þróun í "sportinu".

Ég er svo ósammála þessu viðhorfi að ég reyni að vera eins sýnilegur og ég get og mun halda áfram að kynna sportið á eigin vegum, og það meðal annars með því að tala niður ósýnilegu klúbbana og ósýnilegu gungu elítunnar innnan þeirra (taki til sín hver sem vil).

Því vil ég nota tækifærið og hvetja menn til að fara með parkflyerana sína og fljúga í "pörkum", þoturnar sínar og fljúga þeim þar sem það er við hæfi og þyrlurnar sínar og fljúga þeim hvar sem þeir finna fermeter til að taka í loftið og lenda á.
Endilega fljúgið þar sem einhver er til að sjá og fá áhuga á því sem þið eruð að gera. En gerið það bara þannig að hætta á óhöppum og slysum sé sem minnst, ég treysti dómgreind ykkar.

Og ef þið eruð ekki borgunarmenn fyrir því sem tjóni sem þið gætuð valdið þá endilega tryggið ykkur gagnvart þriðja aðila, það er ekki flóknara en að hringja í 5605000 og mikið ódýrara en að ganga í ósýnilegan flugmódelklúbb.