Byrjaður aftur eftir langt hlé

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Vignir »

Sælir félagar.
Ég heiti Vignir Vilhjálmsson og er rafvirki og rafeindavirki. Ég er nýskráður hér á módelspjallið og er byrjaður að fljúga aftur eftir 20 ára hlé !
Núna er ég að fljúga lítilli Cessna rafhlöðuvél sem sonurinn fékk fyrir rúmlega 3 árum en hefur ekkert notað. Rafhlöður hafa misst rýmd eftir svo langt hlé (50% í dag) og er ég að spá í að fá mér LiPo rafhlöður, 1,3Ah 11,1V Nú kemur spurningin...hver er kostnaður við að panta efni t.d. rafhlöður frá Hobby King eða öðrum ? sendingarkostnaður, gjöld o.s.frv. Eru menn að panta vörur í hóppöntunum ?
Ég hef fylgst töluvert með þessum fréttavef og kann vel að meta það sem þar ber á góma :)
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Valgeir »

´held að first sé að gá hvort esc ið sé með lipo cut off ef gamla hefur verið t.d. nimh
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Vignir »

Orginal rafhlöður eru 8,4V 1000mAh NiMh.

Specification:
? Wing span: 980mm/38.6in
? Length: 860mm/33.9in
? Weight 560g/19.8 oz
? Motor: 390 directly drive
? Airfoil: RAF 4838
? Battery: 8.4V, 1000mAh
? R/C System: ETB41-2.4GHz
? ESC: 30A Brushed ESC
? Servo: 9gx2(3CH),9gx4(4CH)
? 3CH for beginner; 4CH Aileron included, for intermediate level user

Allavega það er cut off til staðar í vélinni í dag, Þ.e það slokknar á mótor þegar spennan fer undir einhver mörk. Enn hvort það virkar fyrir þessar Lipo rafhlöður er önnur saga. Hver er cutoff spenna fyrir þessar LiPo 11,1V rafhlöður ?
Hugmyndin var semsagt að setja 11,1V 1300mAh Lipo í staðinn fyrir 8,4V NiMh 1000mAh og bústa þetta aðeins upp.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Agust »

Sæll Vignir.

Reiknaðu með ca 3V per sellu, eða ca 9V fyrir 3ja sellu rafhlöðu. Þetta er miðað við að mælt sé með einhverju álagi, þ.e. mótornum.

Fullhlaðin LiPo er 4,2V án álags.

Nauðsynlegt er að nota sérstakt hleðslutæki sem gefur út fasta spennu sem nemur 4,2V per sellu. Ekki hleðslutæki eins og fyrir NiCd eða NiMh sem er eiginlega straumgjafi, meðan LiPo hleðslutækið er spennugjafi.

LiPo rafhlöður geta verið varasamar ef þær eru ekki notaðar rétt. Sérstaklega þarf maður að gæta sín við hleðslu. Skoðaðu vel þessa síðu: http://www.rchelisite.com/lipo_battery_ ... _guide.php
Þetta er góð lesning og þar er öllum spurningum svarað.

NiMh batteríið sem þú hefur verið að nota er 8,4V eða með 7 sellum. Það er ekki gott að segja við hvaða spennu hraðastillirinn slekkur á mótornum, en það gæti verið á bilinu 7 til 8 volt, sem er öllu lægra en 9V.

Best væri að prófa þetta með voltmælinn tengdan.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Ólafur »

Sæll og velkomin i sportið aftur.

Ég hef eina þumalputtareglu við pantanir frá HK að margfalda verðið með 1.8 og það er circa það sem varan kostar heim að húsi.

Kv
Lalli
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Byrjaður aftur eftir langt hlé

Póstur eftir Vignir »

[quote=Ólafur]Sæll og velkomin i sportið aftur.

Ég hef eina þumalputtareglu við pantanir frá HK að margfalda verðið með 1.8 og það er circa það sem varan kostar heim að húsi.

Kv
Lalli[/quote]
Takk fyrir það

Kveðja
Vignir
Svara