SKY 40 fyrir byjendur

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Gaui »

Við hér fyrir norðan áætlum að bjóða upp á námskeið í módelsmíði og síðan flugi fyrir alla sem vilja læra svoleiðis. Módelið sem við hyggjumst nota er Sky 40, sem Tony Nijhuis hannaði og kom sem teikning í tveim RCM&E blöðum árið 2006.

Mynd

Nú er hægt að fá þetta módel sem spýtur í kassa frá SLEC fyrir sæmilega viðráðanlegt verð.

Til að vita hvernig þetta módel dettur saman, þá ætla ég að setja eitt saman. Ég er þegar búinn að panta það og býst við að fá það eftir nokkra daga. Þegar þar að kemur, þá ætla ég að Vídeóblogga alla samsetninguna öðrum til skemmtunar og vonandi einnig til gagns og gleði.

Fyrsta bloggið er komið, og það er um smíðabrettið. Njótið:



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Messarinn »

Góður
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir einarak »

Brilliant! Það er gott að fá innblástur og smíðaborðið er afbragðs hugmynd. Þetta trétex er þetta einhvað sem fæst í næstu húsó/býkó í viðráðanlegum einingum þ.e. ekki eingöngu í 240x120 einsog svo margt annað efni?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Gaui »

Nei, Einar, því miður er bara hægt að kaupa trétex í heilum plötun, því það skemmir sagir (líklega tjaran í því þegar hún hitnar) og þeir vilja ekki saga það. Það er, hins vegar, ódýrt , platan sem ég keypti og á eftir að duga mér lengi, kostaði rétt rúmlega 3000 kall í Byko. Það var einu sinni til hreint trétex, en þeir virðast vera hættir að selja það (???). Það er hægt að skera i texið með dúkahníf og brjóta það svo það passi inn í bíl. Svo bara sagar maður það í höndum með gamalli sög til að það passi ofan á smíðabrettið.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég keypti plötu af hreinu trétexi fyrir nokkrum árum og setti hluta á svona smíðaplötu og afganginn festi ég innan á bílskúrshurðina. Þar þjónar hún til að hengja teikningar á og vera bakland fyrir dartpílumarkið. Ekkert verra að nota tjörutex á sama hátt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Jónas J »

Góður Mynd
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Gaui »

Kassinn er kominn og hægt að kíkja í hann -- enda stóðst ég ekki mátið og gat ekki beðið. Það eru nú ekki jólin nema einu sinni í viku :D



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Spitfire »

Skemmtilegt framtak Gaui, rifjar upp þá gömlu góðu daga þegar ég púslaði saman fyrsta kittinu í módelsmiðjunni, Sig Kadet LT-40 sem einnig hefur það á afrekaskránni að hafa farið í lengsta ferðalag flugmódels frá Patreksfirði :)

Mynd

Mynd
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Messarinn »

Þetta er orðið spennandi. þú nefnir kannski hvað Sky 40 kostar kominn í hús ?
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstur eftir Gaui »

Þá ætti smíðin að fara að geta byrjað -- eða hvað?



:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara