Fyrsti innifundurinn hjá Þyt á vetri komanda

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
lulli
Póstar: 1105
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Fyrsti innifundurinn hjá Þyt á vetri komanda

Póstur eftir lulli »

Fyrsti félagsfundurinn hjá Fmf Þyt mun vera á fimmtudaginn, þann 15.sept nk.kl. 20:00 í Húsi félagsins á Hamranesi.
Rafmagn verður á húsinu og hitað verður með gasi þráðlaust-internet verður til staðar. svo aðstæður til fundarins verða hinar bestu.

Að þessum fundi loknum, má svo reikna með Þyts-fundum fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. (að undanskildum desember)Formaðurinn gerir klárt. Tvo væntanlega nýliða bar að garði en þeir voru nýkomnir úr Tómstundahúsinu með sitthvora vélina.
Mynd

Eins og sjá má, er lýsingin fín innan og utandyra.
Mynd


Kveðja Stjórnin.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fyrsti innifundurinn hjá Þyt á vetri komanda

Póstur eftir Agust »

Muna ekki einhverjir eftir vetrarfundunum á Hamranesi á síðustu öld?

Þá voru haldnir fundir þar í hverjum mánuði meðan fært var vegna snjóa. Fundirnir voru mitt á milli hinna hefðbundnu fimmtudagsfunda sem eru í byrjun hvers mánaðar, þ.e. um miðjan mánuðinn Mjög ánægjulegt.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
lulli
Póstar: 1105
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Fyrsti innifundurinn hjá Þyt á vetri komanda

Póstur eftir lulli »

[quote=Agust]Muna ekki einhverjir eftir vetrarfundunum á Hamranesi á síðustu öld?

Þá voru haldnir fundir þar í hverjum mánuði meðan fært var vegna snjóa. Fundirnir voru mitt á milli hinna hefðbundnu fimmtudagsfunda sem eru í byrjun hvers mánaðar, þ.e. um miðjan mánuðinn Mjög ánægjulegt.[/quote]
Ég verð reyndar að viðurkenna að ekki var ég í félaginu á þeim tíma.
En hitt er annað, að æskilegt væri að koma á meiri vetrarvirkni þá sérstaklega í
raun-flugi út á svæði.
Vefsendirinn væntanlegi mun að öllum líkindum færa þennann þátt mála á góða braut.
Og eins væri afar jákvætt ef póstað er ætlaðri mætingu á svæðin (fms- fmþ -fma- smst)
________________________________________________________________________________

EN ALLAVEGA MUNUM fimt.15/9. kl. 20´00 á Hamranesi.
________________________________________________________________________________

..Og auðvitað mæta fyrr ef menn eru í fluggír fyrir loftkúnstir og veður hagstæð.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Passamynd
lulli
Póstar: 1105
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Fyrsti innifundurinn hjá Þyt á vetri komanda

Póstur eftir lulli »

Orðsending til allra sem vettlingi og flugmódelum geta valdið
MUNUM fimtud.15.september kl. 20´00 á Hamranesi. -
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Svara