FPV skref #1

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: FPV skref #1

Póstur eftir raRaRa »

Jæja, í gegnum mánuðina hef ég verið að æfa mig að fljúga og safna saman hlutum til að fljúga mitt fyrsta FPV.

Hérna eru nokkrar myndir og útskýringar á því helsta.

Í dag fekk ég loksins DragonLink fyrir RC control, það á að drífa vel yfir 5km. Önnur ástæða afhverju ég fékk mér DragonLink er sú að það veldur ekki truflunum á tíðni sem ég mun nota fyrir video.

Tx:
Mynd

Rx; þarf sennilega að fá mér lengri kapal til að fela snúruna betur:
Mynd

Mjög auðvelt að setja það á Turnigy 9x fjarstýringuna (nota PPM).
Mynd

Svo fékk ég video móttakara og sendir. Mun væntanlega þurfa fá mér patch antenna eða cloveleaf antenna sem er það nýjasta í FPV bransanum.

Einnig fékk ég mér 690TVL Ultra WDR Pixim SEAWOLF HD CCTV Mini Camera 2.8mm Lens OSD sem á að vera frábær myndavél fyrir live video feed.
Mynd

EasyCAP er snilld ef maður vill fá videoið live í fartölvuna, þá er auðveldlega hægt að taka upp flugið.
Mynd

Vonandi á næstu dögum get ég prufað að fljúga mitt fyrsta FPV flug, ég er að bíða eftir battery sendingu frá HobbyKing svo ég geti notað sér battery fyrir FPV búnaðinn á vélinni (video sendir og cameran keyra bæði á 12v þannig ég ætla að nota 1000mAh 3s sér fyrir FPV búnaðinn).

Ef ég ætla að keyri mótorinn og FPV búnaðinn á sama battery þá þarf ég að búa til eða kaupa LC filter til að minnka truflarnir á video.

Þetta var bara smá update á hvernig staðan hjá mér varðandi FPV :) Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega spyrjið! Væri gaman að heyra frá öðrum sem eru að stefna í eða komnir í FPV hvernig búnað þeir eru með.

Mbk,
Jón Trausti.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Sverrir »

Flott, gangi þér vel!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Jónas J »

Líst vel á þetta hjá þér. Verður gaman að fylgjast með þessu :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Flott verkefni. Ég er sjálfur að pæla í þessu.
Ég ætlaði að senda þér (Jón trausti) smá upplýsingar en finn ekki netfang. Ef þú vilt þá geturðu sent mér línu með því að smella á netfang hérna vinstra megin svo ég geti svarað.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV skref #1

Póstur eftir hrafnkell »

Hvaða tíðni ertu með á video græjunum?
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Tómas E »

Ég næ einmitt í svipaðar græjur á pósthúsið í dag, fór samt ekki það langt að fá mér dragonlink.
Ég fékk mér 1500mw 900mhz hobbyking græjur, hefði átt að panta 800mw þar sem að hann er ekki eins líklegur til að trufla fjarstýringuna.
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV skref #1

Póstur eftir hrafnkell »

Hefur tollurinn ekkert verið að setja út á innflutning á 900mhz græjunum? Mig grunar að maður þurfi radíóleyfi til að flytja það inn og nota...
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Agust »

GSM símakerfið í Evrópu er á tínisviðinu 880-915 MHz og 925-960MHz. (Auk tíðnanna nærri 1800 MHz).

Mér þykir ólíklegt að þetta sé leyfileg tíðni fyrir video merkjasendingar hér og annars staðar í Evrópu.

Sjá hér á vef Póst- og fjarskiptastofnunar: http://www.pfs.is/upload/files/12092011MHZ.pdf

http://www.pfs.is/

(Sjálfur er ég með svona leyfi: http://www.pfs.is/Default.aspx?cat_id=35 eða http://stjornartidindi.is/DocumentActio ... 88bb63fb67 Þannig má ég t.d. vera með 100W á tíðnisviðinu 2,30 til 2,45 GHz, og 1000 wött á nokkrum öðrum tíðnisviðum).

Kannski er sendirinn með CE (=China Export) merki :-)

Ég vinn í sama húsi og Póst- og fjarskiptastofnun og hitti í gær mann sem var að leggja mælibílnum þeirra. Við spjölluðum aðeins, m.a. um radíótruflanir og muninn á CE merkingu í dag og reglunum sem giltu fyrir áratug þegar þurfti tegundavottun á allan sendibúnað sem fluttur var til landsins. Ég fór sjálfur í gegn um slíkt ferli fyrri löngu og var það töuverð vinna. Alls konar vottorð frá erlendum prófunarstofnunum. Nú er það bara China Export merkið sem gildir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvað tollurinn gerir.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: FPV skref #1

Póstur eftir Tómas E »

Já þessi pöntun var frekar misheppnuð hjá mér, tollurinn sendi þetta strax án þess að hafa samband við mig, þannig að allt ætti að vera í lagi, það eru nokkrar rásir á þessu, ég mun nota í kringum 1040mhz.

Kemur í ljós í dag hvort þeir hafi hirt sendirinn hehe
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: FPV skref #1

Póstur eftir hrafnkell »

Já maður er oft heppinn því þeir vita ekkert hvað þeir eru með.. En ef þeir pæla almennilega í hlutunum, þá væru þessir hlutir líklega teknir af manni.
Svara