Ég held að svarið við spurningunni sem Björn kastaði fram hérna í upphafi sé
JÁ!
Ingþór: Sá voða lítinn mun á FH og Valsstelpunum
Ingþór Guðmundsson leikmaður Nördanna var sigurreifur eftir leikinn gegn FH þegar Fótbolti.net hitti hann að máli. Hann sagði að leikurinn hafði verið ekkert mál.
,,Þetta var ekkert mál. Ég sá voða lítinn mun á þeim og Valsstúlkunum,” sagði Ingþór við Fótbolti.net eftir leik og var þarna að vitna í fyrsta leik KF Nörd gegn 3. flokki kvenna hjá Val.
Ingþór skoraði þrennu í leiknum og sagði tilfinninguna frábæra: ,,Ég hef aldrei upplifað þetta áður og þetta var alveg geðveikt. Ég var spurður að því hvort þetta væri gamall draumur en þetta er í raun mjög nýlegur draumur. Það eru svona tveir mánuðir síðan ég fór að spá í hvort þetta gæti gerst og þetta var stórkostlegt.”
Ólafur Þórðarson og Auðunn Blöndal voru leynivopn KF Nörd í leiknm. Ingþór hafði skiljanlega ekkert nema gott um þá að segja: ,,Óli er drifkrafturinn í liðinu, hann keyrði okkur gjörsamlega áfram. Auddi(Auðunn Blöndal) kom mjög skemmtilega á óvart og það sakaði nú ekki.”
Sumarið er búinn að vera frábært segir Ingþór og hann er meira að segja farinn af hafa gaman af Fótbolta. ,,Það er búið að vera stórkostlegt að upplifa svona og að vera með þessum strákum er alveg frábært. Ég er ekki frá því að ég sé svekktur að þetta sé búið, ég bara hugsa hálfpartinn með skelfingu til þess. Þetta eru búnir að vera frábærir þrír mánuðir og þó ég hafi ekki viðurkennt það áður þá ert búið að vera svolítið gaman af fótboltanum líka.
Heimild:
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=40260