Síða 1 af 4

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Sep. 2011 20:55:43
eftir Pitts boy
Jæja þá er ansi spennandi verkefni að renna af stað á Tryggvagötunni. Ekki beinlínis flugtengt en samt... :rolleyes: en verður klárlega notaður seinna til að smíða!! FLUGVÉLAR. (Vona að það eigi heima hér á þessu spjalli þó ekki sé þetta flugvél og einhver hafi gaman af því að fylgjast með fyrsta smíða verkefni vetrarins hjá mér)

Ég hef verið að fylgjast með CNC-smíðinni hjá nafna mínum Einari Ásgeiri (CNC Skurður - flugmodel.net ) hér á spjallinu og það var meðal annars það sem ýtti mér af stað út í þetta núna.
Ég er búin á skoða upplýsingar á netinu og af þeim er jú "nóg". Þegar öllu er á botninn hvolft eru 2 til 3 síður sem ég hef mest notað og svo eru spjallvefir sem eru líka mjög fróðlegir þegar maður stígur fyrstu skrefin í smíðinni.
Undanfarnar vikur er ég búin að vera að viða að mér efni og er það búið að vera skila sér til landsins undanfarna daga.

Steper-mótorar og stýringar pantaði ég frá http://buildyourcnc.com/electronicscombo.aspx
Kúlulegur pantaði ég frá http://www.vxb.com/
Annað efni hef ég fengið hérna heima, í Málmtækni, Byko og Jóhann Rönning.

Ég er komin vel af stað við að smíða borðið og turninn.

Set inn nokkrar myndir sem ég hef tekið af smíðinni og og þegar "PAKKINN" kom :D

Borðplatan er byggð upp á grind þannig að hún haldist bein (slétt) ál-vinklarnir eru svo fræstir inn í hliðarnar til að flytja X-ásinn (turninn).
Mynd

Sagaði hliðarnar í turninn með stingsög, það gekk ágætlega þrátt fyrir 30mm.MDF
Mynd

Hliðarnar tilbúnar.
Mynd

Svolítið skondið... :) þetta er teikningin af "Tölvuskurðarborðinu" bara reglustika ekkert CAD. ennþá ;)
Mynd

Vinklarnir eru fræstir í með tönn sem er aðeins (hvað segir maður... úthverf held ég :) ) þannig að þeim er rennt í.
Mynd

OG!!! Svo innihald PAKKANS!!! mótorar, mótor stýringar, spennugjafi, keðja, tannhjól og skrúfteinn.
Mynd

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Sep. 2011 21:07:37
eftir einarak
Þvílíka snilldin, til lukku. Þetta er öflugt kombo, hvað verður borðið stórt? Verðuru með X ásinn keðjudrifinn? Og hvað ætlaru að nota sem spindil?

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Sep. 2011 22:59:30
eftir Pitts boy
platan á borðinu er 66x140 en skurðar flöturinn eitthvað minni. Ég ætla að nota keðju á bæði X og Y ásana og svo skrúftein á Z ásinn.
Fræsarinn til að byrja með verður handfræsari.

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 24. Sep. 2011 23:52:24
eftir Messarinn
Flottir, líst vel á þetta

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 26. Sep. 2011 23:01:04
eftir Pitts boy
Myndir framhald.

Ég rendi mér úr áli hubba (tengistykki) til að tangja mótorana við driföxlana. Gamli ATLAS rennibekkurinn í skúrnum hjá pabba tekin til kostana :)
Mynd

Ég mátaði turninn á í dag og hann smellpassaði og rann ljúflega á álbrautunum.
Mynd

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 26. Sep. 2011 23:09:24
eftir Pitts boy
Tók video af fyrsta prufu run-inu á steper-motorunum..... og þeir snérust allir..... sem er mjög gott :D


Re: CNC skurðarborð

Póstað: 26. Sep. 2011 23:18:39
eftir Þórir T
Hey gamli, þetta er spennandi hjá þér, ég vænti þess að mér verði boðið að koma og skoða þessi herleg heit :D

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 27. Sep. 2011 00:44:09
eftir Pitts boy
Já þórir þú er alltaf velkomin í skúrinn. borðið er ekki komið heim í skúr ennþá, em það stittist með hverjum deginum. ;)

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 27. Sep. 2011 18:19:22
eftir Messarinn
Flott mynd af gamla Atlas-num. Líst vel á þetta hjá þér Einar

Re: CNC skurðarborð

Póstað: 27. Sep. 2011 20:39:20
eftir Gaui K
[quote=Þórir T]Hey gamli, þetta er spennandi hjá þér, ég vænti þess að mér verði boðið að koma og skoða þessi herleg heit :D[/quote]
Maður þarf nú kannski að fara að fara út með ruslið :)