DA-50 mótor með brotið festingareyra

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
maggikri
Póstar: 5705
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir maggikri »

Góðan dag.
Hvað segið þið um þetta? Er að velta fyrir mér að prófa álsuðu á þetta, hvað segið þið um það.
Mynd

Mynd

kv
MK
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir einarak »

Ég myndi fara mjög varlega í það, til að álsjóða þetta þarf að hita efnið mikið og það gæti afmyndast og jafnvel orðið undið og hætt að þétta. Hefuru talað við DA sjálfa með þetta? eru þeir ekki með mega custumer service og mundu jafnvel taka þátt í viðgerðinni?
Passamynd
maggikri
Póstar: 5705
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir maggikri »

Sæll Einar takk fyrir þetta. Ég er búinn að senda fyrirspurn á þá!
Ég var að pæla að láta sjóða þetta í splunkunýrri, rándýrri álsuðuvél sem er sérstaklega fyrir álsuðu. Þeir sverfa inn í brotið og fylla það með ál eða álblöndu teini. En sjáum hvað DA segir.

kv
MK
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Er ekki hægt að redda þessu á svipaðann hátt og ég gerði við SPE.? Það er vonlaust að sjóða þetta helv... ál.
Kv.
Gústi
lulli
Póstar: 1265
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir lulli »

Tvímælalaust tilraunarinnar virði húsið er jú annars ónýtt hvort sem er.
hafa allt samskrúfað meðan soðið er ,láta kólna hægt og skifta svo út kíttinu í samsetningunni eftirá
því það mun auðvitað stikna ,eyrað sjálft mun taka í sig mesta hitann, svo húsið dregur sig tæpast það mikið. aðrir partar munu amk ekki gjalda fyrir tilraunina.
Gummi rennimeistari.. yfir til þín..
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
maggikri
Póstar: 5705
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir maggikri »

[quote=Ágúst Borgþórsson]Er ekki hægt að redda þessu á svipaðann hátt og ég gerði við SPE.? Það er vonlaust að sjóða þetta helv... ál.[/quote]
Sæll kúturinn minn!
Heldur þú að ég sé að safna þriggja eyra mótorum?
kv
MK
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 911
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

[quote=maggikri][quote=Ágúst Borgþórsson]Er ekki hægt að redda þessu á svipaðann hátt og ég gerði við SPE.? Það er vonlaust að sjóða þetta helv... ál.[/quote]
Sæll kúturinn minn!
Heldur þú að ég sé að safna þriggja eyra mótorum?
kv
MK[/quote]
Greinilega, þú átt allavega orðið tvo svoleiðis. Vegna þess að ál er góður leiðari þá dreifist hitinn við suðu mjög fljótt um alt. þú þarft snilling með góðar græjur í þetta.
Kv.
Gústi
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Gunni Binni »

Væri hægt að nota allskonarsuðupinnana hans Björns Geirs í þetta?
kv.
GBG
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Alveg örugglega hægt að lóða þetta með Durafix.

Durafix blandan er harðari en álið svo góð lóðning með því er mjög sterk.

Til þess að sjóða eða lóða þetta þýðir ekkert annað en að taka mótorinn sundur. Eins og nefnt hefur verið leiðir álið hitann best allra málma og það þarf að hita allt stykkið vel upp fyrir Durafixið að bráðna á því.
Líka skera fláa á kantana á sprungunni allt í kring og fylla af Durafix málmblöndunni eins og sýnt er í leiðbeiningunum. Skoðið Durafix síðurnar og myndböndin þar sem sýnt er hvernig þetta virkar.
En fyrst mundi ég athuga hjá DA með viðgerð eða varahlut. Alltaf best með orgínal heilan hlut
Muna bara að skipta um pakningar um leið og allt er sett saman aftur.

Hér eru tvö á jútjúb:




Ég kem ekki heim fyrr en eftir hálfan mánuð en beinabætirinn á pinna minnir mig. Getið líka haft samband við Hjört ef þið vilið fá pinna.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: DA-50 mótor með brotið festingareyra

Póstur eftir Gaui K »

Er ekki hægt að útbúa einskonnar skinnu sem mundi festst við rauðu skrúfuna en væri með eyra sem næði upp fyrir brotið ogkæmi þar í staðinn fyrir brotnu festinguna.........æji hálf erfitt að útskyra hvað ég er að meina svona í rituðu en ég er sjálfur með svona brot á mínum mótor og ætla ekki að reyna að sjóða heldur prófa þetta sem ég var að reyna að útskýra hér.

kv,Gaui
Svara