Sæll Sverrir
Ég er formaður mótanefndar en það þurfa einhverir að gefa sig fram til að halda utan um einstök mót.
Ég var búinn að senda þér dagskrá mótanefdar fyrir áramót, hún stendur !
það er í lagi að byrta hana hér á fréttavefnum.
Það er bara tvö atriði sem vantar í mótadagskránna en er engin ástæða til að bíða endalaust eftir er:
1. Einhvern til að halda Listflugsmót. (mótsstjóra)
2. Einhvern til að halda þyrlumót, eða keppni. (mótsstjóra)
Varðandi Kríumótið þá er hugsanlegt að dagsetning mótsins færðist til, en dagsetning mótsins stendur. Kríumótið svifflugsmót haldið út á Höskuldarvöllum og ætti ekki að trufla mót á Hamranesflugvelli.
Varðandi 300 ára allrafyrsta flugdag hjá Iðu. Það verður ákveðið síðar með þann flugdag.
Flugmódelfélagið þytur á 35 ára afmæli á þessu ári og á ég von á því að reynt verði að fjölga flugdögum (Fly inn) í sumar og boðið upp á grillmat. Þetta eru mót sem eru fyrir utan þessi hefðbundnu keppnir og veðrið verður látið ráða dagsetningum. Einnig eigum við von á heimsóknum erlendis frá.
Þyrlu menn brettið upp ermarnar og planið þyrlu mót eða keppni fyrir sumarið.
