Hvenær eru þotur þotur og hvenær eru þotur ekki þotur...?

Þeim fer fjölgandi
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvenær eru þotur þotur og hvenær eru þotur ekki þotur...?

Póstur eftir Agust »

Ég hef tekið eftir að í þessum þræði er sjaldan (aldrei?) fjallað um þotur með rafmagnstúrbínum, heldur þotur með steinolíutúrbínum. Þess vegna vaknaði einfalda spurningin sem er í fyrirsögninni.

Eru kannski bara svona fáar rafknúnar þotur í eigu Íslendinga?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10786
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hvenær eru þotur þotur og hvenær eru þotur ekki þotur...?

Póstur eftir Sverrir »

Kannski hafa menn frekar sett rafmagnsknúnar þotur undir rafmagnshlutann? En þó hefur eitthvað sést hérna.

Það er til eitthvað af rafmagnsknúnum frauðþotum hér heima og fer þeim hratt fjölgandi með Stinger hraðflugsvélum komandi sumars. Ef menn ætla í „alvöru“ rafmagnsknúnar þotur þá er kostnaðurinn ekki langt frá því sem olíubrennari kostar + hleðslu og bið. Kunningi minn í Bretlandi gafst upp á að hafa sína Futura rafknúna og er að skipta yfir í olíu um þessar mundir. Hann setti einmitt fyrir sig tímann og fyrirhöfnina í kringum hleðslumálin og þó hafði hann verið með rafknúna 40% Extra. Held reyndar að það sé bara svo gaman í þotunum að hann langi að geta flogið meira(oftar í hvert skipti) án þess að setja alltof marga þúsundkalla í fleiri rafhlöður. ;)

Tveir eFutura pakkar, 4x6S6000mah pakkar, hlið og raðtengdir til að fá 12S2P 12A kubb.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Hvenær eru þotur þotur og hvenær eru þotur ekki þotur...?

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Agust
Rafknunar þotur eru ekki að gera það sama og Steinoliu þotur, eg held að það seu til um það bil 10 raf þotur her
Kv
Einar Pall

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvenær eru þotur þotur og hvenær eru þotur ekki þotur...?

Póstur eftir Agust »

Ég hef aðeins verið að dást að þessum nýju rafknúnu þotum sem eru komnar á markaðinn. Ekki þessum litlu sem eru úr frauðplasti, heldur vélum sem eru úr trefjaplasti og tiltölulega stórum túrbínum 70-120mm í þvermál. Svona gripi má t.d. sjá á þessum spjallvef: http://www.rcgroups.com/electric-ducted ... t-talk-12/

Svona vélar eru auðvitað líka til úr frauðplast og líta merkilega vel út.

Í MAN er umfjöllun um eina stóra: http://www.modelairplanenews.com/blog/2 ... ctric-jet/

Það sem ég var að hugsa í gær var eiginlega hvað það væri sem réði því að við notuðum orðið þota. Er það mótorinn eða útlitið?

Nokkur dæmi:


Þotumódel með steinolíutúrbínu. (Þetta þekkja flestir)

Þotumódel með rafmagnstúrbínu. (T.d. Stinger 64)

Þotumódel með lítilli loftskrúfu að aftan. (T.d. Stryker F27Q)

Sviffluga með þotumótor á bakinu. (Eins og Ali var með í 2010)


Spurningin er eiginlega hvort við flokkum þetta allt sem þotur og hvort þessi flokkur "Þotur" sem við eru staddir í eigi við allt sem hér er listað upp.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara