Þegar það stytti loks upp stóðst ég ekki mátið og flaug nokkur flug með mínum 9 ára gamla CAP232 á litla grasvellinum mínum. Er það ekki alger lúxus að þurfa ekki að labba nema tæpa 200 metra frá húsinu út á flugvöll?
Jæja, völlurinn er ekki stór og auðvelt að yfirskjóta. Umhverfis er mikið þýfi, en ALGRS kemur í veg fyrir tjón er ef út af bregður í lendingu. Ég hef verið að venja mig á að beita sideslip í lendingu til að hitta betur á brautina og yfirskjóta ekki. Þvílíkur munur! Þetta er eins og að vera með lofthemla í vélinni. Ef komið er of hátt inn, þá er einfaldlega hliðarstýrinu beitt hæfilega til að skekkja vélina. Vélin kemur eilítið skökk inn til lendingar, en dragið eykst verulega, þannig að aðflugið verður brattara.
Með því að beita sideslip og inngjöfinni á víxl eftir þörfum er miklu auðveldara að hitta á brautina.
Sjálfsagt er misauðvelt að beita sideslip eftir því hvernig flugvél er flogið. CAP-inn skekkist bara þegar hliðarstýrinu er beitt og hefur litla tilhneigingu til að halla.
Þetta er nokkuð sem menn ættu að prófa. Ég sé oft fyrir mér Steve Holland lenda 1:2 Zlin. Hann stjórnar einmitt fallegu aðfluginu með hæfilegu sideslip.
Sideslip
Re: Sideslip
Er sammála síðasta ræðumanni, ZLIN hjá Steve Holland Slippaði rosa fallega. Sjálfur hef ég verið að gera tilraunir með að slippa Módelum og þegar það tekst vel þá er eins og það hangi einhver feitur í vélinni..
Bæði hef ég slippað Citabriu og litlum Ultimate.
Samt er þetta eginlega eina æfingin sem mér finnst erfiðast að yfirfæra á módel, það er nefnilega mjög auðvelt að slippa 1:1 vél, bara passa að missa ekki niður hraðann.
Það þarf líka að passa á módelum annars fer illa.
Bæði hef ég slippað Citabriu og litlum Ultimate.
Samt er þetta eginlega eina æfingin sem mér finnst erfiðast að yfirfæra á módel, það er nefnilega mjög auðvelt að slippa 1:1 vél, bara passa að missa ekki niður hraðann.
Það þarf líka að passa á módelum annars fer illa.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Re: Sideslip
Líklega er ein ástæðan fyrir því hve erfitt er að slippa módelum að maður hefur minni tilfinningu fyrir því hve skökk vélin er þegar maður horfir á hana utanfrá, og það oftar en ekki að nokkru leyti frá hlið. Ekki bætir úr skák að sjónarhornið er síbreytilegt.
Ef maður situr frammi í flugvélinni hefur maður alltaf sama sjónarhornið, þ.e. beint fram.
Ef maður situr frammi í flugvélinni hefur maður alltaf sama sjónarhornið, þ.e. beint fram.
Re: Sideslip
Rétt!!! Líka er auðveldara að fylgjast með hraðanum. Fyrst þegar ég var að reyna að slippa módelum þá stollaði ég oftast, (sem er vont í lítilli hæð) en eftir að ég fór að vera grimmari á að beina niður í slippinu þá gekk betur.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.