Síða 1 af 1

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 13:36:21
eftir Gaui
Þessi er ekki besti flugmaður í heimi, en hann vantar ekki áhugann. Því miður er hann einn sá hættulegasti í bransanum. Þið megið reyna að sannfæra mig um annað.



Það er þó alla vega ljost að hann hefur áhuga á Corsair flugmódelum.

:cool:

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 14:52:10
eftir Árni H
Á mývetnsku er svona maður nefndur fífl og hálfviti... Mynd

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 16:04:19
eftir Sverrir
Þeir eru alltaf svo dipló í Mývatnssveit! ;)

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 16:15:37
eftir INE
Mér finst hann alveg brilliant - gefst ekki upp og skemmti sér eflaust mikið.

Gerir góðlátlegt grín af sjálfum sér - fær 10 í einkunn fyrir rétt hugarfar :)

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 17:28:50
eftir Árni H
[quote=Sverrir]Þeir eru alltaf svo dipló í Mývatnssveit! ;)[/quote]
Enda heitir þjóðsöngur Mývetninga "Blessuð sértu sveitin mín" en er oftar en ekki sungin sem "Blessuð sértu sveitin mín megin" :D

En naaahhh - auðvitað á gæinn að fara í næsta klúbb og fá aðstoð - þetta er hálfglórulaust hjá honum og alls ekki gott fordæmi að fljúga á bílastæðum innan um bíla o.s.frv. En það tekur jú alltaf einhverja lengri tíma að læra af reynslunni en aðra :(

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 17:58:28
eftir Haraldur
Hann virtist nú vera næstum því að ná þessu svona í lokin.

Re: Hvað getur maður sagt?

Póstað: 27. Des. 2011 18:48:20
eftir Valgeir
Held að hann ætti að fá sér simulator og vera í honum meðan það er vindur.