Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Það væri gaman að heyra frá þeim sem hafa hugsað sér að kíkja út í Sandvík núna í maí og taka þátt. Það hefur verið góð mæting undanfarin ár og má því gera ráð fyrir að svo verði áfram.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Böðvar »

Ég ætla að fara að huga að því að setja flotin aftur undir Big lift vélina mína. Zenoah 23 cc mótorinn er í lagi núna og miklu kraftmeiri en í fyrra, en þá brunaði vélin eftir Hvaleyrarvatni á flotunum en hafði sig ekki á loft, hafði ekki nægt afl. þetta var daginn fyrir flotmótið í fyrra.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Þá skil ég að lítið hafi sést af þér í fyrra ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Jæja þá er góður dagur að kveldi kominn og myndir komnar inn á vefsíðu Flugmódelfélags Suðurnesja. http://modelflug.net/?page=myndir&id=16

Voru menn ekki almennt sáttir við daginn og aðstöðuna?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Böðvar »

Þetta var frábært mót, Big lift kom mjög vel út á flotunum. Það var nokkuð hvast framan af og var ekki nokkur leið að snúa módelinu að landi eftir lendingu en með því að drepa á mótor og láta það reka að landi var það í lagi.

Það er meiriháttar gaman að sjá hvað myndatökum hefur farið fram, þetta eru flottar myndir og vel teknar á vatnamótinu, gæðin eru frábær.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Flotflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstur eftir Sverrir »

Samt eru þetta bara lággæða útgáfur sem ég gerði fyrir vefinn. ;)
Ég skal henda til þín diski með alvöru gæðum, hef grun um að þú hefðir áhuga á útprentun og jafnvel stækkunum á sumum af myndunum af Big Lift
Icelandic Volcano Yeti
Svara