fpv

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: fpv

Póstur eftir Gunnarb »

Síðan ég keypti mér 1000mz 2,4ghz sendi, kameru og móttakara í haust hef ég verið á leiðinni í að prófa FPV. Eftir stórskemmtileg video frá Vestmannaeyjum hef ég verið að skoða þessi mál í víðara samhengi en Hobbyking. Ég er t.d. búinn að finna á netinu senda sem eiga að draga tugi kílómetra. Þrátt fyrir að það séu til "autopilot:ar" með RTH (return to home) fúnksjónum ef menn t.d. fljúga út fyrir drægni sendisins, þá skil ég ekki almennilega afhverju menn eru að eltast við tuga kílómetra drægni fjarstýringanna þegar video sendirinn í flugvélinni er 2,4 ghz og miklu skammdrægari (menn hafa væntanlega ekkert við það að gera að geta stýrt vél sem þeir sjá ekki hvar er). Mér er kannski að yfirsjást eitthvað í þessu - ef einhver ykkar snillinga hefur stúderað þetta væri gaman að fá frá ykkur input....

kv,

Gunnar
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: fpv

Póstur eftir Þórir T »

Ég er einmitt orðinn helsjúkur í þetta, ég er búinn að vera í töluverðu sambandi við Tómas í Vestmannaeyjum og kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir upplýsingarnar..
Ég er með svona pakka á leiðinni og stefni á að setja upp þráð hér þegar þetta fer a skila sér.
Fór í 2,4ghz, það er ekki þörf á þessari rosalegu drægni, ég er sáttur við ca 5 km. Kemur bara í ljós þegar maður fer að prófa..
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: fpv

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þessir fjarstýrisendar sem "draga lengra" eru tengdir í staðinn fyrir sendimódúlinn í venjulegri fjarstýringu eða í kennslutengið. Þeir tveir sem eitthvað er varið í eru á 433-4MHz sviðinu sem með réttum loftnetum nær miklu lengra en 2,4GHz. (Scherrer UHF og Dragonlink)
Þessi tæki eru með FHSS-Frequency hopping spread spectrum þ.e.a.s. finna sér besta stað á bylgjusviðinu hverju sinni (er þetta nothæf einföldun Ágúst?) Sami maðurinn (Daniel Wee) hannaði þann hluta í báðum tækjunum.
Tækin eru hvorugt CE-merkt og því hætt við að þau megi ekki flytja hingað til lands. Ég veit að einhverjir hafa sloppið með það. Það má heldur ekki nota þessi tæki nema hafa réttindi radíóamatörs. Það er tekið fram einhvers staðar á vefsíðum seljendanna en þú berð sjálfur ábyrgð á því að uppfylla það skilyrði.
433MHz og þar um kring er ekki með í listanum yfir lágaflsbúnað (SRD Short Range Devices) sem ekki þarf sérstakt leyfi fyrir. Radíóamatörar eiga samkvæmt reglugerð forgang að 430-440 MHz bylgjusviðinu og eru væntanlega ekki sérlega happy ef einhver er að abbast inn á það. Ég sá einhvers staðar að þeir nota það meðal annars í tunglspegluð fjarskipti gegnum risaloftnet með afl sem nægir til að steikja kjúklinga. Maður getur rétt ímyndað sér truflunina sem FPV flugvél getur orðið fyrir af svoleiðis sendingum? Tíðnisvið radíóamatöra eru listuð aftast í reglugerð þeirra. Tölurnar eiga við sendistyrk í wöttum. Mesti styrkur sem radíóamatörar mega nota á umnræddu tíðnisviði er 5000 sinnum meiri en venjulegrar módelfjarstýringar.

Það er orðið mikið sport í útlandinu að fljúga FPV sem lengst. Ég veit af hóp í Danmörku sem eru að skipuleggja 30km flugtilraun (hvora leið) næsta sumar. Þetta er auðvitað út úr sjónlínu og þar sem reglurnar gegn þessu eru ekki ennþá til þá koma þær örugglega.
Í USA eru Alríkis-módelsamtökin (AMA) alveg á nálum því það er verið að undirbúa nýjar reglur yfir umferð og meðferð ómannaðra loftfara um lofthelgina. AMA hefur í fjögur ár staðið í miklum samningaviðræðum og makki við FAA og önnur yfirvöld til að koma í veg fyrir að módelsportið verði hreinlega eyðilagt með takmörkunum. Þau mál eru enn ekki komin á hreint en það er deginum ljósara að ekki verður losað um bannið við að fara út fyrir beint sjónsvið stjórnandans eða aðstoðarmanns eða fljúga hærra en 400 fet AGL.
Í Lögum um loftferðir nr. 60/1998 og lögum nr.75/2005 er hvergi minnst á smáflugvélar eða módel. Þar sem fjallað er um skilgreiningar er vísað í EASA og heimasíðu þeirra, www.easa.eu.int.
Ef einhverjum tekst að finna viðeigandi reglur í þeim skelfilega frumskógi (easa.eu.int) þá á hann heiður skilið. Ég gafst upp.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: fpv

Póstur eftir Gunnarb »

Takk fyrir þetta Björn, við þurfum að passa vel hvað við gerum í þessu því með VG í ríkisstjórn þarf ekki mikið til að kalla á bann (hvort sem er við akstri á vegaslóðum eða veiðum á svartfuglum). Um leið og VG skortir rök er bara hoppað í frasann "við verðum að láta náttúruna njóta vafans". Ég treysti þessu liði fullkomlega til að banna allt módelflug með þeim rökum að "við verðum að láta ... njóta vafans".

Hvað um það - ég hef verið að lesa mér til t.d. um loftnet. Ég keypti extra öflug loftnet bæði á sendi og móttakara, en það er jú þekkt að því hærri db sem eru á þeim, því stefnuvirkari eru þau. Menn nota því helst aldrei mikla "mögnun" (veit ekki hvort það sé rétt terminólógía hjá mér) á sendinn í vélinni (þvi´hún snýr jú allavega, heldur er með stefnuvirkari loftnet á móttakaranum (hér er ég ekki að tala um stýringuna heldur video signalið). Það bara getur ekki verið að menn séu að nota "venjulega" 2,4 ghz tx/rx fyrir long range video. Því er mér spurn, afhverju ættu menn að ná sér t.d. í dragon-link eða þaðan af öflugri viðbætur við stýringarnar ef video:ið er sent með 200-1000ma sendi niður til jarðar ...

-G
Passamynd
S.A.S.
Póstar: 13
Skráður: 3. Jan. 2012 21:28:18

Re: fpv

Póstur eftir S.A.S. »

hér eru fullt af fínum linkum varðandi FPV

http://fpvpilot.com/sitemap.aspx


Kv.Sigurður
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: fpv

Póstur eftir Agust »

Það má geta þess að deyfing eykst með hækkaðri tíðni. Eg tíðnin er tvöfölduð þá eykst "free space" deyfingin um 6db. Það er sama og aukning deyfingar fyrir tvöföldun í fjarlægð milli sendis og viðtækis.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: fpv

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég datt í það áðan að romsa upp ýmsu sem ég nýlega hef verið að safna af hlekkjum og fróðleik. Svaraði eiginlega ekki spurningunni þinni almennilega Gunnar, um það hvers vegna yfirhöfuð menn séu að baksa með þessa langdrægu fjarstýrisenda en ekki bara gömlu góðu græjurnar.

Meginástæðan er að þú vilt ekki vera með videohlekkinn frá flugvélinni á tíðni sem getur truflað dauft stýrimerkið frá stýrisendinum. Menn hafa valið UHF bandið og 433 MHz-in af ýmsum ástæðum, meðal annars að hægt er að nota FHSS og bandið er frekar lítið notað í annað. 35 MHz-in henta bara síður.

Miklu hærri tíðni, t.d. 2,4 GHz þarf að nota til þess að hafa nóga bandbreidd (pláss á rásinni) fyrir vídeóið. 5.8MHz eru með enn meira pláss en draga verr (hærri tíðni=verri drægni eins og fram hefur komið)

Ef maður er með radíóamatör-réttindi veit ég ekki betur en að maður geti notað þetta langdræga 433MHz dót alveg löglega.
Sem sagt: Allir á námskeið hjá IRA!

Litlu loftnetin sem fylgja vídeóhlekkjunum eru oftast bévítans drasl. Menn eru, eins og þú segir, gjarnan með stefnuvirk loftnet sem eru mun næmari. Þeim þarf þó að beina vel í áttina að módelinu. Sumir setja þau upp með græjum sem reikna út stefnuna út frá GPS hnitum sem módelið sendir og mótorstatívi sem beinir því að módelinu ("tracking") nákvæmlega. Margir búa til sín eigin loftnet en það er heil vísindagrein kringum það.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: fpv

Póstur eftir Gunnarb »

Takk f. thetta strakar. Thetta er fjandi skemmtilegar paelingar. Her er finn linkur a loftnet med mism. db

http://rcexplorer.se/Educational/gain/gain.html

Talandi um radioamatora, notadi gaerkvoldid til ad skoda vefinn theirra, fullt af efni og gömul próf fyrir tha sem vilja :-)

Gunnar
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: fpv

Póstur eftir Agust »

Ég hef verið með radíóamatörapróf síðan 1964, með leyfi fyrir allt að 1000 wöttum á fjölda tíðnisviða frá 135 KHz (langbylgju) til 250 GHz (millimetrabylgju). Vilji menn læra radíótækni og nota fjarskiptatæki innan lagarammans þá er þetta leiðin.

Það er aftur á móti stórvarasamt að nota óleyfileg senditæki og getur orðið mönnum dýrkeypt. Póst og fjarskiptastofnun er með búnað í bifreið til að fylgjast með ólöglegum sendum og radíóamatörar eru mjög flinkir að miða út senda. Þeir halda jafnvel keppnir í slíku, svokallaðar refaveiðar :-) http://www.homingin.com/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: fpv

Póstur eftir Gunnarb »

Mér þykir þetta ótrúlega skemmtileg fræði (skil eiginlega ekki í sjálfum mér að hafa verið að rótast í þessu sporti og sætt mig við að skilja ekki hvernig tx/rx dótið virkar) Það stendur hinsvegar til bóta og ég er buínn að vera að sækja mér lesefni inná irs. Þessi 2,4ghz sendir sem ég keypti mér kemur með loftneti en kínamaðurinn segir ekki hverskonar loftnet fylgir með (sjá link í fyrsta póstinum), er hægt að áætla hversu mörg db loftnetið er útfrá lengd, eða er hægt að mæla það (án dýrra eða sérhæfðra tækja eins og spectroscope eða hvað þetta kallast)?
Ég keypti líka 9db loftnet á sendinn þar sem umsagnir töluðu um lengri drægni, það stangast hinsvegar á við allt sem ég hef lesið og ég er ekki á því að nota svona stefnuvirkt loftnet, þar sem ég vil ekki bara geta flogið vélinni frá mér, heldur líka til baka :-) ...
Svara