Re: 27.07.2006 - Flogið yfir Ermasundið og Íslandsmót
Póstað: 27. Júl. 2006 01:20:18
Rafmagnsknúnu flugmódeli var flogið yfir Ermasundið fyrr í mánuðinum og tók flugið í kringum klukkutíma.
Módelið sem var notað var Tucano með 54" vænghaf hannað af Nigel Hawes og flogið af honum. Brian Collins hjá BRC Hobbies lagði til rafhlöðurnar í verkefnið en um borð voru 14000 mah af lipo rafhlöðum og fóru um 9000 mah í sjálft flugið.
Hægt er að sjá nokkrar myndir hérna og einnig er hægt að sjá mynd af umræddri vél í Myndasafni Flugmódelmanna.
Á morgun hefst svo Íslandsmeistaramótið í F3B og F3F og er mæting á flugvöllinn í Gunnarsholti fyrir kl.10. Einhverjir verða þó sjálfsagt mættir á svæðið í kvöld svo þar verður eflaust gleði mikil eins og ávallt þegar módelmenn koma saman.
Módelið sem var notað var Tucano með 54" vænghaf hannað af Nigel Hawes og flogið af honum. Brian Collins hjá BRC Hobbies lagði til rafhlöðurnar í verkefnið en um borð voru 14000 mah af lipo rafhlöðum og fóru um 9000 mah í sjálft flugið.
Hægt er að sjá nokkrar myndir hérna og einnig er hægt að sjá mynd af umræddri vél í Myndasafni Flugmódelmanna.
Á morgun hefst svo Íslandsmeistaramótið í F3B og F3F og er mæting á flugvöllinn í Gunnarsholti fyrir kl.10. Einhverjir verða þó sjálfsagt mættir á svæðið í kvöld svo þar verður eflaust gleði mikil eins og ávallt þegar módelmenn koma saman.