Síða 1 af 2

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 17:34:59
eftir Björn G Leifsson
Hann Ágúst stórgrúskari og lærifaðir hefur í nýlegum þræði um FPV pælingar kennt okkur mikið um loftnet.

Ein er sú tegund þeirra sem virðist vera að ná miklum vinsældum í FPV samhengi en það er hringpólaríseruð loftnet sérstaklega hentug fyrir vídeósendinn í vélinni.
Hér er mjög góð umfjöllunum "smáraloftnet" með mjög góðum og nákvæmum leiðbeiningum.
Sá sem kom þessu af stað kallar sig IBCrazy á RCGroups og hér er hræðilega langur þráður sem hann setti í gang.

Hér er svo um svipað loftnet, "Skew-planar".

Athuga vel að ef notað er hringpólaríserað loftnet bæði sendi og móttakara þá þurfa bæði að snúa eins. Þetta er skýrt þarna.

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 19:23:14
eftir raRaRa
Þetta virðist vera eitt vinsælasta loftnetið í FPV geiranum. Er ekki einhver hér sem vill taka það verkefni á sig að búa til nokkur stykki?

Ég skal endilega kaupa eitt-tvö á nokkur þúsund krónur :) Getur endað í góðum business! ;)

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 19:57:29
eftir Agust

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 19:59:47
eftir Þórir T
Ég er að verða doldið ruglaður af þessu megariðatali öllu, þegar ég talaði við IBcrazy, þá mælti hann með Vee loftneti frekar en hálfbylgju, hvar ætli það sé í samanburði við smáranetið?
Og hvað áttu við Björn með að þau þurfi að snúa eins loftnetin? bæði að vísa upp eða?

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 20:03:49
eftir Þórir T
Annað sem mér datt í hug, fer ekki að verða grundvöllur fyrir léttum FPV fundi, þar sem þeir sem eru að
spá og spöglera hvað mest, geta einfaldlega hist eina kvöldstund og borið saman bækur öhh loftnet sín?
Erum við allir hér á sv horninu? Ég veit að Björn er það, ég er það, spurning um Rarararara og Valgeir og ykkur hina, svo yrði toppurinn ef leynigestur kvöldsins yrði sjálfur Mr Stórgrúskari aka Ágúst..
Hvað segið þið hinir um þetta?

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 28. Jan. 2012 22:33:10
eftir Haraldur
[quote=Þórir T]Og hvað áttu við Björn með að þau þurfi að snúa eins loftnetin? bæði að vísa upp eða?[/quote]

Hann við það að bæði vísi upp eða liggi lárétt. Oftast er loftnetið á sendinum beint upp eða aðeins á ská (45 gráður) en loftnetið í flugmódelinu liggur lárétt eftir búknum. Ef það er þannig þá snúa loftnetin ekki eins.

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 29. Jan. 2012 01:20:05
eftir Björn G Leifsson
[quote=Þórir T]Ég er að verða doldið ruglaður af þessu megariðatali öllu, þegar ég talaði við IBcrazy, þá mælti hann með Vee loftneti frekar en hálfbylgju, hvar ætli það sé í samanburði við smáranetið?
Og hvað áttu við Björn með að þau þurfi að snúa eins loftnetin? bæði að vísa upp eða?[/quote]

Lesa leiðbeiningarnar!

Það þarf að vera sami "skrúfgangur" á loftnetunum. Þetta er útskýrt á síðunum.
Ég tók þetta fram til að koma í veg fyrir að einhver dytti í þá gryfju að nota tvö loftnet með sinn hvorum snúningi sem mundu ekki virka saman (sendir vs. móttakari). Ég var sjálfur smá tíma að átta mig á hvað þetta þýddi.

Einn kostur þessara loftneta er að þau geta snúið upp og niður og út og suður.
Í myndböndum sem IBCrazy sýnir í RCGroups þræðinum sést vel hvernig hann losnar við truflanir þegar vélin hallar í beygjum því pólaríseringin er í spíral/hring en ekki bara í eina stefnu sem svo breytist þegar vélin hallar.
Hér útskýrir Davíð Vindestål nokkuð skilmerkilega kostina við hringpólaríseruð loftnet. Þetta ætti að skýra muninn.
Vee-dípol loftnetin bera nafn af því að það er í laginu eins og V ("Vee" á ensku) Þau gefa frá sér pólaríseraðan geisla í eina stefnu t.d. lóðrétt eða lárétt eftir legu. Þar þurfa sendi- og móttökuloftnet helst að snúa eins (loðrétt-lóðrétt) til að nýtast sem best en hringpólariserað virkar jafn vel í öllum legum eins og útskýrt er í fyrrnefndri skýringarsíðu David Vindeståls.

IBCrazy lýsti gerð og gæðum inverted Vee loftneta í mjög fróðlegri umræðu 2009 en nú er hann allur í hringpólaríseríngunni.
Reyndar skilst mér að ekki sé úr vegi að nota dípól á móttakarann á jörðinni sem jú væntanlega ekki hreyfist. Á eftir að fara betur yfir það. Þessir umræðuþræðir eru rúmar 150 síður hver.

Viðbót: IBCrazy nefnir tvo staði þar sem svona loftnet fást tilbúin. Þau eru frekar flókin í gerð en ættu ekki að vefjast fyrir flugmódelsmiðum eins og okkur. ;)

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 29. Jan. 2012 13:46:05
eftir Valgeir
Hér er mjög gott myndband um hvernig á að gera þau http://www.youtube.com/watch?v=IXNkydvMvbg, síðan er líka hægt að búa til svona Helical sem er directional og maður getur stillt það frá 7,5-13 dbi http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1377791 og er það líka IBCrazy (Alex) sem kom með það, ég veit að david frá rcgroups er að fara að gera nákvæmari leiðbeiningar um það og síðan er fullt af öðrum loftnetum sem hafa verið gerð þannig að maður getur bara valið það sem maður vill. Ég hvet líka fólk til að smíða þetta sjálft því að mér finnst það vera lang áhugaverðast í þessu öllu og lítur ekkert út fyrir að vera það erfitt. :)

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 30. Jan. 2012 11:33:06
eftir hrafnkell
Ég er búinn að gera mér cloverleaf loftnet, vantar bara rp-sma tengin. Fékk MIG vír hjá félaga mínum og loftnetssnúru í íhlutum. Lítið mál að lóða það saman, vonandi er líka lítið mál að koma rp-sma tenginu á :) Ég er með 5.8ghz 500mw video.

Re: Góð loftnet fyrir 2,4GHz og 5,8GHz

Póstað: 30. Jan. 2012 12:37:44
eftir Þórir T
Það sem ég er að spá, nú verð ég með 2,4ghz á ég þá að slá þá tölu inn í reitinn sem reiknar
út lengdina, eða þarf ég að vera nákvæmari? hvað gerðir þú Hrafnkell?