Síða 1 af 2

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 30. Jan. 2012 14:50:31
eftir eibsen
Sælir

Ég er að skoða kaup á Futaba T8FG Super Tx frá HK. http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=18450

Því miður fylgir tækinu ekki hleðslutæki. Vitið þið um færar leiðir til þess að redda þessu, nota menn kanski bara svona tæki til þess arna: http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=6478 ?

Kv,
eibsen

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 30. Jan. 2012 17:09:31
eftir Tóti
Stýringin sem þú linkar á er (Mode 1). Passaðu að panta (Mode 2)

Ég þekki ekki þetta hleðslutæki, en já, ég held að við séum flestir að nota tæki í líkingu við þetta til að hlaða Tx batteríið.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 30. Jan. 2012 17:41:36
eftir eibsen
Sæll og takk fyrir svarið.

Tækið kemur sem Mode 1 og er mjög auðvelt að breyta því í Mode 2. Annars flaug ég með Mode 1 hér áður fyrr.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 01:04:55
eftir einarak
Ég myndi nú líka reyna að taka hana einhversstaðar nær en frá Hong Kong. Hobbyking eru fínir í þessu kínverska stuffi, en þegar verið er að versla svona "brand" á nánast fullu veriði þá myndi ég leita einhvað nær, t.d. http://alshobbies.com/shop/cat.php?id=278 , það er örugglega töluvert betra að eiga við Ali og félaga (eða einhverja sambærilega) heldur en Hobbyking ef einhvað kemur uppá. Því mannleg samskipti og skilaréttur er víst ekki HK sterkasta hlið.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 01:16:14
eftir Sverrir
Þá verður heldur ekkert vandamál með CE merkingar!

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 07:01:39
eftir Björn G Leifsson
Mín (á stundum bitra) reynsla af Hobby King og öðrum kínabúðum er: Jú gett vott jú pei for!

Sérstaklega þegar um rafeindatæki er að ræða.

HK eru þó nógu huggulegir til að taka fram (stundum?) hvort hluturinn sé orgínal. Dæmi : þetta vs. þetta

Dásamlegasta dæmið um hvað kínverjarnir geta verið ærlegir er goodluckbuy.com sem mun standa mjög vel undir nafni.

Varðandi sendabatterí. Ég nota alltaf hágæða hleðsltækið til þess að hlaða mín. Það borgar sig. Nú er ég að leita að enn betra hleðslutæki og það verður væntanlega ekki austurlensk hönnun eða eftirlíking.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 09:22:49
eftir eibsen
Ég hef verslað við Kínamanninn á öðrum sviðum og þekki hann nokkuð vel. Þeir eru ekki að falsa Futaba Tx og hefur Futaba sjálft þjónustað fólk nokkuð vel. Tækið er CE merkt og framleitt í Taiwan eins og flest önnur raftæki sem við notum :) Ég pantaði einnig þetta hleðslutæki http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=6609 og dugar það vonandi þar til ég fer í næsta Evrópuferðalag.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 11:17:03
eftir Björn G Leifsson
Sennilega gott hledslutaeki enda kostar thad ovenju mikid af HK vöru ad vera.
Oliklegt ad their selji falsada Fjarstyrisenda en annad eins gerist nu tharna austur fra.

Hann Bruce i Astraliu hefur verid duglegur ad skoda inn i og profa taeki og tol fra theim skaeygu og thad er ekki allt jafn fallegt.
Thad er ekki vitlaust ad leggja kvöldstund i ad skoda vefinn hans Bruce og horfa a nokkur myndbönd.
Eg a litinn haug af onothaefu doti fra HK og fleirum, adallega servoum. Kaupi slikt ekki lengur. Thau kinversku eru oftar en ekki hreinlega haettuleg. Jafnvel thau sem ekki eru hreinlega fölsud.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 13:55:26
eftir Sverrir
[quote=eibsen]Tækið er CE merkt og framleitt í Taiwan eins og flest önnur raftæki sem við notum [/quote]

Gott mál, þeir eru stundum með senda sem eru ætlaðir fyrir Asíumarkað(og Ástralíu) og þá getur vantað þessar merkingar þó innihaldið sé það sama.

Re: Hleðslutæki fyrir Futaba T8FG Super

Póstað: 31. Jan. 2012 17:20:36
eftir Agust
Ég á svipað hleðslutæki og Egill, iCharger, en 250 wött. Keypti það s.l. haust. Virðist vandað og virkar vel. Ég valdi þessa tegund þó hún væri töluvert dýrari en önnur tæki því ég hafði séð nokkra góða dóma um það. http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=6792

Í fyrra keypti ég eitthvað skrapatól sem á að vera hleðslutæki. Ótrúlegur hávaðaseggur því viftan í því er ónýt. http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=7028

Eg er þó að mestu farinn að forðast að kaupa rafeindatæki frá Kína. Við treystum dýrum módelum okkar fyrir þessum búnaði og viljum að hleðslan á LiPo sé sæmilega hættulaus.