01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Sverrir »

Multiplex voru að frumsýna nýju fjarstýringuna sína á Nürnberg og hér er gripurinn. Búðir í Evrópu eru að giska á €1100 sem útsöluverð(16 rása) en það eru bara getgátur eins og er. Multiplex hafa ekki beint verið snöggir á markað með vörurnar eftir kynningu á þeim, þeir eru t.d. ekki enn byrjaðir að selja fjarmælingabúnaðinn sem þeir kynntu fyrir ári síðan og ekki er enn komin dagsetning á hann.

Multiplex hafa verið með öflugustu stýringarnar á markaðnum þegar kemur að uppsetningu og forritun og búast núverandi Multiplex eigendur við miklu af þessum nýju fjarstýringum.

Multiplex 2012 vörukynningarlistinn.

Mynd

Í bakka.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Páll Ágúst »

Og Spektrum DX 18 :O :D
Eða vissu það kannski allir og ég er bara svona utan við mig í þessum skóla mínum? :P
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Sverrir »

Kannski ekki allir en „about time“ eins og konan sagði undir Hólsfjöllum, búið að vera alltof lengi í vinnslu. Fyrstu orðrómarnir töluðu um þriðja til fjórða árshluta, s.s. jólagjöfin í ár, en þeir hafa sjálfsagt flýtt tilkynningunni eftir að hafa séð hversu mörgum langar í nýju Futaba eða réttara sagt rásirnar 18 sem hún hefur.

Orðrómur um stærri JR hefur hins vegar verið í gangi frá svipuðum tíma og 14MZ kom á markaðinn, hvort sem það var óskhyggja eða hvað. Núverandi 12X hjá JR er í raun og veru meir en 10 ára gömul hönnun(10X) í grunninn og komin vel til ára sinna en til hvers að breyta því sem virkar! Það verður gaman að sjá hvort Horizon kemur með stærri JR fyrir Ameríkumarkað í framhaldi af þessari og þá hvað JR sjálfir gera á heimsmarkaðnum. Svo getur verið verið að Horizon reyni að svelta JR út af fjarstýringarmarkaðnum og ná notendum alfarið yfir í Spektrum, hver veit.

Spektrum er svo sem ekki að keppa beint við „high end“ 18MZ($2999.99) með sinni DX18($799.99) en það verður samt gaman að sjá hvort það fari að bera meira á trúskiptum á næstu misserum, í hvort áttina sem er!

Mynd
NB. Þetta eru 10 „alvöru“ rásir og 8 on/off rásir.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Sverrir »

Multiplex hugsar alla veganna vel um markhópinn sinn! Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Agust »

Svo má geta þess að hún Áróra 9 frá Hitec er hálfsystir þessarar nýju Multiplex stýringar. Hitec keypti nefnilega Multiplex árið 2003.

Áróra er með snertiskjá, fjarmælingu og alles...

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5114

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Haraldur
Póstar: 1404
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Haraldur »

Ég held að Multiplex ætti að ráða til sýn hönnuð á umbúðirnar. Það er haf og himinn á milli Multiplex útlit og Spektrum útlit. Veit ekki með innihaldið.
Snilld, fjarstýring í göngugrind.

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Agust »

Mér finnst nú útlitið á Multiplex Profi miklu meira professional. Alvöru græja.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2913
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hef oft velt því fyrir mér hvort mað ur eigi að fá sér svona bakka til að hafa stýringuna í eins og virðist föst tíska á meginlandinu. Er örugglega skynsamlegt í "ergonomísku" tilliti. Amríkanarnir eru yfirleitt ekki gefnir fyrir svona, kalla það gjarnan Gay-tray með ódulinni fyrirlitningu.
Þarna virðist Mpx vera með stýringu innbyggða í svona bakka með hólfi fyrir nestið líka.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10797
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Sverrir »

Ef grannt er skoðað sést að stýringunni er rennt ofan í bakkann. Það eru ekki bara Ameríkanar sem „dissa“ pizzuboxin, íssalabakkann, tebakkann, kranaboxið o.s.frv., það gera líka margir Evrópubúar. ;)

Bakkarnir sem slíkir geta hentað vel fyrir þá sem halda utan um pinnana með tveim puttum(e. nipple tweakers), eða eins og stýripinna en ekki fyrir þumalputtamenn. Þetta er þó með snyrtilegri útfærslum á bakka sem sést hafa.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Agust
Póstar: 2978
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 01.02.2012 - Ný Multiplex fjarstýring

Póstur eftir Agust »

Ég notaði eitt sinn ágæta fjarstýringu sem kallast FC18 og er frá Robbe. Hún er hönnuð af Futaba því sendismodulið er þaðan og passar í nýlegar Futaba 35 og 72 MHz stýringar.

FC18 er með þessu evrópska lagi. Hendurnar hvíla afslappaðar á bakkanum eða púltinu, og stýripinnarnir eru langir. Margir telja sig hafa betri og nákvæmari stjórn á flugvélinni með svona fyrirkomulagi. Mér fannst þetta þægilegt.

Ólarnar eru oft tengdar í tvo upphækkaða arma eins og sést á myndinni, en það gefur meiri stöðugleiki en ein festing í miðju sendisins.

Þessar bakkastýringar eru stundum þannig að það er hægt að bæta við rofum og stilliviðnámum ef þörf er. Það sést því oft móta fyrir götum eða opum sem auðvelt er að opna til að koma fyrir viðbótar búnaði. Það má jafnvel sjá svona rofa o.fl. fyrir nýju Multiplex stýringuna á blaðsíðu 24 í bæklingnum http://multiplex.zhype.com/catalogues/M ... 012_Lr.pdf

Svo er hægt að fá ýmsar gerðir af sendispúltum fyrir t.d. Hitec Aurora: http://www.google.is/search?q=hitec+aur ... 32&bih=961

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net

Svara