Kannski ekki allir en „about time“ eins og konan sagði undir Hólsfjöllum, búið að vera alltof lengi í vinnslu. Fyrstu orðrómarnir töluðu um þriðja til fjórða árshluta, s.s. jólagjöfin í ár, en þeir hafa sjálfsagt flýtt tilkynningunni eftir að hafa séð hversu mörgum langar í nýju Futaba eða réttara sagt rásirnar 18 sem hún hefur.
Orðrómur um stærri JR hefur hins vegar verið í gangi frá svipuðum tíma og 14MZ kom á markaðinn, hvort sem það var óskhyggja eða hvað. Núverandi 12X hjá JR er í raun og veru meir en 10 ára gömul hönnun(10X) í grunninn og komin vel til ára sinna en til hvers að breyta því sem virkar! Það verður gaman að sjá hvort Horizon kemur með stærri JR fyrir Ameríkumarkað í framhaldi af þessari og þá hvað JR sjálfir gera á heimsmarkaðnum. Svo getur verið verið að Horizon reyni að svelta JR út af fjarstýringarmarkaðnum og ná notendum alfarið yfir í Spektrum, hver veit.
Spektrum er svo sem ekki að keppa beint við „high end“ 18MZ($2999.99) með sinni DX18($799.99) en það verður samt gaman að sjá hvort það fari að bera meira á trúskiptum á næstu misserum, í hvort áttina sem er!

NB. Þetta eru 10 „alvöru“ rásir og 8 on/off rásir.