Nýjar innivélar á leiðini

Heitasta greinin í dag
Svara
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir Ólafur »

Já þó svo að maður hafi ekki verið mikið við i vetur að fljúga innivélum sökum vinnu þá dofnar áhugin ekkert á þessu sporti og tala nú ekki um félagskapin. Það er frekar að áhugin aukist ef eitthvað er.

Ég hef verið iðin við að skoða og spéglúera á veraldarvefnum og niðurstaðan er að

Þessi er komin i hús.


Mynd

Þessi er á leiðini frá Techone

Mynd

Og þessi frá HK

Mynd

auk ein i viðbót sem heitir Matrix frá HK

Það verður nóg að gera þegar maður kemst af stað aftur :)
Passamynd
maggikri
Póstar: 5678
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir maggikri »

Lalli!!. Ég og Sverrir mættum þér í gær. Hélt þú myndir mæta í höllina. Já það er nú áhuginn sem drífur mann yfirleitt áfram og eins og þú segir "félagsskapurinn" sem er klassinn. Strákarnir af höfuðborgarsvæðinu hjálpa okkur að gera þetta mögulegt. Þetta væri ansi dapurlegt ef þeir væru ekki svona duglegir að mæta.

kv
MK
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir Ólafur »

Já Maggi ég stoppa stutt við heima núna um þessar mundir svo það er litill timi afgangs til að sinna fluginu. En það koma timar. :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11479
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir Sverrir »

[quote=maggikri]Lalli!!. Ég og Sverrir mættum þér í gær.[/quote]
Sumir hittu hann nú eftir inniflugið líka! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir Ólafur »

Yakin frá Techone lenti heima i dag

Flott græja enda uppseld frá Phil´s hobby shop i usa þaðan sem ég verslaði hann og það sem meira er að hann rukkaði ekki nema 12 dollara fyrir að senda hingað sem þykir ekki mikið frá þvi landi.

Mynd
Passamynd
maggikri
Póstar: 5678
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir maggikri »

[quote=Ólafur]Yakin frá Techone lenti heima i dag

Flott græja enda uppseld frá Phil´s hobby shop i usa þaðan sem ég verslaði hann og það sem meira er að hann rukkaði ekki nema 12 dollara fyrir að senda hingað sem þykir ekki mikið frá þvi landi.

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 381952.jpg[/quote]

Lalli! á þá ekki að prófa hana í næsta tíma sem verður tvöfaldur?

Tólf dollarar er ekki mikið, yfirleitt er þetta um 40-80 dollarar fyrir flutning hingað. En hverjum er ekki sama um það þetta er svo ofboðslega gaman af þessu foamdóti.

Ég sá svona vél í skúrnum hjá "Doninum" tilbúin til flugs, þetta er flott vél.

Er ekki hægt að fljúga þessu upp í Búðarhálsvirkjun inni?
http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/22022012


kv
MK
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Nýjar innivélar á leiðini

Póstur eftir Ólafur »

Já Maggi Það væri gaman ef timin gæfist að prófa þessa.

Það er hægt að fljúga þessu hérna uppá Búðarhálsi i þessu rjómalogni sem kemur stundum hérna á kvöldin.
Reyndar fór ég með eina innivél hingað uppeftir um daginn og ætlaði mér stóra hluti hérna en þá er batteriíð ónýtt i fjarstýringuni en það er nýtt lipó bartteri á leiðini i hana frá HK.
Svara