Skywalker 5.1

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Jæja þá er ég kominn með Skywalker 5.1 frá BEVRC.com. Ég mun senda inn myndir af breytingum sem ég ætla að framkvæma á vængina o.fl.

Specs:

Motor: AX2814 980kv frá BEVRC
Servo: 4 x ES08MA (Metal gear servo) frá BEVRC
ESC: Turnigy plush 60amp frá HK
Prop: APC 9x6E frá HK
Battery: 5000mAh 4s 20c frá HK
Receiver: Dragon Link
OSD: CE OSD 1.6 frá BEVRC

Svo ætla ég að setja dekkjabúnað, mun sennilega kaupa eitthvað frá Tómstundahúsinu ef þeir eiga til.

Læt þetta duga í bili :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nú ætla ég að vera leiðinlegur og ráðleggja þér að spara aurinn og áhyggjurnar. og gleyma þessu með hjólstell. Ef hún er á annað borð flughæf* er minnsta mál að henda henni á loft.
Til að festa hjólastell á hana sem er ekki sífellt að rifna af í lendingum þarftu heilmikla festingu sem kostar auka þyngd og svo færðu auka drag sem enn minnkar flughæfnina. Svo ertu alltaf háður þvi að hafa sæmilega sléttan völl að lenda á svo dótið rifni ekki af. Og svo hitta á völlinn sem er ekki alltaf jafn auðvelt.
Settu frekar gott límband undir skrokkinn til að styrkja hann í magalendingunum. Hún er ekki hönnuð eða hugsuð fyrir hjólastell.

*Rétt jafnvægisstillt, stýri rétt tengd, ekki skökk, mótorinn sterkur...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Þórir T »

Flott hjá þér, ég er að dunda í rólegheitunum við minn, sökum sérlega mikils tímaskorts þessa dagana, þá er ég ekki farinn að setja inn myndir ennþá, en þær koma...
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Góðir punktar með dekkjabúnaðinn, það sem heillaði mig var það að Alishanmao notar dekkjabúnað á sínum Skywalker og það kemur mjög vel út enda flýgur hann alltaf þar sem hægt er að lenda og taka á loft með dekkjum.

Það virðist líka einfalda suma hluti eins og ef maður ætlar að kasta Skywalker sem vegur 2kg, þá er mjög erfitt að kasta henni á loft. Ef ég gæti tekið á loft á jörðinni þá næ ég góðum hraða áður en ég tek á loft.

En ég ætla ábyggilega að byrja að kasta henni á loft, ef það verður eitthvað vesen þá ætla ég að prufa setja dekkjabúnað.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Agust »

Ef maður á í erfiðleikum með að kasta módeli á loft, annað hvort vegna þess að módelið er þungt eða mótor er afllítill, þá er kjörið að nota katapúlt. Ég hef notað þannig bæði fyrir mótorsvifflugu og Multiplex TwinJet. Þetta er sérstaklega hentugt ef maður er einn að fljúga.

Minn búnaður líktist þessu: http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=190617
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Úff ég myndi aldrei þora að nota katapúlt, ég myndi örugglega skella flugvélinni beint í jörðina! Hér er góður linkur hvernig best er að breyta Skywalker:

http://eastbay-rc.blogspot.com/2012/01/ ... alker.html

Nokkrar myndir teknar frá síðunni:

Carbon ribbon mod fyrir vængina
Mynd

Carbon ribbon mod fyrir stélið
Mynd

Fyrsta á dagskrá er að setja carbon ribbon í stélið.
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Þórir T »

Telur þú þörf á öllum þessum styrkingum?
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir raRaRa »

Ég hef séð mörg video þar sem Skywalker hrapar útaf því að vængurinn brotnar, en í þeim myndböndum er verið að fljúga á miklum hraða þar sem g-force verður mjög mikið.

Ef þú ert að fljúga á cruise speed og ert að taka góðar beygjur þá þarftu sennilega ekki að gera neinar breytingar, ég vill bara tryggja það að þetta komi ekki fyrir mig.

Veikleikinn í Skywalker 5.1 er að vængurinn hefur 1 carbon tube sem tengir vængina saman, þessi carbon tube er líka mjög stífur sem eykur hættuna að hann brotni undir miklu álagi. Spurning hvort það sé sniðugt að bæta við öðrum carbon tube.

En þetta er allveg undir þig komið, ef þú ert með FPV búnað, GoPro cameru, þungt battery þá ertu alltaf að setja meira álag á vængina. Ég hef lesið að sumir ná allt að 2kg, og undir miklu g-force getur sú tala margfaldast.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég get nú nánast lofað þér að það er ekki vandamál að kasta henni. Ég er með svipaða en stærri vél með alls konar búnaði og stóru batteríi. Það hefur ekki verið neitt mál að kasta henni. Kannski ekki hlaupið að því að gera það sjálfur í fyrstu skiptin. Betra að láta annan gera það. Maður gefur allt í botn, tekur eitt til tvö skref og skutlar henni nokkrar gráður upp á við.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Skywalker 5.1

Póstur eftir Tómas E »

Minn er ca 1.9kg og að kasta honum er mikið auðveldara en að kasta 1,2kg bixlernum mínum :)
Svara