Re: Annað CNC skurðarborð, heimagert
Póstað: 22. Feb. 2012 21:48:24
Blessaðir
Ákvað að pósta hérna nokkrum myndum af skurðarborði sem að ég hef verið að vinna að undanfarið. Það er tilbúið til notkunar en það er alltaf eitthvað sem má bæta á það. Hér má sjá mynd sem að ég teiknaði af borðinu og í hinum fullkomna heimi ætti það að líta svona út:
Hér er síðan ramminn búið að sjóða allt saman.
Hér má síðan sjá festingarnar fyrir plötuna, nota vinkiljárna þarna á milli sem platan festist síðan á.
Ég nota síðan reim á x-ásinn, hér má sjá hvernig hún er fest. Aðrar færslur notast við laggarskrúfur.
Hér er síðan borðið farið að taka á sig mynd. Ég lét vatnskera allar plötur hjá Héðni þar sem ég vinn.
Hér er nærmynd af línulegu færslunum á x-ásnum.
Hér eru síðan nýfræstir og fínir íhlutir, þarna var ég kominn með allt sem mig vantaði þannig að ég gat byrjað að setja allt saman.
Hér er síðan mestallt komið saman. Svona lítur borðið út í dag, á eftir að græja samt fallegra hald utan um dremelinn, þessi útfærsla er vægast sagt ónákvæm og ekki alveg að ná eins fínum skurði og ég hefði viljað. Auk þess stefni ég á að setja plötu á bakvið y og z-færsluna eins og tölvumyndin sýnir til að fá betri styrk og hún er líka hugsuð til að halda undir færslukeðju sem mundi þá geyma alla vírana. Svona færslukeðjur eru bara svo dýrar hérna á Íslandi þannig að ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig ég leysi færslu á vírum.
Hér má síðan sjá dæmi um eitt stykki sem að ég var að leika mér að fræsa, ég skýrði semsagt fræsinn minn VESEN enda er þessi smíði og hönnun búinn að taka dágóðann.
Þetta verkefni byrjaði upphaflega sem skólaverkefni, þar náði ég að fá borðið til að geta teiknað en þar var þónokkuð um skítmix. Ég endurhannaði borðið því að miklu leyti en notaði þó mikið úr upphaflegu smíðinni. Virkt svæði á skurðarborðinu er eitthvað í kringum 1000x400x120 (mm). Ég er að nota steppermótora og drivera frá www.probotix.com. mótorarnir eru ca 1,8Nm (260Oz/in) sem er ekkert sérlega kraftmikið. Auk þess er ég ekki sáttur með driverana fyrir stepper mótorana, er þegar búinn að eyðileggja einn. Sá að aðrir hér hafa verið að nota mótora og drivera frá http://www.kelinginc.net/ og virðist það vera betri kaup, allavegana öflugari mótorar á svipaðann pening auk þess sem microstepping (Veit ekki hvað ég get kallað þetta á íslensku, kannski upplausn) eru miklu meiri.
Ef þið eruð að spá í að smíða ykkur svipuð tæki hikið ekki við að spurja mig. Ég er búinn að læra rosalega mikið hvað skal ekki gera
kv. Tryggvi Stefánsson
Ákvað að pósta hérna nokkrum myndum af skurðarborði sem að ég hef verið að vinna að undanfarið. Það er tilbúið til notkunar en það er alltaf eitthvað sem má bæta á það. Hér má sjá mynd sem að ég teiknaði af borðinu og í hinum fullkomna heimi ætti það að líta svona út:
Hér er síðan ramminn búið að sjóða allt saman.
Hér má síðan sjá festingarnar fyrir plötuna, nota vinkiljárna þarna á milli sem platan festist síðan á.
Ég nota síðan reim á x-ásinn, hér má sjá hvernig hún er fest. Aðrar færslur notast við laggarskrúfur.
Hér er síðan borðið farið að taka á sig mynd. Ég lét vatnskera allar plötur hjá Héðni þar sem ég vinn.
Hér er nærmynd af línulegu færslunum á x-ásnum.
Hér eru síðan nýfræstir og fínir íhlutir, þarna var ég kominn með allt sem mig vantaði þannig að ég gat byrjað að setja allt saman.
Hér er síðan mestallt komið saman. Svona lítur borðið út í dag, á eftir að græja samt fallegra hald utan um dremelinn, þessi útfærsla er vægast sagt ónákvæm og ekki alveg að ná eins fínum skurði og ég hefði viljað. Auk þess stefni ég á að setja plötu á bakvið y og z-færsluna eins og tölvumyndin sýnir til að fá betri styrk og hún er líka hugsuð til að halda undir færslukeðju sem mundi þá geyma alla vírana. Svona færslukeðjur eru bara svo dýrar hérna á Íslandi þannig að ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvernig ég leysi færslu á vírum.
Hér má síðan sjá dæmi um eitt stykki sem að ég var að leika mér að fræsa, ég skýrði semsagt fræsinn minn VESEN enda er þessi smíði og hönnun búinn að taka dágóðann.
Þetta verkefni byrjaði upphaflega sem skólaverkefni, þar náði ég að fá borðið til að geta teiknað en þar var þónokkuð um skítmix. Ég endurhannaði borðið því að miklu leyti en notaði þó mikið úr upphaflegu smíðinni. Virkt svæði á skurðarborðinu er eitthvað í kringum 1000x400x120 (mm). Ég er að nota steppermótora og drivera frá www.probotix.com. mótorarnir eru ca 1,8Nm (260Oz/in) sem er ekkert sérlega kraftmikið. Auk þess er ég ekki sáttur með driverana fyrir stepper mótorana, er þegar búinn að eyðileggja einn. Sá að aðrir hér hafa verið að nota mótora og drivera frá http://www.kelinginc.net/ og virðist það vera betri kaup, allavegana öflugari mótorar á svipaðann pening auk þess sem microstepping (Veit ekki hvað ég get kallað þetta á íslensku, kannski upplausn) eru miklu meiri.
Ef þið eruð að spá í að smíða ykkur svipuð tæki hikið ekki við að spurja mig. Ég er búinn að læra rosalega mikið hvað skal ekki gera
kv. Tryggvi Stefánsson