Síða 1 af 1

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 10:57:00
eftir Agust
Eru menn ekki orðnir hálf leiðir á þessari rigningatíð?

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 11:37:23
eftir Sverrir
Þetta fylgir víst haustinu... verst að það byrjaði í maí á þessu ári :(

Eini ljósi punkturinn er að maður finnur ekki mikið fyrir lítilli notkun á sundurgrafna flugvellinum í sumar.

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 12:10:01
eftir Agust
Ég er jafnvel farinn að fljúga innanhúss heima.
Með afpd auðvitað!

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 12:17:00
eftir kip
Ég flaug í rigningunni á Melunum um daginn og settist inn að aftan í bílinn (station) og það gafst vel. En samt leiðidavesen. Ég var mest hræddur við að loftnetið myndi draga fá eldingu á þessari flatneskju þarna á Melunum og ég yrði að öskuhrúgu.

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 13:55:37
eftir benedikt
þá er bara að bóka friið á réttan stað:

http://www.rchotel.com/

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 15:00:53
eftir Siggi Dags
Er það ekki þess vegna sem menn fljúga á hnífsblaði (á hlið) ?
Til að fljúga á milli dropanna?

Re: Veðrið

Póstað: 8. Ágú. 2006 21:41:38
eftir Björn G Leifsson
[quote=benedikt]þá er bara að bóka friið á réttan stað:

http://www.rchotel.com/[/quote]
Vitið hvað.... þetta er bara ekki svo vitlaus hugmynd hjá Benna. Af hverju ekki að fjölmenna á einhverja svona flugmodel-sumarleyfis-paradís???? --- Næsta ár???

Júlí, Cosford - Febrúar, Krít :P


Konurnar í solbaði,,, við að gera það sem okkur finnst skemmitlegt ;)
Skoðum þetta...

Re: Veðrið

Póstað: 9. Ágú. 2006 10:04:26
eftir kip
Þeir hlaða módelin milli 13-17 sem þýðir að maður þarf annaðhvort að vakna snemma, eða fljúga stutt afþví það kemur myrkur svo snemma :)