Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir raRaRa »

Ég vildi aðeins forvitnast hvernig FPV mál standa hjá flugmódelfélögum á íslandi í dag. Ég hef séð félög úti sem eru alls ekki ánægðir með FPV og yfirleitt sparka þeim út sem stunda það.

Mitt helsta áhugamál í kringum flugmódel er FPV og var það upphaflega það sem fékk mig inn í þetta hobby, sennilega hjá öðrum líka.

Hvað er ykkar álit á þessu máli, finnst ykkur óþægilegt að hafa fólk sem er að fikta með FPV á flugvellinum? Eru þeir meira fyrir en aðrir eða hættulegri?

Persónulega finnst mér ekkert að því meðan við fylgjum þeim reglum sem gilda nú þegar almennt um flugmódel, hvort sem þau eru FPV eða ekki.

Það væri gaman að heyra álit ykkar.
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Spitfire »

Ef þú gengir Módelsmiðjuna, þá segir þetta myndband allt um staðinn sem amk ég myndi "skikka" þig til að fljúga á :)



Nánari upplýsingar um völlinn eru hér ásamt góðum ljósmyndum.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Tóti »

Ég reikna með að FPV málin séu í lausu lofti í flestum félögum, veit það svosem ekki með vissu.

Persónulega er ég ekkert á móti FPV ef menn fara bara varlega.
Hins vegar finnst mér ekki að flugmódelfélög ættu að tengjast þessum arm sportsins.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

Við höfum rætt FPV málin smávegis hér fyrir norðan og erum að sjóða saman reglur. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er tvíþættur: Annars vegar fljúgum við á flugvelli þar sem umferð fullstórra flugvéla og sviffluga er algeng. Við verðum að taka tillit til þeirra og fljúga á afmörkuðu svæði sem þeir hinir reyna að forðast. Hins vegar erum við undir aðflugi farþegaflugvéla að Akureyrarflugvelli. Það setur okkur þau takmörk að við getum ekki flogið eins hátt og okkur sýnist.

Reglurnar sem við ætlum að setja okkur verða að taka mið af þessu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Gaui] Það setur okkur þau takmörk að við getum ekki flogið eins hátt og okkur sýnist. [/quote]

Og síðan er vandamálið að vita hve hátt fólk fer án þess að skikka það til að nota osd.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

Við vorum að spá í að skikka menn til að vera með spotter og módelið má þá aldrei hverfa honum úr augsýn!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]Við vorum að spá í að skikka menn til að vera með spotter og módelið má þá aldrei hverfa honum úr augsýn!

:cool:[/quote]



Er þetta ekki einmitt ófrávíkjanleg krafa þar erlendis sem reglur hafa verið settar um svona flug?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]Við vorum að spá í að skikka menn til að vera með spotter og módelið má þá aldrei hverfa honum úr augsýn!

:cool:[/quote]

Mín skoðun er sú að þannig reglur myndu fæla fpv menn frá klúbbunum og þeir munu halda sinni yðju áfram hver í sínu horni fjærri flugmódelvöllunum. Nema náttúrulega að það sé markmiðið með reglunum?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3683
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]...þeir munu halda sinni yðju áfram hver í sínu horni fjærri flugmódelvöllunum. [/quote]

Ég er ansi hræddur um að við getum ekkert annað vegna þeirra aðstæðna sem hér eru.

[quote=einarak]Nema náttúrulega að það sé markmiðið með reglunum?[/quote]

Ég myndi ekki segja að það sé tilgangurinn með svoleiðis reglum, en ég myndi sjálfur ekki gráta það þó FPV flug væri ekki að setja aðflug að Akureyrarvelli í hættu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir einarak »

[quote=Gaui]

Ég myndi ekki segja að það sé tilgangurinn með svoleiðis reglum, en ég myndi sjálfur ekki gráta það þó FPV flug væri ekki að setja aðflug að Akureyrarvelli í hættu.

:cool:[/quote]

En með þessum reglum þá minka ekki líkurnar á því, það verður bara gert annarsstaðar en frá flugvellinum ykkar og þá sennilegast með minni meðvitund um hættuna. Því þeir sem hafa ástríðu fyrir sínu áhugamáli koma til með stunda það, sama hvað allir aðrir segja.
Þessvegna á að fá FPV menn í klúbbana og leifa þeim sjálfum að vera með í ráðum um hvernig reglurnar eiga að vera svo hobbýið haldi áfram að vera skemmtilegt.
Svara