Widebody samvinnuverkefni

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Spitfire »

Vér stjórnarmenn í Módelsmiðju Vestfjarða, settum nokkra Kjarvala í kaup á Widebody sem við sáum í smáauglýsingum á okkar frábæra spjallvef.

Semsagt, formaðurinn (der fuhrer), og maðurinn með veskið (ég) ætla að tækla saman smíði á eins vélum og vonandi verða þær flughæfar á flugkomunni okkar í sumar.

Módelin komu til Patreksborgar vel pökkuð í kassa fyrir gítartöskur, og við hófum leikinn með kassagramsi:

Mynd

Það hefur verið hefð og lukkumerki að setja vélarhlífarnar á höfuðið, en svona *jöst in keis* þá tókum við meistara Chaplin á hjólahlífarnar:

Mynd

Innihald gítarkassans kannað, og hernaðaráætlun varðandi smíðina í gangi:

Mynd

Ótrúlegt en satt, það var staldrað við til að lesa leiðarvísirinn fyrir smíðina:

Mynd

Fengum smá bónus með í kassanum, og auðvitað kemur þýskur útúrsnúningur á dag skapinu í lag :D

Mynd

Skrokkhlutarnir komu í geislaskornum plötum:

Mynd

Der furher hefur fengið skemmtilega hugmynd:

Mynd

Maðurinn með veskið var ekki alveg á sömu blaðsíðu:

Mynd

En byrjað var á að skera lausa hlutina úr hinum geislaskornu plötum:

Mynd

Varlega skal farið, hlutirnir eiga til að detta úr:

Mynd

Semsagt, við kláruðum að skera úr plötunum, næsta skref verður að púsla saman og líma, framhald síðar :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir einarak »

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Gaui »

Gaman að þessu. Veriði nú duglegir að sýna smíðina í smáatriðum.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Spitfire »

Áfram skal haldið við smíðina.

"Tag it and bag it", formaðurinn búinn að skera skrokkhlutana úr plötunum og setja þá í poka svo dótið fari ekki út og suður.

Mynd

Á frambrún vængjanna er límdur balsalisti, formaðurinn tekur smiðsaugað í notkun...

Mynd

síðan er gripið er í límtúbuna...

Mynd

og allt klabbið teipað fast.

Mynd

Formaðurinn vildi endilega fikta í myndavélinni minni.

Mynd

Tvö sett af vængjum bíða eftir að límið þorni:

Mynd

Meðan límið þornar á vængjunum, var byrjað á samsetningu á skrokknum. Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, lesa nokkrum blaðsíðum lengra en maður er kominn í leiðbeiningunum, og máta saman hlutina áður en límtúban er hrifsuð upp af borðinu og öllu skellt saman endanlega.

Mynd

Þessi stykki þarf að samlíma, naglaþjölin er snilldarverkfæri til að pússa niður nabbana sem verða eftir þegar stykkin eru skorin úr plötunum. Þetta er fyrsta geislaskorna módelið sem ég smíða, og það er stórmunur að vinna við þetta miðað við "piparkökukalla" útskorin stykki.

Mynd

Samlíming, svona klemmur eru sérhannaðar í þessháttar verkefni:

Mynd

"Der fuhrer" að sulla:

Mynd

Forsættes i neste nummer, eins og sagt var þegar Andrés önd talaði dönsku :)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Gaui »

Smá ábending frá okkur sem höfum reynt þetta: það er best að nota PU (polýurethan) lím þegar líma á balsa við frauð, sérstaklega ef límflöturinn er stór. Þið komist upp með þetta á frambrúninni, en eitthvað þarf að klessast við frauðplast, þá er best að maka smá PU lími á, úða með vatni (það virkar við raka) og síðan halda öllu saman með límbandi.

Þegar vænghlutarnir eru límdir saman er samt best að nota epioxý lím -- það heldur best á átakastöðum. Er svo ekki glerfíber dúkur sem fer yfir miðjuna?

Gaman að sjá ykkur setja þessi módel saman.

Haldið uppi góðu vinnunni!
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Gaui]Smá ábending frá okkur sem höfum reynt þetta: það er best að nota PU (polýurethan) lím þegar líma á balsa við frauð, sérstaklega ef límflöturinn er stór. Þið komist upp með þetta á frambrúninni, en eitthvað þarf að klessast við frauðplast, þá er best að maka smá PU lími á, úða með vatni (það virkar við raka) og síðan halda öllu saman með límbandi.

Þegar vænghlutarnir eru límdir saman er samt best að nota epioxý lím -- það heldur best á átakastöðum. Er svo ekki glerfíber dúkur sem fer yfir miðjuna?

Gaman að sjá ykkur setja þessi módel saman.

Haldið uppi góðu vinnunni!
:cool:[/quote]

Takk fyrir heilræðin Gaui minn, ég er rétt að vona að Handverkshúsið hafi ekki sett epoxy límið okkar í sendingu með haustskipinu :)

En jú, það fer glerfíberdúkur yfir samsetninguna á vængjunum, við erum mjög svo móttækilegir fyrir leiðsögn varðandi efni og aðferðir þegar að því kemur :D
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Fletti þessari tegund upp á RCUniverse. Fær frábæra dóma fyrir flest nema miðlungs fyrir smíðaleiðbeiningarnar
Öfunda ykkur ;)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Patróni
Póstar: 327
Skráður: 21. Jan. 2009 23:32:18

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Patróni »

[quote=Björn G Leifsson]Fletti þessari tegund upp á RCUniverse. Fær frábæra dóma fyrir flest nema miðlungs fyrir smíðaleiðbeiningarnar
Öfunda ykkur ;)[/quote]
Já leiðbeiningarnar eru ekki uppá marga fiska verður nú að viðurkennast og eru ekki nógu ítarlegar að mér finnst og eru þær tvær,önnur á ensku og hin á brasílísku...sú sem er á ensku getum við og maðurinn með veskið(Hrannar)skilið með ágætum enn með illa skiljanlegum myndum sökum lélegra gæða í ljósritum enn sú brasílíka er með góðar myndir svo að við erum að fletta þeim báðum í einu..svo að bæta því inn þá er ensku leiðbeiðningarblöðin ekki í réttri röð s.s þú skoðar blaðsíðu 1 og svo verður þú að finna bls 2 á bakvið bls átta hehehe enn við erum nú nokkuð skarpir drengir svo við ættum að geta krafsað okkuir í gegnum þetta:-)
Gísli Einar Sverrisson.MSV Patreksfirði
Hef ekki enn séð endirinn á þessari flugdellu.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Gaui »

Ég reyndi að fá upplýsingar um þetta módel frá framleiðandanum í Argentínu (http://camodel.com.ar/shop/index.php) en leit á síðunni bar engan árangur. Hvar fenguð þiið þessi módel?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Widebody samvinnuverkefni

Póstur eftir Gaui »

Fann þetta:

http://www.dream-rc-airplanes.com/Widebody.pdf

Datt í hug að þið gætuð nýtt ykkur það.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara