við "þyrlumenn" ætlum að halda flugkomu (fun-fly), og erum að horfa á helgina 26-27 Ágúst - ef veður leyfir.
Staðsetning er ekki alveg ákveðin, en þetta verður hér fyrir sunnann, en það á eftir að ræða við þá sem stjórna flugvöllum hér á suðvesturhorningu, eða hugsanlega verður þetta ekki á módelflugvelli.
Við ætlum að vera með ýmislegt gaman, en samt óformlegt - autorotation keppni, hugsanlega eitthvað annað fun eins og að velta flöskum og pikka hluti upp. Svo verður auðvitað alskonar listflug og annað rugl

Grill og hugsanlega bjór í lokin

látið vita ef þið hafið einhverjar hugmyndir - þetta er rétt komið úr drauma-fasanum
