Síða 1 af 4

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 29. Mar. 2012 00:10:20
eftir Sverrir
Helgina 2.-3.júní nk. mun Flugmódelfélag Suðurnesja fagna 20 ára afmæli sínu með flugkomu á Arnarvelli. Formaður vor á í löngum og ströngum samningaviðræðum við veðurvættina og rætt hefur verið um að fórna eins og einum Aircore til að gulltryggja málið! ;)

Nokkrir punktar vegna flugkomunnar sem hafa ber í huga.

Athugið að þetta er ekki flugsýning heldur flugkoma og vonandi koma sem flestir til að samfagna með okkur. Hef nú þegar fengið staðfest að einhverjir munu koma að norðan og vestan og Ali (ásamt Duncan) mun koma alla leið frá Bretlandi til að fagna með okkur. Við fáum svo vonandi að sjá einhverja að sunnan og austan til að loka hringnum!

Gisting
Þeir sem vilja geta tjaldað á svæðinu en hafa þarf vallarhliðið lokað(og læst) eftir að formlegri dagskrá lýkur. Hægt verður að fá lykil lánaðann hjá Sverri gegn 1000 króna skilagjaldi. Ganga þarf frá gistingunni við Sverri fyrir kl.18 fimmtudaginn 31.maí.

Athugið að ekki verður rennandi vatn í boði en salerni verður á svæðinu.

Einkaaðilar
Hótel Keflavík (Styrktaraðili flugkomunnar, mælum með þeim)
Hótel Keilir
Hótel Vogar
Alex
B&B Guesthose
Bed and Breakfast
Icelandair Hotels
Einnig má finna talsvert fleiri aðila á Booking.com.


Mynd

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 30. Mar. 2012 12:54:13
eftir Spitfire
Hef tilkynnt formanni FMS formlega mína mætingu, a.m.k. verður Stinger með í för, möguleiki á að Tutor fái útivistarleyfi og sjáum til í hvaða form Widebody verður komin þegar fjörið hefst :cool:

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 30. Mar. 2012 13:34:52
eftir Sverrir
Glæsilegt, verður gaman að fá þig á svæðið, allar vélar velkomnar, þeimur fleiri, þeimur meira fjör! :)

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 00:04:46
eftir Sverrir
Jæja, innan við mánuður til stefnu!

Það þarf að fara að huga að veitingum svo það væri fínt að vita hvort einhver ætlar að mæta fyrir utan mig, Magga, Gunna, Gústa og Hrannar. ;)

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 09:15:01
eftir Gaui
Ég á því miður ekki heimangengt akkúrat þennan dag, en ef þú getur frestað þessu um viku, þá verð á á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu frá 10. til 15. júní. ;)

:cool:

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 10:39:01
eftir Böðvar
Ég stefni á að mæta og samgleðjast ykkur. Þið hafið virkilega ástæðu til að gleðjat yfir 20 ára afmæli Flugmódelfélagi Suðurnesja. Þið eruð samhentur hópur sem hefur lyft Grettistaki á Arnarvelli.
Til hamingju með áfangann félagar.

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 10:49:06
eftir lulli
Vel mælt Böðvar,,
Ég kem svo sannarlega ,og jafnvel með tjald og spússu.

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 11:25:30
eftir Páll Ágúst
Líklegast ég líka :) Og reyni þá að draga Guðjón með mér.

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 19:01:46
eftir Messarinn
Ég læt sjá mig þarna hjá ykkur með tvær flugvélar.
Kv Messarinn

Re: 20 ára afmælisflugkoma Flugmódelfélags Suðurnesja, 2.-3.júní 2012

Póstað: 6. Maí. 2012 19:13:10
eftir Ingþór
Geri ráð fyrir því að komast, þó sennilega ekki með tjald