Re: CARF Ultra Flash
Póstað: 1. Apr. 2012 02:21:55
Ultra Flash í Danmörku haustið 2011.
Svo sem ekkert nýtt hér á ferð en það er alltaf gaman að eiga smíðasöguna á góðum stað. Það er svo aftur á móti annað mál hvort það eigi að kalla þetta smíði þar sem þetta er nánast eingöngu ísetningavinna en það verður þó eitthvað um breytingar frá handbókinni.
Flash er búin að vera á listanum í nokkurn tíma og eftir langar og strangar samningaviðræður síðasta vor þá varð það úr að ég fékk Ultra Flash á alltof góðu verði í gegnum Evrópuútibú Fréttavefsins (takk Frikki). Kemur hún í staðin fyrir Eurosport sem staldraði alltof stutt við. Hjólastellið úr Eurosport var selt til Bretlands og dekkaði nánast alla íhlutina sem keyptir voru svo útgjöldin voru ekki það há. Keypti 10 servó úr 200 servóa pöntun með þotumönnum í Danaveldi og fengust þau þá á rétt rúmlega hálfvirði.
„Gamli“ góði P160SX verður settur í hana svo það kitlar dálítið að klára hana áður en Ali kemur í heimsókn því það er rosalegt að fylgjast með henni á útopnu og dálítið erfitt að gera það þegar maður heldur sjálfur um pinnana.
En nóg um það, snúum okkur fyrst að stélinu!
Þurfti að hækka servóin(DES 707) aðeins upp!
Engin ástæða til að finna hjólið upp aftur.
Lítur vel út, það þurfti að taka aðeins af efra byrði vængskinnsins að innan svo servólokin sætu rétt.
Gat í gegn og grommet ásamt læsanlegu tengi(Ashlok/Molex).