5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Tóti »

Sælir spekingar

Ég var að kaupa mér þetta ægilega fína hleðslutæki iCharger 106B+
Ég er búinn að vera að hlaða 5s 5.0Ah battery á því og svo allt í einu virkar 5s ballance portið ekki lengur.
Fæ bara upp villu sem segir "bal. Error"
Svo datt mér í hug að tenga 5s tengið í 6s portið á tækinu(sjá mynd).
Tækið greinir batteríið rétt 5s-18,5v, spurning er, ætti þetta að vera í lagi?
ég er aðeins búinn að prófa að hlaða, en þori bara ekki að fullhlaða :O

Mynd


kv
Tóti
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Gaui »

Égt myndi bara fara aftur í nítró/bensín mótorana. Eini ballansinn sem þar þarf að vera er í módelinu sjálfu :D

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Agust »

Ef þú passar upp á að nota tengið þannig að svarti vírinn í kaplinum sé við jaðarinn á sama stað og áður þá ætti þetta að vera í góðu lagi. Þú sérð það ef þú skoðar spennuna á einstökum sellum og sérð að þær séu á sínum stað í glugganum.

Mér þykir líklegast að bilunin liggi í bilaðri lóðningu eða lausri tengingu við tengið inni í tækinu.

Ég á iCharger (man ekki númerið, en lítur eins út) og er þetta frábært tæki.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Tóti »

Takk fyrir þetta Ágúst.
Ég er búinn að prófa að fullhlaða batteríið og þetta virðist virka vel.

Ég held að ég sé ekkert að reyna að laga 5s tengið á meðan ég get hlaðið á 6s tenginu. Ég er ekki nógu öruggur með að lóða svona rafmagnsdót.

Gaui ég á líka svona módel með nýtró mótor ;) búinn að ballansa það módel eins vel og hægt er, en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum :D þess vegna er ég farinn í rafmagns.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Gaui
Póstar: 3743
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Gaui »

[quote=Tóti]...en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum...[/quote]

Ertu viss um að þú þurfir ekki bara að balgvanísera spaðann?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 5s battery í 6s balance port á iCharger 106B+, er það í lagi?

Póstur eftir Sverrir »

Veit ekki hvernig það er í þessu tæki en ég leit inn í annað tæki á sínum tíma og þá voru öll portin samtengd, sem sagt pinni 1 í öllum tengjunum fór á sama stað o.s.frv. Enda bara hægt að hlaða eina rafhlöðu í einu, svo það er ástæðulaust að flækja þetta.

[quote=Gaui][quote=Tóti]...en ég get enganvegin losnað við titringinn úr mótornum...[/quote]

Ertu viss um að þú þurfir ekki bara að balgvanísera spaðann?
[/quote]

OMG!!! Tóti þarna kemur svarið, að þú skyldir ekki vera búinn að prófa þetta!!! ;) :P

Svo er líka mikið flottara hljóð í rafmagnsþyrlunum þegar þær keyra sig upp á snúning! :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Svara