iCharger 3010B Ör-umsögn.

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: iCharger 3010B Ör-umsögn.

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Nýlega auglýsti ég eftir áliti fólks á því hvað væru góð kaup í hleðslutæki.

Er með eitt fyrir sem heitir RC-Power 601BC og hefur dugað vel í nokkur ár en mig vantaði öflugra tæki og vildi um leið hafa það nákvæmara. Ég hef tekið eftir því að það munar talsverðu á sellunum eftir jafnvægishleðslu með gamla tækinu. Stundum nokkra tíundu hluta úr volti sem er alls ekki nógu gott.

Eftir nokkra pælingu ákvað ég að fara eftir því sem sagt var um iCharger tækin og valdi það sem ræður við 10 sellur og er gefið upp fyrir heil 1000 wött sem er um það bil eins og venjulegur hraðsuðuketill.

Mynd

iCharger tækin hafa þann kost fram yfir flest kínatækin að þau eru vel stillt.
Sennilega bestu kínatækin ef marka má umsagnir á netinu enda eitthvað dýrari en hin merkin.

Eftir talsverðar pælingar keypti ég sem sagt 3010B tækið og það starfar mjög vel hingað til.
Gleymdi reyndar að skoða umsagnirnar á HK en þar eru allmargir að kvarta yfir hvítum lífsanda sem sleppur út úr þessum græjum. Reyndar sé ég að aðrir halda því fram að það stafi af rangri tengingu á rafhlöðunum en hver veit.

Nákvæmnin get ég staðfest að er upp á +/- 0,01 volt. Sellurnar eru alltaf annað hvort 4,19 eða 4,20 volt eftir hleðslu.
Til hægri í myndinni hér fyrir neðan sjást viðnámin (ljósblá) sem sjá um að stilla af ballaníseringuna á sellunum. Þarna hafa Kínverjarnir valið (aldrei þessu vant?) öfluga íhluti sem gefnir eru upp fyrir allgóða nákvæmni.

Mynd

En ég er alls ekki (!!) nógu ánægður með fráganginn inni í því. (Já ég opnaði það og skoðaði kramið :) )

Til dæmis eru fæðistraumsnúrurnar ekki festar í kassann svo ef maður dregur í þær þá togast í tengipunktana og þær nuddast í aðra hluti. Þar að auki getur plús-snúran skorist á prentplötukanti. Þegar var kominn djúpur skurður í einangrunina (rauða örin vinstra megin). Ekki gott!

Mynd

Annað sem kom í ljós er að það hefur verið gert við rás í tækinu. Það sér maður á hitaskemmdunum kringum lítið viðnámskríli sem er yfirborðslóðað á prentplötuna (örin hægra megin). Þar hefur greinilega verið beitt heitum loftstraumi til að skipta um stykkið eða laga gallaða lóðningu. (Viðurkennd aðferð til að skipta og laga "surface mounted device" rásir). Ekki traustvekjandi finnst manni. Hefðu átt að henda plötunni.

Þriðji gallinn er svo að litakóðinn á ballanstengisnúrunni er öfugur. Mismunandi batterí tengir maður í eins konar fjöltengi sem svo er tengt tækinu með millisnúru. Þessi snúra sést á efstu myndinni. Einn leiðarinn er rauður en hinir svartir. Af hverju í ósköpunum velja þeir að hafa rauða snúru mínusmegin!!??.
Reyndar eru flipar í tengjunum sem gera erfitt að snúa tenginu öfugt en þetta er alls ekki góð hönnun og gæti verið ein af orsökunum fyrir því hversu margir hafa lent í því að hvíti lífsandareykurinn sleppur út úr tækjunum þeirra. Lögmál Murphy's gildir nefnilega enn. Atburðurinn á bak við þá sögu var einmitt viðsnúin tenging eins og lesa má um hjá Wikipedia.

Dæmigert Kínadót sem sagt en þó með skárra móti því það er nákvæmt. En það kostar líka meir en önnur kínatæki.

Svona til upplýsingar þá er ekki hægt að nýta meira en helminginn eða 500 watta afl nema að fóðra tækið með 24 volta spennu. Það fæst til dæmis með því að raðtengja tvo blýgeyma úr bíl eða enn betra að nota svokallaða "neyslugeyma" eins og notaðir eru í ferðahýsi og þess háttar. Slíkir geymar eru reyndar dýrir.

Ég hugsaði það hins vegar sem svo að ef maður notar tækið með mátulegum straumi miðað við mestu getu, fer aldrei mikið upp fyrir t.d. 10-12 amper í 3ja sellu hlöðu (350 - 400 wött) með 12 volta fæðispennu þá ætti tækið að vera að vinna langt undir þolmörkum og því endast betur, skyldi maður halda.

Næsta hleðslutæki sem ég kaupi (ef þarf) verður væntanlega þýskt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara