22.08.2006 - Frábært á Tungubökkum og vídeó af Jurgis Kairys

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 22.08.2006 - Frábært á Tungubökkum og vídeó af Jurgis Kairys

Póstur eftir Sverrir »

Já það margborgaði sig að fresta flugkomunni frá laugardegi og yfir á sunnudag því önnur eins veðurblíða hefur ekki sést í langan tíma.

Menn voru farnir að líkja aðstæðum á Tungubökkum við Cosford, steikjandi hiti, stór módel og fullt af full skala vélum. Reyndar voru 3 módel þarna á svæðinu sem hafa farið á Cosford en aðeins tvö þeirra tóku þátt í samkomunni að þessu sinni.

Guðjón Ólafsson og Skjöldur Sigurðsson tóku samflug á 1/3 skala Sopwith Pub og vakti það mikla lukku viðstaddra. Margt var um manninn og mikill fjöldi módela á svæðinu og skemmtu allir sér konunglega.

Hægt er að sjá myndir frá deginum í myndasafni Fréttavefsins.

Björn Geir fór niður á höfn á Menningarnótt og tók vídeómyndir af Jurgis Kairys sem hann er nú búinn að koma til okkar svo allir geti notið þess að sjá þennan loftfimleikamann leika listir sínar. Björn tók fram að hann var ekkert að klippa þetta til þannig að við ættum að fá stemmninguna beint í æð.

Ná í vídeó af Jurgis Kairys hér.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 22.08.2006 - Frábært á Tungubökkum og vídeó af Jurgis Kairys

Póstur eftir Agust »

Fáeinar myndir frá Arnarhóli og Tungubökkum eru hér

Smellið á takkann [Slideshow] sem er efst til vinstri fyrir ofan fyrstu myndina.

Stækkið gluggann í fulla skjástærð og þrýstið á [F11] til að njóta myndasýningarinnar í fullri upplausn (allt að 1070x1600dpi).

Opnið eina Tuborg og njótið!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 22.08.2006 - Frábært á Tungubökkum og vídeó af Jurgis Kairys

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegar myndir :)
Icelandic Volcano Yeti
Svara