Kwik-Fly endurnýjuð

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Í apríl 2009 kom þessi litríka Kwik-Fly fyrst á Melgerðismela og flaug bara ansi skemmtilega:

Mynd

Fyrir utan þetta óhuggulega litaskema, þá hafði ég sett á hana stélhjól og fært hjólastellin í vængnum fram.

Það er skemmst frá því að segja að þetta vakti óhug og hneykslan, sérstaklega hjá einum ónefndum flugvélapabba, sem skammaði mig smá fyrir að skemma þetta flotta módel.

Nú hef ég ákveðið að taka þetta módel í gegn, rífa af því filmuna og klæða upp á nýtt af meiri íhaldssemi og smekk. Á sama tíma ætla ég að gera nýjan væng úr frauðplasti og nota við það tækifærið (með hjálp frá Árna Hrólfi) að gera smá hreyfimynd um það hvernig frauðplastvængir eru skornir.

Að auki ætla ég að setja nefhjólastell undir gripinn, eins og skaparinn hafði fyrir mælt (þ.e. Phil Kraft).

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Fyrsta verk, fyrir utan að skrúfa alla lausa hluti af, er að losa filmuna frá. Það er hægt að lyfta horni hér og þar og bara rífa, en best er að nota hitablásara og láta hann losa límið um leið og maður togar í filmuna:

Mynd

Það er tvennt við þetta verk sem maður verður að varast: 1) að passa sig að brenna sig ekki: hitablásarinn hitnar þó nokkuð mikið og puttarnir eru nálægt honum. Og 2) að passa sig að kveikja ekki í módelinu, sem er raunverulegur möguleiki ef maður er of lengi á sama stað:

Mynd

Hérna er svo skrokkurinn ber:

Mynd

Ég sagaði trjónuna framan af og botninn undan tanknum:

Mynd

Nefið varð að fara því ég þarf að koma hjólastellinu fyrir og það er minna mál að búa til nýtt nef en reyna að koma stellinu fyrir í gegnum örsmá og þröng göt. Botninn fékk að fjúka að hluta fyrir sömu ástæðu (nefhjólastellið kemur innan á eldvegginn) og að hluta vegna þess að tankurinn hafði lekið einu sinni og botninn var dálítið blautur af olíu. Ég hefði svosem getað látið hann sitja áfram þrátt fyrir það, en nýja filman hefði líklega ekki límst neitt sérlega vel við hann.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Já, bæ ðö vei, ég er búinn að fá nefhjólastelið frá Áhugaturninum (Tower Hobbies):

Mynd

Ég pantaði hjólastopp (wheel collar) með, því þeir eru með svo undarlegar stærðir á vírum og dóti þarna fyrir Westan!

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Ég er búinn að setja nefhjólastellið á. Ég þurfti að festa það með undirsinkuðum boltum vegna þess að mótorbúkkinn situr framan á eldveggnum, en ég held að þetta komi til með að virka bara fínt:

Mynd

Hér er armurinn á stellinu. Ég notaði handbremsubarka úr reiðhjóli (keypti hann ónotaðan í Skíðaþjónustunni) og lóðaði klemmu upp á hann. Rærnar á festingunum eru allar límdar á boltana, svo þær fara vonandi ekkert.

Mynd

Og hér situr svo gripurinn eins og hann kemur til með að vera, með rassinn upp í loftið. Palli verður líklega ánægðari með þetta útlit.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Mikið var að hlustað er a ser reyndari menn, gangi þer vel með þetta verk Gaui og eg endurtek að Kwik Fly var ekki a stelhjoli. Herra Phil Kraft hannaði eina vel a stel og það var Super Fly.
Kv
EPE
Passamynd
Óli.Njáll
Póstar: 63
Skráður: 25. Jún. 2009 22:46:40

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Óli.Njáll »

En er nokkuð öruggt að það komi fegurra litaskema á hana í staðin fyrir þessa "ægifögru" sem var
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Ég sagði ekki að það yrði fallegra. Ég sagði íhaldssamara ;)

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3769
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Gaui »

Nú er ég búinn að skrúfa mótorinn í og svo límdi ég hring úr krossviði með teppalímbandi innan á spinnerplötuna og skrúfaði hana á. Þá get ég farið að líma balsaplötur og kubba í kringum mótorinn. Ég byrjaði með hliðarnar tvær, en vegna þess að ég vil endilega nota epoxý lím við þessar límingar, þá get ég ekki gert meira fyrr en á morgun.

Mynd

Þegar þetta er orðið hart, þá tek ég mótorinn og búkkann af og klára að líma nebbann á.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Ég sagði ekki að það yrði fallegra. Ég sagði íhaldssamara ;)

:cool:[/quote]

Það hljóta að vera lög einhvers staðar gegn norðlenskum filmulitum ?

:D

Verð að segja að mér líst vel á mótorinn. Alger unun þessi YS .63
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Kwik-Fly endurnýjuð

Póstur eftir lulli »

Frábært að sjá skífutrixið og auðvitað verður þá eftirleikurinn sem klæðskerasaumaður,
alltaf gaman að sjá spinner og vélarsal flútta vel saman.
Sjálfur hef ég oft verið í ,,skömm" með þetta atriði og ætla að bæta það framvegis.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara