Síða 1 af 1

Re: 29.08.2006 - Flugkoma og vígsla á nýjum flugvelli FMS

Póstað: 29. Ágú. 2006 01:11:57
eftir Sverrir
Þá er farið að styttast í stóru stundina hjá Flugmódelfélagi Suðurnesja. Laugardaginn 2.september nk. kl.17 verður nýtt flugvallarsvæði félagsins við Seltjörn formlega vígt.

Í tilefni dagsins mun verða efnt til flugkomu og hefst hún kl.14. Það er von þeirra Suðurnesjamanna að sem flestir módelfélagar þeirra sjái sér fært að mæta á svæðið og samfagna með þeim.

Til að komast á nýja svæðið er keyrt sem leið liggur eftir Reykjanesbrautinni(41) og beygt inn á Grindavíkurafleggjarann(43) og þá sést Seltjörn og flugvallarsvæðið á hægri hönd eftir rétt tæpa mínútu. Hægt er að sjá kort með því að smella hér.