Síða 1 af 2
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 15:17:59
eftir Agust
Hvaða lím er best að nota á Bixler?
Leiðbeiningarnar sýna einhverja risastóra túbu, en minnast ekki á gerð límsins.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 15:47:06
eftir raRaRa
Ég nota bara þetta no-name lím sem fylgir vanalega með ólímdum flugvélum frá HobbyKing.
Sama og:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=17535
Þeir kalla það "Clear Foam Glue".
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 15:57:52
eftir Björn G Leifsson
Ef mér skjátlast ekki þá er EPP frauð í þessu. Það er ekki hægt að líma almennilega með neinu nema snertilími (Contact-glue). E stendur fyrir Expanded þeas frauð en PP stendur fyrir Polypropylene og það er plasttegund sem ekki er til neitt praktískt efni sem getur leyst upp.
Ég nota sjálfur mest gamaldags Jötun-Grip á svona. UHU-Por er glært og vinalegt snertilím sem þykir mjög fínt á EPS frauð og væntanlega þetta líka. Mig grunar að það sé eiginlega sama límið og þetta sem HK selur í ómerktum túbum.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 16:52:35
eftir raRaRa
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 21:45:46
eftir Björn G Leifsson
Plast er sko ekki alltaf svo blátt áfram.
EPO (Expanded polyolefin) virðist vera safnheiti af alls konar "frauðuðum" plastblöndum, fyrst og fremst þessi mjúku sveigjanlegu og fjaðrandi. Það er eiginlega ómögulegt að vita hvaða plastblanda er í því sem er kallað PolyOlefin. Með mismunandi blöndum fást ýmsir eiginleikar.
Það sem sést gjarnan í mótuðum frauðflugmódelum er svokallað Elapor sem er vörumerki fyrir leynilega plastblöndu sem sennilega inniheldur að mestu leyti PólýStýren sem er frekar hart og stökkt plast (plastflugmódel) og PólýPrópýlen sem er seigt og fjaðrandi og erfitt að brjóta eða slíta.
Elapor sameinar sem sagt þessa eiginleika.
Eitt gott dæmi um svona plastblöndu eru Crocks skórnir sem eru sagðir vera úr EPO.
Líming er engu að síður svipað mál með allar þessar mjúku fjaðrandi frauðblöndur að þær er lang best að líma með snertilími eins og lýst er hér að ofan.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 22:45:57
eftir Agust
Multiplex FunJet límdi ég með venjulegu meðalþykku cyano lími og úðaði herði á annan flötinn. Það virkar mjög vel, enda mælir Multiplex með því. Kannski ég prófi það á Bixler.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 25. Maí. 2012 23:21:00
eftir Björn G Leifsson
Tröllatakið virkar vel á PS en ekki vel á hreint PP. Verður of hart og molnar af. Blöndurnar (PO) væntanlega misjafnlega eftir tegundum.
Hér er þráður þar sem fjallað er um lím fyrir Bixler og þar koma ýmsar skoðanir fram. Ýmis lím nefnd til sögunnar, meira að segja PU lím (Gorilla Glue) Mér sýnist snertilím eiga frekar vinninginn, t.d. UHU-Por. Sjálfur mundi ég veðja á snertilím eins og Jötun grip. Ekki vitlaust að strjúka yfir fletina fyrst með asetóni (eða spíra) til að hreinsa burt fitu.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 26. Maí. 2012 09:26:55
eftir Þórir T
Ég hef notað UHU-por, fæst í flestum ritfangaverslunum. virðist vera að gera sitt gagn.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 26. Maí. 2012 11:15:31
eftir Agust
UHU-Por er mjög gott lím:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3088
Enn betra að ég til nóg af því
Lamir á frauðplastvélum eru oft ekkert annað en frauðið sjálft og hafa þær tilhneigingu til að gefa sig með tímanum. Þar kemur UHU-Por til bjargar. Hef einnig nota Fix-All til að redda slíku, en það er glært og sveigjanlegt.
Re: Besta límið á Bixler?
Póstað: 28. Maí. 2012 09:01:08
eftir Agust
Búinn að líma...
Notaði bæði UHU-Por og Gorilla Grip, en átti hvort tveggja til í sveitinni.
Gorilla Grip er uretan lím sem er nánast, ef ekki alveg, eins og uretan límið sem selt er í byggingavöruverslunum. Ég keypti mína Gorillu einhvern tíman af rælni í Ísól.
Uretan límið virkaði mjög vel og mæli ég með því á Bixler og jafnvel önnur frauðplast módel. Galdurinn er að bera það mjög þunnt á annan flötinn og strjúka yfir hinn flötinn með rakri tusku rétt áður en fletirnir eru lagðir saman.
Uretan límið, sem minnir á ljósbrúnt síróp, þornar fyrir áhrif rakans. Þess vegna er nauðsynlegt að hann sé til staðar. Límið þenst út og fyllir upp í allar glufur. Það verður að frauði, nánast eins og frauðplastið sem verið er að líma. Þar sem límið þenst út er nauðsynlegt að nota aðeins örþunnt lag.
Í gamla daga smiðaði ég væng á Ultra Lightning pattern vél. Þá límdi ég Abachi spóninn með uretan lími á frauðplastið sem ég skar út með hitavír. Þetta tókst mjög vel, sérstaklega þar sem límið fyllti vel í allar ójöfnur á frauðplastinu.
Mæli með uretan górillum...