Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Sverrir »

1.júní 2012
Fyrstu gestirnir mætu seinni partinn út á Arnarvöll. Veðurblíðan síðustu daga er búin að vera frábær og verður mjög gaman hjá okkur á morgun. Fyrstu pylsurnar fara á grillið rétt fyrir hádegi og búast má við rífandi stemmningu!

Ali frumflaug Extra fyrir Magga Óla.
Mynd

Útsýnið af myndatökupallinum í 12 metrum, ekki slæmt!
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Ali og Duncan að virða furðufuglana fyrir sér.
Mynd

Fyrstu tjaldbúarnir.
Mynd

Vindpokinn frá nýju sjónarhorni.
Mynd

Skoðum hann aðeins betur!
Mynd

Hrannar leit við á efri hæðinni.
Mynd

Allt að gerast.
Mynd

Hér má hafa það náðugt!
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Sverrir »

2.júní 2012
Frábær dagur á Arnarvelli að baki, eins og við mátti búast var nóg að gera hjá Ali við að fljúga flugmódelum af öllum stærðum og gerðum. Dagurinn var nokkuð áfallalaus þrátt fyrir smá bað hjá Flugbarninu hans Hrannars og smá tilhlaupi á nefstýrisvír í Ultra Flash.

20 flugmenn voru skráðir til leiks með 36 flugmódel, 185 pylsur runnu ljúflega niður þökk sé Guðna og Björk sem voru að stússast í grillinu. Ómælt magn af bakkelsi hvarf líka í gesti en Guðjón og þá aðallega Björk(já þær eru tvær) áttu heiðurinn af því framtaki. Kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir. Lauslega talning á flugum kom þeim í þriggja stafa tölu enda ekki annað hægt en að taka vel á í blíðunni sem var í dag! Löggan leit líka við og náði að mæla Ali á 205 km/klst þegar hann flaug Elan í eigu Ingólfs.

Sigurjón og Hafsteinn komu svo í heimsókn seinni partinn og sýndu samflug á tveim Cub-um. Menn voru sammála um að þetta hafi í einu orði sagt verið FRÁBÆRT!!! Þeir félagar hafa verið að æfa sig aðeins og það sést heldur betur, Rauðu Örvarnar hvað!?

Ég yfirgaf svo svæðið rétt fyrir sex og skutlaði þeim félögum upp á hótelið en þá voru menn enn að. Kvöldinu verður svo eytt á Hótel Keflavík þar sem 20 ára hátíðarkvöldverður FMS fer fram en nú eru rétt rúmlega 30 manns(konur eru menn) skráðir til leiks svo það má búast við miklu fjöri!

Mikið fjör var við kvöldverðarborðið eins og við mátti búast og tóku menn hraustlega til matar þegar lambalundirnar bárust á borðið. Siðustu gestirnir yfirgáfu svo hótelið rétt fyrir miðnætti!

Þakka þeim sem komu í dag kærlega fyrir komuna!

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Spitfire »

Sundspretturinn hjá Flugkrakkanum verður eflaust lengi í minnum haft, en sem betur fer komst flugslysanefnd að þeirri niðurstöðu að flugmaðurinn hefði brugðist rétt við á neyðarstundu og má það þakka Lúlla aðstoðarflugmanni ásamt hugskeyti frá Ali að ekki fór verr :)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Tóti »

Loftmynd af svæðinu
Mynd

og smá myndband
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Sverrir »

Sweeeeeeet! Ansi flott!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Takk fyrir aldeilis frabæran dag kæru felagar FMS
Kv
Einar Pall
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Guðjón »

Takk kærlega fyrir mig! Rausnarlegt af ykkur að splæsa í kvöldmatinn¨:)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Sverrir »

3.júní 2012
Dagurinn í dag var ekki síðri en gærdagurinn, pylsurnar 15 sem í afgang voru ásamt 40 sem bætt var við runnu ljúflega niður í viðstadda ásamt gosi frá Ölgerðinni. Mikið var flogið og voru ófáir lítrar af þotusafa sem runnu í gegnum þotomótora á svæðinu ásamt talsverðu magni af bensíni á aðrar vélar. Talsverðum fjölda rafeinda og einhverju af glóðareldsneyti var líka fargað í loftinu.

Um miðjan dag var haldið niður að Seltjörn og spreyttu Ali og Duncan sig á flotflugi og sáust margar kúnstir hjá þeim félögum. Seinni partinn leit svo Jói í heimsókn á fisinu sínu og sýndi smá listir í leiðinni. Síðustu næturgestirnir yfirgáfu svæðið svo seinnipartinn og lauk þar með fyrstu helgargistingarpakkanum á Arnarvelli.

Um sjö leytið var svo brunað út á Garðskaga og klifrað upp í Garðskagavita með Stinger-inn hans Hrannars í hönd(hann var í skásta ástandinu af þeim sem við fundum, lol) og tekið til við flug af toppi vitans. Að því loknu var sest niður á Flösinni og snæddur matur í kvöldsólinni með útsýni yfir Snæfellsnesið í algjörri bongóblíðu.


Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Páll Ágúst »

Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Arnarvöllur - 20 ára afmælisflugkoma FMS

Póstur eftir Gauinn »

Skemmtilegt myndbandið úr þyrlunni, og hinar myndirnar hver annari skemmtilegri.
Ég þakka fyrir alveg frábæra helgi, ævintýraheimur opnaðist!
Nú festir "bacterian" sig endanlega í sessi, verður ekki aftur snúið.
Langar að vita miklu meira!
Svara