Græningjaaðstoð

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Viddi
Póstar: 8
Skráður: 11. Sep. 2006 17:56:33

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Viddi »

Heilir og sælir

Ég heiti Viðar og hef fylgst með úr fjarlægð um hríð og haft gaman af líflegu spjalli hér. Dreif mig loksins af stað að smíða og er sjálfsagt að færast allt of mikið í fang. Mig langar samt að spreyta mig á einni af eftirlætis vélum mínum sem er Savoia Marchetti S55X. Það er sama gerð og flugkappinn Balbo flaug hingað á 4 áratug síðustu aldar ef mig misminnir ekki. Stórfurðuleg en skemmtileg hönnun. Eins og fyrirsögnin segir er ég alger græningi í fræðunum og því lenti ég strax í bobba þegar ég fór að skoða teikninguna. (Mér finnst nefnilega mest heillandi að reyna að byggja frá grunni eftir teikningu). Í/Á teikningunni er talað um 1/2 SH (sjá meðfylgjandi mynd). Einnig 1/8 SH Fill. Getur einhver frætt mig um hvað SH er? Einnig væri gott ef einhver gæti sagt mér hvað er átt við með -S- fremst í vængnum á myndinni.
Yst á vængnum er svo talað um "laminate 1/32 x 1/8 (6)" Er einhver einhverju nær?
Vonandi eru þessar spurningar ekki hræðilega aulalegar.
Bestu kveðjur
Viðar

Mynd

Hér er vélin fyrir þá sem ekki kannast við gripinn:

Mynd
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

SH mun vera skammstöfun fyrir "sheet" þeas balsaplötur. Laminate 1/32 x 1/8 (6) þýðir væntanlega að maður eigi að líma saman bita... eins konar límtrésbitar fyrir aukinn styrk. Málin eru auðvitað tommumál og (6) þýðir væntanlega að það séu 6 stykki af því sama (eða sex lög í "límtrésbitanum"?)

Mér sýnist eins og -S-in séu merki við línur með hálfum örvaroddum... þó ekki viss því myndin er svo ógreinileg. Þetta gætu verið þverskurðarmerki sem vitna í annan hluta teikningarinnar sem sýnir þverskurð "S".

Kannski einhver annar átti sig betur á þessu?

Gangi þér vel og leyfðu okkur að fylgjast með
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Já og forresten... velkominn á völlinn. Þér er guðvelkomið að notfæra þér okkur eins og þú getur... við viljum endilega fá fleiri (miklu fleiri) dellukalla í hópinn.
Komdu líka á félagsfundina í vetur. Þytur er með sína fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði í Garðabæ. Fylgstu með tilkynningunum á thytur.is (undir "Fréttir" hægra megin).
Þar eru menn oft með módel í smíðum og þú getur hitt fullt af balsafíklum og hinum ýmsu hliðum þessarar iðju.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Sverrir »

Velkominn í hópinn Viðar, gaman að sjá að menn hafa ennþá gaman af því að smíða.

Frá hverjum eru teikningarnar? Það gæti gefið smá vísbendingu um styttingar og annað sem er notað á þeim.
Hvað gerirðu annars ráð fyrir að módelið verði stórt? Og endilega kipptu teikningunum með á fund í vetur :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Viddi
Póstar: 8
Skráður: 11. Sep. 2006 17:56:33

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Viddi »

Sælir aftur og kærar þakkir fyrir skjót og góð svör sem og hlýlegar móttökur. Ég mun áreiðanlega láta sjá mig á fundi.

Auðvitað eru þetta balsaplötur. Takk. Laminate sýnist mér ekki alveg jafn augljóst. Ég set með mynd fyrir neðan af vængbroddinum ef einhver áttar sig á þessu.

Teikningarnar eru frá Mike Midkiff en ég pantaði þær á http://www.ozarkmodelaviation.com/ eftir töluverða leit á netinu. Hún er skráð svona: Scale=.39"=12" Span=31" og hugsuð fyrir tvo rafmagnsmótora.

Þetta er nú langtímaprójekt hjá mér svo ekki búast við að sjá hana á lofti eftir helgi. Keypti annars Aircore af Páli hér í smáauglýsingunum sem ég vonast til að koma saman fyrr en síðar og mun þá áreiðanlega suða í einhverjum ykkar að aðstoða við að koma á loft.

Er annars til eitthvert safn af algengum styttingum á teikingum?

En enn og aftur kærar þakkir fyrir skýr og skilmerkileg svör.

Kveðja
Viðar

Vængbroddurinn:
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Sverrir »

Rétt tæplega 80cm vænghaf, á að smíða vagn undir vélina eða verður hún bara fyrir vatn hjá þér?
Er ég kannski að stökkva örlítið of langt fram í tímann.
Sennilega nógur tími í svoleiðis hugleiðingar, enda flýgur hún ekki fyrr en eftir þar næstu helgi ;)

Hér er ein mynd sem ég fann af samlímdum vængenda, reyndar af fullskala en það ætti ekki að koma að sök.
Mynd

Þú þarft að eiga alla veganna kvartara af Jötungripi eða öðru álíka snertilími fyrir Aircore samsetninguna :)
Svo eru líka nokkrar aðrir hlutir sem gott er að hafa í huga við smíðar á Aircore en við komum að því síðar.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Viddi]...Auðvitað eru þetta balsaplötur. Takk. Laminate sýnist mér ekki alveg jafn augljóst. Ég set með mynd fyrir neðan af vængbroddinum ef einhver áttar sig á þessu.[/quote]
J'u mikið rétt. Hér á að búa til "límtrésboga". Býrð til mát fyrir bogann á einhvern hátt og bleytir balsa þynnur og límir saman í mótinu með hvítu trélími. (Titebond, Weldbond eða gamla góða Grip-ið)
Ef þetta væri skorið út úr balsaplötu þá yrði það of veikt. Mátið má td búa til úr þéttu frauðplasti, dettur mér í hug, þessu sem er notað utaná húsgrunna
[quote=Viddi]Teikningarnar eru frá Mike Midkiff en ég pantaði þær á http://www.ozarkmodelaviation.com/ eftir töluverða leit á netinu. Hún er skráð svona: Scale=.39"=12" Span=31" og hugsuð fyrir tvo rafmagnsmótora.[/quote]
Hvaða mótorum er gert ráð fyrir ?.

Rafmagnsmótorar eru á mikilli uppleið í dag. Gríðarleg framför í batterítækni hefur gert rafmagnsdrif áhugavert jafnvel fyrir talsvert stórar vélar.

[quote=Viddi]Er annars til eitthvert safn af algengum styttingum á teikingum?[/quote]
Notaðu okkur bara? Það er svo margar útgáfur af þessu og það eru margir hér sem hafa reynslu af svona teikningadóti.

Það er reyndar til fín bókasería frá útgefendum MAN um alls konar smíðatækni. Hún heitir Master Modeler series minnir mig. Ég keypti nokkrar þeirra á Amazon fyrir nokkru.

Af Þessu má enginn halda að ég sé sérstaklega vanur fluglíkanasmiður. Ég er bara amatör miðað við suma aðra íslenska sem sumir eru oðrnir frægir í útlöndum fyrir listasmíðar.
Þeir eru bara ekki eins gefnir fyrir að rausa hérna:D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Viddi
Póstar: 8
Skráður: 11. Sep. 2006 17:56:33

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Viddi »

Sælir aftur
Takk fyrir frábærar ábendingar. Get ekki beðið eftir að ungarnir sofni svo ég geti farið að smíða.

Mér fannst ég orðinn hálf ágengur á spjallinu í að biðja um hjálp svo ég sendi Sverri póst beint með spurningu í stað þess að pósta hér. Hann benti mér þó á að leggja þessa spurningu fyrir ykkur. Ég læt fylgja hluta úr teikningunni en þetta er ysta rifið. Þau eru 2 rifin sem eru með svona spíss útúr - hitt er þriðja rifið. Hefur einhver hugmynd um hvaða fídus þetta er? Haldið þið að það eigi að skera þetta út eða bæta við?

Mynd

Til að svara Birni þá segir Mike Midkiff, sem teiknaði, að hann noti KP01 rafmótor en hann er ekki með hana fjarstýrða ef ég skil hann rétt (FF). Hann bætti þessu við: My buddy's was a single motor two prop RC version rud and el only.
Annars klæjaði mig svo í puttana að fara að skera balsa að ég hugsaði ekki mikið út í það né heldur hvort það yrðu einhver hjól undir. Kannski endar þetta bara sem tilraun en aldrei að segja aldrei.

Hvort sem þú og þið eruð listasmiðir skiptir mig í sjálfu sér engu. Aðstoðin hér er ómetanleg fyrir mig!

Ein spurning í lokin: Er Bass viðartegund? Talað um "Motor mount 1/8 bass to suit motors".

Viðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Bass er stytting á Basswood sem er viðartegund. Þetta er viður linditrésins sem einnig gefur af sér "bast" (þaðan er nafnið komið) sem eru sterkar tágar undir berki linditrésins.
Viður sem er frekar léttur miðað við styrk og sést oft notaður í þessu samhengi.

Varðandi fjarstýringu eða ekki, þá er til svo mikið af smágerðum fjarstýrigræjum í dag að það er sjálfsagt að prófa það. Þetta er tiltölulega lítið og létt módel en það er ekkert vandamál i dag og hægt að nota fullkomnar græjur í svona líka. Park-flyer er nafnið sem mest er notað til að lýsa þessari stærð/klassa af módelum.
KP01 sem nefndur er þarna er lítill gíraður mótor af gamaldags gerð og sennilega heldur máttlaus. Það er til ógrynni af mismunandi samsetningum svona mótora bæði brushed og brushless, eitt vel þekkt og útbreitt merki er GWS.
Fjögurra rása móttakari, mótorstýring, þrjú micro-servó og lítið LiPo batterí vegur sáralítið og það má eflaust hafa hallastýrin virk líka skyldi ég ætla. Bara svoldið möndl að koma fyrir stýristöngum út í vængina en vel hægt að leysa.

Hérna er eitt dæmi um svona sett sem gæti passað (þarf bara að finna það með 35 Mhz móttakara) reyndar með NiMh batteríi sem er þyngra en LiPo en ekki eins vandmeðfarið.

Það er heilmikið stúdíum, að finna út hentugan mótor, gír-hlutfall osfrv en það eru félagar sem hafa heilmikla reynslu af rafmagnsdóti og þeir eru oft á félagsfundunum svo það er um að gera að fá góð ráð.

Mér sýnist þessir "spíssar" vera einfaldlega "kontról-hornin" á hallastýrisfletina sem eru teiknuð inná þarna. Þau eru einmitt tvö á hverjum fleti og getur passað að þau lendi á ysta og þriðja ysta rifi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Viddi
Póstar: 8
Skráður: 11. Sep. 2006 17:56:33

Re: Græningjaaðstoð

Póstur eftir Viddi »

Þakka þér Björn fyrir hjálpina.
Ætli aðalverkefnið verði ekki að koma Aircore saman en svo gríp ég í Savoia-Marchetti inn á milli. Hlakka til að fá að kíkja á félagsfund. Skal kippa teikningunum með fyrir áhugasama.
Viðar
Svara