Ég heiti Viðar og hef fylgst með úr fjarlægð um hríð og haft gaman af líflegu spjalli hér. Dreif mig loksins af stað að smíða og er sjálfsagt að færast allt of mikið í fang. Mig langar samt að spreyta mig á einni af eftirlætis vélum mínum sem er Savoia Marchetti S55X. Það er sama gerð og flugkappinn Balbo flaug hingað á 4 áratug síðustu aldar ef mig misminnir ekki. Stórfurðuleg en skemmtileg hönnun. Eins og fyrirsögnin segir er ég alger græningi í fræðunum og því lenti ég strax í bobba þegar ég fór að skoða teikninguna. (Mér finnst nefnilega mest heillandi að reyna að byggja frá grunni eftir teikningu). Í/Á teikningunni er talað um 1/2 SH (sjá meðfylgjandi mynd). Einnig 1/8 SH Fill. Getur einhver frætt mig um hvað SH er? Einnig væri gott ef einhver gæti sagt mér hvað er átt við með -S- fremst í vængnum á myndinni.
Yst á vængnum er svo talað um "laminate 1/32 x 1/8 (6)" Er einhver einhverju nær?
Vonandi eru þessar spurningar ekki hræðilega aulalegar.
Bestu kveðjur
Viðar

Hér er vélin fyrir þá sem ekki kannast við gripinn:
