Síða 1 af 1

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 12. Sep. 2006 23:21:09
eftir Gaui
Hérna er skemmtilegt lítið verkfæri sem ég var að uppgötva:

Parýgaflar frá Besta:

Mynd

Þessa partýgafla má nota við ýmislegt og þessa tvo daga sem ég er búinn að eiga þá er ég búinn að nota þá til að hræra epoxý og setja það á þröngan stað og til að láta göt standast á á hlutum sem ég var að íma saman:

Mynd

Prófið þá, þeir eru vel þess virði að eyða nokkrum krónum í þá.

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 14. Sep. 2006 14:24:19
eftir Árni H
Og nota gafflana svo í rækjuforréttinn á eftir :)

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 14. Sep. 2006 14:49:38
eftir kip
Eða til að klemma saman nefið meðan maður er að líma með Insta Cure :)

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 14. Sep. 2006 17:39:29
eftir Messarinn
Þarna er kemur þarft verkfæri í módelsmíðina Guðjón.
Ég fer og fæ mér nokkra

Kv Gummi

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 14. Sep. 2006 21:50:02
eftir Björn G Leifsson
Mega þeir vera notaðir?? Hikk... Schkááál.... :P :lol:

Re: Handhæg verkfæri

Póstað: 14. Sep. 2006 23:14:05
eftir Gaui
Það er jafnvel betra að þeir séu notaðir, þá þarf maður ekki að borga sérstaklega fyrir þá ;)