Arnarvöllur - 19.júní 2012 - Lendingarkeppni

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11220
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 19.júní 2012 - Lendingarkeppni

Póstur eftir Sverrir »

Lendingarkeppni Flugmódelfélags Suðurnesja var haldin á Arnarvelli í kvöld. Fimm fræknir kappar mættu galvaskir til leiks í einni mögnuðustu hliðarvindslendingarkeppni sem sögur fara af! Eitthvað af pörtum datt af vélunum í hörðustu ákomunum en allar luku þær þó keppni með smá viðhaldi.

Úrslit urðu þessi:
Mynd

2.sæti, 1.sæti og 3.sæti.
Mynd

Langar að þakka þeim sem þátt tóku og óska sigurvegurunum til hamingju með sigurinn. Það má til gamans geta þess að þetta er væntanlega í síðasta skipti sem keppnin fer fram á malbikinu en grasið ætti að vera orðið keppnishæft á næsta ári.

108m2 voru í boði til að lenda á.
Mynd

Mynd

Upphitun
Mynd

Þessi Maríuerla var að íhuga þátttöku.
Mynd

En sá svo að keppnin yrði of hörð og hélt heim á leið.
Mynd

Allt að verða vitlaust í pittinum.
Mynd

Mynd

Viðhald
Mynd

Afsakið fókusleysið, en þetta getur gerst þegar myndir eru teknar blindandi.
Mynd

Mynd

Gauinn og Maggi voru í margmiðlunardeildinni.
Mynd

Sáttir keppendur eftir mótið.
Mynd

Smá bleyta kom úr lofti á meðan á keppni stóð.
Mynd

En þetta var líka vikulegt flugkvöld og Ingólfur tók góðar rispur á Elan.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
lulli
Póstar: 1158
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 19.júní 2012 - Lendingarkeppni

Póstur eftir lulli »

Mynd

Þessi tók lang fallegustu lendinguna,, en þá var keppnin búin og engin stig :/
Mynd

Mynd

Léttasta keppnisvélin gerð klár í run
Mynd

Það deilir enginn við dómarann!
Mynd
Mynd
Gústi með Elder í sveiflu
Mynd
Mynd
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1408
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Arnarvöllur - 19.júní 2012 - Lendingarkeppni

Póstur eftir Haraldur »

Léttasta keppnisvélinn fauk bara og neitaði að koma niður og lenda á reitunum. Þegar hún lendi, eða snerti reit þá fór hún í fílu og nefbrotnaði. Hvað kennir þetta mér? Rok = þungar vélar.
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Arnarvöllur - 19.júní 2012 - Lendingarkeppni

Póstur eftir Gauinn »

Ég tók nokkrar myndir af lendingarkeppninni, setti þær á "flikkið" mitt.
Þær eru algjörlega óunnar og í litilli upplausn þar, en, ef einhvern langar í myndir þá er bara að hafa samband og ég sendi þær um hæl, geta bara um númerið, ekkert mál.
Hér er slóðin.
http://www.flickr.com/photos/skyggn/set ... 228261756/
Langar að vita miklu meira!
Svara