15.09.2006 - Fríar teikningar og helgarfjör

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 15.09.2006 - Fríar teikningar og helgarfjör

Póstur eftir Sverrir »

Hver getur sagt nei við fríum teikningum. Til að gera málin ennþá áhugaverðari þá er þetta módel af tveggja hreyfla vél, OV-10 Bronco, rafmagnsknúinni og þar að auki er hún smíðuð úr depron.

Ef það skyldi ekki vera nógu spennandi fyrir ykkur þá eru teikningarnar líka á dönsku :)

Hægt er að nálgast teikningar hjá Hammer Models ásamt leiðbeiningum.

Við minnum einnig á Víðavangsflug Smástundar sem haldið verður sunnudaginn 17.september nk. og hefst kl.11.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 15.09.2006 - Fríar teikningar og helgarfjör

Póstur eftir Árni H »

Það er bara kostur að hafa þetta á dönsku ;)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 15.09.2006 - Fríar teikningar og helgarfjör

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vantar bara að geta náð í Depron eða tilsvarandi hér á landi. Er búinn að leita mig gráhærðan án árangurs. Meira að segja búinn að yfirheyra plastsérfræing iðntæknistofnunar...
Erlendis fæst þetta gegnum gólfefna og pípulagningaiðnaðinn sem notar það ma undir hitarör í gófum og eitthvað svoleiðis. Hér virðist annar kúltúr í þessu.

Ef einhver hefur áhuga á að slá saman í að kaupa inn nokkra kassa af stöffinu frá Evrópu þá skulum við vera í bandi.

Helsta límið sem notað er á Depron er UHU Por og það fann ég í magni hjá Pennanum.
Annað sem ég fann í Pennanum um daginn eru skurðlækningahnífar frá Swann-Morton. Sjá innlegg í "Heilræða"-deildinni.


Breytt: Setti inn tengil yfir á hnífinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara