Síða 1 af 3
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 21. Júl. 2012 12:59:04
eftir einarak
Þessi er væntanleg seinna á árinu segja þeir hjá Hobbyking.
Sögusagnir herma að hún verði framleidd af FrSky, sem hafa sannað sig sem eitt af bestu 2.4ghz kerfunum.
Hún verður með tengi til að tengja við tölvu og getur notandinn "flashað" hana með sínu egin stýrikerfi en hún mun koma með stýrikerfi sem svipar til ER9x
Hún mun kosta 50$, það er opinbert loforð frá HK
Njósnamynd, enn hefur þó ekkert verið gefið upp um endanlegt útlit.
Spennandi
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 21. Júl. 2012 15:17:54
eftir Gaui
Ég held ég haldi mig áfram við Futaba
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 21. Júl. 2012 16:33:09
eftir einarak
Það grunaði mig, og Doksinn verður sennilega áfram í JR. En einhverjum finnst þetta spennandi
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 21. Júl. 2012 18:27:02
eftir raRaRa
Sé ekkert nýtt, getur gert sömu hluti við Turnigy 9x.
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 21. Júl. 2012 18:39:24
eftir einarak
já það er hægt að flasha hana með "moddi" en þá þarf að kaupa aukalega modulinn til að gera það sem er að kosta frá 30-50$. Þessi hefur þann möguleikann beint úr kassanum.
Ert þú búinn að flasha þína Jón?
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 30. Des. 2012 00:03:33
eftir einarak
jæja, komin í verslun og fyrsta upplag uppselt, einhver hér sem fekk sér eintak?
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... dule_.html
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 30. Des. 2012 09:58:21
eftir Árni H
Athyglisverð stýring fyrir 50 dollara og það með trainertengjum fyrir bæði Futaba og JR
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 30. Des. 2012 14:23:51
eftir einarak
já, það sem mér finnst mest spennandi (fyrir utan verðið) er open source hugbúnaðurinn. Það er hægt að forrita hvern og einn einasta takka til að gera það sem þú vilt. Maður getur sett up flóknar mixingar í tölvu og niðurhalað svo í stýringuna. Mixingamöguleikarnir eru endalausir. Hægt að setja tafir og stjórna servohraða, t.d. ef þarf að opna hjólalúgur áður en hjólin fara út osf.
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 30. Des. 2012 15:16:18
eftir Haraldur
[quote=einarak]já, það sem mér finnst mest spennandi (fyrir utan verðið) er
open source hugbúnaðurinn. Það er hægt að forrita hvern og einn einasta takka til að gera það sem þú vilt. Maður getur sett up flóknar mixingar í tölvu og niðurhalað svo í stýringuna. Mixingamöguleikarnir eru endalausir. Hægt að setja tafir og stjórna servohraða, t.d. ef þarf að opna hjólalúgur áður en hjólin fara út osf.[/quote]
Það er munur á því að forrita og setja upp (configga).
Ertu að meina í þessari fjarstýringu þá get ég fírað upp forritunartóli og forritað C++ kóða (eða eitthvað annað forritunarmál) og hlaðið honum niður í stýringuna og keyrt hann?
Ef svo er þá er þetta virkilega spennandi.
Hér er support síða:
http://www.turnigy9xr.com/
Re: Ný Turnigy stýring 9XR
Póstað: 30. Des. 2012 15:27:45
eftir einarak
[quote=Haraldur][quote=einarak]já, það sem mér finnst mest spennandi (fyrir utan verðið) er
open source hugbúnaðurinn. Það er hægt að forrita hvern og einn einasta takka til að gera það sem þú vilt. Maður getur sett up flóknar mixingar í tölvu og niðurhalað svo í stýringuna. Mixingamöguleikarnir eru endalausir. Hægt að setja tafir og stjórna servohraða, t.d. ef þarf að opna hjólalúgur áður en hjólin fara út osf.[/quote]
Það er munur á því að forrita og setja upp (configga).
Ertu að meina í þessari fjarstýringu þá get ég fírað upp forritunartóli og forritað C++ kóða (eða eitthvað annað forritunarmál) og hlaðið honum niður í stýringuna og keyrt hann?
Ef svo er þá er þetta virkilega spennandi.
Hér er support síða:
http://www.turnigy9xr.com/[/quote]
Jebb, þú getur það. Þetta 9xr stýrikerfi er búið að vera í notkun af amatörum síðan 2006-7 og margir komið með sínar egin útfærslur. Googlaðu er9x þá finnuru eitthvað um þetta