Hættulegt !!!

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Gauinn »

Að gefnu tilefni:
Ég var einn út á Hamranesflugvelli á miðvikudaginn var, var að ganga frá.
Gekk með lokakaðann glóðarhauseldsneytisbrúsa í hendinni, pípuna í kjaftinum. Þegar allt í einu kemur "Púff!!" og tappinn af, eldtungan upp úr, ég henti brúsanaum frá mér það sem hann sprakk, litlausum loga nema útlínur eins og hús að stærð, síðan logaði allt hlaðið litlausum eldi.
Húsið okkar var aldri í hættu, en vildi til að ég sneri þannig að brúsinn fór frá bílnum.
Ég slapp ekki alveg, annars og 3. stigs bruni á fæti og hendi, 6 timar á gjörgæslu og kom heim í dag 5 dagar.
með fullt af hjápartækum til að koma starfseminni í gang, áframhaldið ræðst dag frá degi.

Málið er í mínum huga: Við erum reykjandi yfir öllu draslinu eins og ekkert sé, fullt að fólki í kring, jafnvel börn, það setur hroll að mér, við tilhugsununina,
Aldrei aftur ég!

Annað: ég var þarna aleinn, hefði getað brunnið til dauða an þess að nokkur vissi
Ekki ég aftur.

Ég get sagt ykkur það, þetta er ólísanlega sársaukafullt, ég hélt á tímabili að stanslaus morfíngjöf ætlaði að drepa mig fyrr en slá á verki, hafið þið brennt ykkur á putta, lóðbolsta, eldavélahellu, skinnið fór af í heilu lagi á leiðinn á slyso af handarbakinu mínu.

Ég veit þetta er hundleinilleg lesning, en set hana fram í mínu nafni öðrum til viðvörunnar.
Farið varlega vinir mínir.
Guðjón Guðvarðarson
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Guðjón »

Við vorum einmitt að velta fyrir okkur slettum í pittinum á miðvikudaginn var. En hvernig var þetta, fór engin glóð úr pípunni í brúsann, var hann alveg lokaður? Vonandi jafnar þú þig!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Haraldur »

Að gefnu tilefni þá finnst mér að við ættum að banna reykingar í pittinum og nálægt flugvélum, jafnvel á svæðinu okkar öllu. Ekki bara er þetta eldfimmt eins og Guðjón fékk því miður að reyna á eigin skinni heldur er þetta viðbjóðslegt og hrikalega pirrandi að þurfa að anda að sér þessu eiturlofti sem fylgja reykingum.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11688
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Sverrir »

Einna hættulegastur er „ósýnilegi“ eldurinn, methanol loginn er vart sýnilegur í dagsljósi!




PS Takið eftir hvar bensínbrúsinn er! :/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir einarak »

Góðan bata kallinn.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Árni H »

Ja hérna! Gott að það fór þó ekki verr. Ég hef ekki heyrt um svona óhapp áður á módelvelli. Vonandi jafnarðu þig fljótt!
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Gunni Binni »

Þetta sýnir hvað reykingar eru óheilsusamlegar :/
Það er alla vega gott að heyra að þetta fór þó ekki verr og þú kominn á fætur og mættur strax út á völl.
Ekki myndum vilja missa svona efnilegan módelmann og myndasmið í einhverja hættuminni íþrótt :rolleyes:
Vona að þér gangi vel að gróa sára þinna og takk fyrir aðvörunina.
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Guðjón]Við vorum einmitt að velta fyrir okkur slettum í pittinum á miðvikudaginn var. En hvernig var þetta, fór engin glóð úr pípunni í brúsann, var hann alveg lokaður? Vonandi jafnar þú þig![/quote]Brúsinn var alveg lokaður þangað til tappinn sprakk af honum, og pípan eins og hún er, ekki eins og um hafi verið að ræða glóð sem datt, en......þið vitið maður er með þetta á höndum og etv. gas í fötum. Ég fyllist ennþá hrolli yfir hve skammt er á milli lífs og dauða í svona tilfellum, og þegar við erum margir saman með fullt af vélum í "pittinum", svo er einhver ( já, já, eins og ég ) reykjandi líka.
Eldhafið var ekki sýnilegt nema útjaðrar, rauðir, eins og stórt hús, ekki þurft að spyrja um neinn þar í.
Takk fyrir alla hluttekninguna.
Andinn og baráttuhugurinn slapp furðu vel, stend í flutningum núna, að því loknu er ekkert annað en kaupa nýjann brúsa og koma Cub í loftið aftur, get það alveg sitjandi, það hlýtur einhver að vera til í að ná í hann fyrir mig ef og þegar "krassar".
( Verð að hryggja þá sem datt í hug að þetta hefði einhver áhrif á reykingarnar hjá mér, það er ekki á "option" listanum að hætta eða minnka þær, hins vegar verða sett höft, hvar og hvenær)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Eysteinn »

Láttu þér batna sem allra fyrst félagi,

Þetta atvik verður okkur öllum til áminningar um hvað við erum að eiga við uppá Hamranesi og auðvitað þá miklu hættu sem fylgir því að vera með eldsneyti á brúsum innan um félagana.

Atvikið verður skoðað nánar.

Ég sendi þér baráttu kveðju Guðjón.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3860
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hættulegt !!!

Póstur eftir Gaui »

Mig langar að spyrja: hver vegna kviknaði í brúsanum ef hann var lokaður? Logandi pípa ætti ekki að hafa þessi áhrif á lokaðan brúsa sem haldið er á (40 - 50 sm frá pípu að brúsa). Það hafa meira að segja verið gerðar tilraunir með að henda logandi sígarettum í bensín (Mythbusters ???) og það eina sem gerist er að það slokknar í sígarettunum. Þarna er eitthvað meira á ferðinni.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara