Hin árlega flugkoma Flugmódelfélags Akureyrar var haldin á Melgerðismelum í dag. Frekar fámennt var á fluglínunni miðað við mörg fyrri ár en margir kusu að geyma módelin í bílum og kerrum í dag sökum hvassviðris.
Ekki vantaði þó flugvélar í loftið þar sem Steve Holland flaug vélunum sínum yfir allan daginn. Gaman var að sjá til Steve og ótrúlegt hvernig vélarnar léku sér í loftinu hjá honum. Ekki létu innlendir módelmenn þó slá sig út af laginu og nokkrir fóru á flug.
Yfir daginn var boðið upp á veitingar í Hyrnunni sem viðstaddir gerðu góð skil. Þar var einnig kassagrams svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Um kvöldið var svo grillað og skemmtu menn sér vel fram eftir kvöldi.
Lýsir laugardeginum vel, allir í skjóli og niðurbundnir.
Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Icelandic Volcano Yeti
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Myndir koma síðar í vikunni.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Það var fullmikill vindur á laugardeginum, og menn sátu í svartsýniskasti inni og horfðu á vindmælinn. Sögðust ekki fljúga í svona roki. Þá var bara að finna ráð til að minnka vindinn, og skyndilega datt allt í dúnalogn.
Flugkoman heppnaðist vel að því leiti að allar vélar sem fóru í loftið skiluðu sér til jarðar aftur. (að vísu misharkalega).
Við fengum smá viðbót í minjagripasafnið okkar.
Flugkoman heppnaðist vel að því leiti að allar vélar sem fóru í loftið skiluðu sér til jarðar aftur. (að vísu misharkalega).
Við fengum smá viðbót í minjagripasafnið okkar.
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Hérna eru nokkrar myndir af handahófi beint úr vél - það er af nógu að taka
Það eru fleiri myndir inni á www.flugmodel.is
Kveðjur bestar og takk fyrir skemmtilega helgi,
Árni Hrólfur
Það eru fleiri myndir inni á www.flugmodel.is
Kveðjur bestar og takk fyrir skemmtilega helgi,
Árni Hrólfur
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Video af Bronco (það eina sem ég tók)..
Takk fyrir helgina, nær og fjær..
Kv.Guðni Sig.
Takk fyrir helgina, nær og fjær..
Kv.Guðni Sig.
If it's working...don't fix it...
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Flott videó, Guðni!
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Guðni klikkar ekki!
Áhugasamir geta séð fleiri myndir í myndasafninu.
Steini mátar TF-KOT.
Víkingurinn fljúgandi.
Sæmilegar stærðir, svo er bara að muna að þetta kom allt í einum bíl til landsins!
Þessi flaug sjálf í rokinu.
Kassagrams
Segi ekki að það hafi verið hvasst en þetta eru ekki jarðtengingar fyrir eldsneytisáfyllingu!
Feðgar í góðum gír.
Bassinn, hann hristi þó ekki rassinn. Að sjálfsögðu heimasmíði!
Lýsir laugardeginum nokkuð vel, allir í skjóli og niðurbundnir.
Frændurnir í góðum gír.
Nei, það var ekki verið að hlaða TF-KOT. :/
Damn straight!
Sunnudagur rann upp með betra veðri.
Áhugasamir geta séð fleiri myndir í myndasafninu.
Steini mátar TF-KOT.
Víkingurinn fljúgandi.
Sæmilegar stærðir, svo er bara að muna að þetta kom allt í einum bíl til landsins!
Þessi flaug sjálf í rokinu.
Kassagrams
Segi ekki að það hafi verið hvasst en þetta eru ekki jarðtengingar fyrir eldsneytisáfyllingu!
Feðgar í góðum gír.
Bassinn, hann hristi þó ekki rassinn. Að sjálfsögðu heimasmíði!
Lýsir laugardeginum nokkuð vel, allir í skjóli og niðurbundnir.
Frændurnir í góðum gír.
Nei, það var ekki verið að hlaða TF-KOT. :/
Damn straight!
Sunnudagur rann upp með betra veðri.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Takk fyrir mig og helgina!
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Kominn í heimahöfn eftir enn eina frábæra flugkomuhelgi
Þó svo veðurguðirnir væru kannski ekki alveg á réttu nótunum, þá skiptir það engu máli, tengslin við þá sem maður þekkir nú þegar í aðaláhugamálinu voru styrkt og það er aldrei leiðinlegt að sjá ný andlit og kynnast nýju fólki. Ekki skemmir heldur fyrir að þeir félagar úr FMFA eru höfðingjar heim að sækja
Nóg af rausi, látum myndirnar tala:
Steve þokkalega sáttur við frammistöðu víkingsins sem vængjagönguhrólfs:
Steve er þokkalega hávaxinn, sennilega um 188 til 192 cm á hæð, gefur smáhugmynd um hverslags skrýmsli Bronco er:
FMFA félagar áhváðu að senda veðurguðunum fingurinn og skutla einum af kirkjunnar þjónum í loftið:
Það leiðist engum að gramsa í kössunum hans Jóns:
Suðurnesjamenn settu eina "byrjendavél" í loftið
Ingþór ákvað að storka örlögunum með þvi að setja Magnum í loftið, en eins og sjá má, þá er öryggið er nr. 1,2 og 3
Söguleg stund, það gerist víst ekki oft að Magnum klári flug í heilu lagi á Melunum:
Litli Messarinn ákvað að taka lendingu utan flugáætlunar:
Þó svo veðurguðirnir væru kannski ekki alveg á réttu nótunum, þá skiptir það engu máli, tengslin við þá sem maður þekkir nú þegar í aðaláhugamálinu voru styrkt og það er aldrei leiðinlegt að sjá ný andlit og kynnast nýju fólki. Ekki skemmir heldur fyrir að þeir félagar úr FMFA eru höfðingjar heim að sækja
Nóg af rausi, látum myndirnar tala:
Steve þokkalega sáttur við frammistöðu víkingsins sem vængjagönguhrólfs:
Steve er þokkalega hávaxinn, sennilega um 188 til 192 cm á hæð, gefur smáhugmynd um hverslags skrýmsli Bronco er:
FMFA félagar áhváðu að senda veðurguðunum fingurinn og skutla einum af kirkjunnar þjónum í loftið:
Það leiðist engum að gramsa í kössunum hans Jóns:
Suðurnesjamenn settu eina "byrjendavél" í loftið
Ingþór ákvað að storka örlögunum með þvi að setja Magnum í loftið, en eins og sjá má, þá er öryggið er nr. 1,2 og 3
Söguleg stund, það gerist víst ekki oft að Magnum klári flug í heilu lagi á Melunum:
Litli Messarinn ákvað að taka lendingu utan flugáætlunar:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: Melgerðismelar - 11.ágúst 2012 - Flugkoma FMFA
Flottar myndir gaurar!
Hvernig er það, eru alltaf tveir að stýra þessum ferlikjum?
Hvernig er það, eru alltaf tveir að stýra þessum ferlikjum?