Hamranes - 16.ágúst 2012 - Hraðflugskeppni 4

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamranes - 16.ágúst 2012 - Hraðflugskeppni 4

Póstur eftir Sverrir »

Þá var komið að fjórðu og síðustu hraðflugskeppni sumarsins, nú var að duga eða drepast. Baráttan var geysihörð um annað til fjórða sætið og ekki margar sekúndur á milli manna. Eftir frábæra hringi hjá Halla þá var hann meir að segja farinn að narta í fyrsta sætið!

Úrslit urðu sem hér segir:
Mynd

Það er óhætt að segja að sumarið hafi gefist vel og ekki þurfti að fella niður eina einustu keppni en það verður að telja harla óvenjulegt þegar á það er litið að keppnunum var dreift á maí til ágúst. Eins og gefur að skilja þá gátu ekki allir tekið þátt í öllum keppnunum, einhverjir á flakki heima og heiman, sumir lögðust á sjúkrabeð á ögurstundu og við óskum þeim að sjálfsögðu skjóts bata!

Eftir sumarið þá var þetta svo heildarniðurstaðan og sætaskipan til Íslandsmeistara liggur ljós fyrir.
Mynd

Mig langar svo að lokum að þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg í keppnum sumarsins, bæði aðstoðarmönnum og keppendum ásamt félögunum sem lögðu til aðstöðuna fyrir okkur. Nú er bara spurning hvort við höldum áfram með Stinger næsta sumar eða bryddum upp á nýjungum!?

Hægt er að sjá fleiri myndir í myndsafninu.

Mynd

Mynd

Gísli klár á kamerunni.
Mynd

Hetjur kvöldsins.
Mynd

Mynd

Mynd

Einbeittur!
Mynd

Mynd

Reikni, reikn.
Mynd

Mynd

Glæsilegar veitingar.
Mynd

Sigurvegararnir
Mynd

Ég prófaði að lenda hjá Gústa, erum svona að spá í að bæta marklendingu í pakkann á næsta ári...
Mynd

Tveir (g)óðir.
Mynd

Missti spaða og breyttist snarlega í svifflugu.
Mynd

Eysteinn hljóp spaðann uppi og lenti svo vélinni eftir smá hang(s).
Mynd

Stinkorskí
Mynd

Sýnishornið af væng, skemmtileg græja.
Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hamranes - 16.ágúst 2012 - Hraðflugskeppni 4

Póstur eftir Guðjón »

Til hamingju, Sverrir, með þennan óvænta sigur og til hamingju, hinir! Vertu samt ekki svo viss um, Sverrir minn, að þú hreppir fyrsta sætið á næsta ári, þá gæti bæst við einn keppandi.. :rolleyes:
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11432
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamranes - 16.ágúst 2012 - Hraðflugskeppni 4

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk.

Maður gengur aldrei að neinu vísu í lífinu... nema dauðanum og sköttum!

Vonandi bætast við fleiri keppendur og áhorfendur, sakna þess dálítið að við skulum ekki sjá fleiri út á velli með okkur þennan stutta tíma sem keppnin varir í hvert sinn.
Icelandic Volcano Yeti
Svara