Síða 1 af 1

Re: Samanburður sprengihreyfla

Póstað: 29. Sep. 2006 17:25:44
eftir Björn G Leifsson
Þekkir einhver ykkar loftfarslíkanaáhugamanna til þess hvort hægt sé að nálgast sprengihólfsrúmtakssamanburðartöflur eða aðrar áþekkar og nytsamar upplýsingar til viðmiðunar við val á neistakveikjusprengihreyfli í stað glóðarkveikjusprengihreyfils... eða öfugt?

Segjum að maður sé umráðamaður loftfarslíkans sem áætlað er að sé drifið áfram af glóðarkveikjusprengihreyfli af sprengihólfsrúmtakstærð einn og sex tíunduhlutar rúmþumlungs og að maður vilji í stað glóðarkveikjusprengihreyfilsins ísetja í loftfarslíkanið neistakveikjusprengihreyfil.
Þá væri afbragð að geta nálgast haldgóðar upplýsingar því vali til stuðnings og auðveldunar svo niðurstaðan verði sambærileg þannig að neistakveikjusprengihreyfillinn drífi loftfarslíkanið áfram á viðlíka hagstæðan máta og glóðarkveikjusprengihreyfill af sambærilegri stærð hefði gert samkvæmt nefndum sprengihólfsrúmtakssamanburðartöflum eða álíka samanburðarhjálpartæki.


Eins og þið kannski sjáið þá leiðist þessum hér pósthöfundi smávegis þessa stundina.
Til skýringar má geta þess hér að fyrir stundu las spjallpósthöfundur nokkrar reglugerðir og hafði það smávægileg áhrif á málvitund nefnda pósthöfundar.

Ha' de'

Re: Samanburður sprengihreyfla

Póstað: 29. Sep. 2006 22:28:16
eftir kip
Á þessari síðu http://jimsrc.com/engine-tips.html er Engine Size Conversion Chart Cubic Inches to Cubic Centimeters ef maður ratar ekki í systemroot\system32\calc.exe :) en samt ekkert um það sem þú ert akkurat að tala um :D ps.: Vaðlaheiðarvegavinnumannaverkfærageymsluskúrslyklakippuhringur getur verið gagnlegur við að opna bjórflöskur!

Re: Samanburður sprengihreyfla

Póstað: 30. Sep. 2006 10:34:14
eftir Steinar
ÚFFF!!!

Er ekki bara hægt að halda áfam að kalla þetta bara flugmodel eða bara model.. ;)

Samt gott að vita þetta með bjórinn.