Aresti 40

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Aresti 40

Póstur eftir Siggi Dags »

Loftfarslíkanaáhugamannaflugssmiður :)

Er að púsla saman einni Elegant Aresti loftfarslíkana mynsturflygildi.
Það gengur ágætlega, myndir síðar.

Hef heyrt útundan mér að maður nokkur sé á Aresti loftfarslíkani að tölu tvö?
Eitthvað hlýtur þetta flygildi að vera vanabindandi.

Hef af vankunnáttu sullað smá sýrulími.
Með hverju er hægt að fjarægja það eftir þornun?

Kveðja
Kveðja
Siggi
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Aresti 40

Póstur eftir Gaui »

Á hvað sullað? Ef hendur, andlit, tungu eða eiginkonu, þá losnar límið fljótlega (getur hugsanelga tekið nokkra klukkutíma).

Ef sull er í lakinu, þá er það líklega ekki lím ;)

Ef sullið er á módelinu, þá verður þú líklega að sætta þig við hamraða áferð.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Aresti 40

Póstur eftir Siggi Dags »

Shit!
Kveðja
Siggi
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Aresti 40

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]Á hvað sullað? Ef hendur, andlit, tungu eða eiginkonu, þá losnar límið fljótlega (getur hugsanelga tekið nokkra klukkutíma).

Ef sull er í lakinu, þá er það líklega ekki lím ;)

Ef sullið er á módelinu, þá verður þú líklega að sætta þig við hamraða áferð.[/quote]
Nehhhh... vitiði. Ef sýrulímssull er á svona hitastrekkiklæðningu þá er hægt að nota hreint Aceton til að ná því (þornuðu) af henni. Prófa fyrst á öruggum stað hvort klæðningin taki skaða af acetoninu og ef ekki þá strjúka sýrulímssullið af með mjúkum pappír vættum í efninu. Bara fara varlega með Acetonið því það er verulega eldfimt og ekki hollt til innöndunar heldur. Best að geyma flöskuna vel lokaða í ísskáp og alltaf í orgínal flöskunni. Fæst í sumum málningarvöruverslunum og apótekin eru oft með það.
Naglalakkseyðir inniheldur aceton og gengur líka en inniheldur oft eitthvað krem-olíu-sull og ólyktandi til að þóknast konunum.

Langflest lökk held ég þoli illa Aceton en þetta hefur gengið vel á þær klæðningar sem ég hef þurft að hreinsa.
Ef svæðið verður matt þá hefur mér dugað að fara yfir aftur og aftur með nýjum acetonbleyttum pappír þangað til allt er farið. Svo má víst líka prófa að bóna yfir en það hef ég ekki þurft/prófað.

Svo maður haldi nú áfram....

Varðandi epoxysull þá er best að forðast það með því að "maskera" með málaralímbandi eins og mig minnir að sést á einhverri myndinni að Gaui gerði á flottu tvíþekjunni sem hann hefur samansett undanfarið. Ef þarf að hreinsa upp epoxysull verður að gera það áður en límið herðist (sýrulímssull eftir að herðist). Til þess dugir spritt sem má kaupa í stórum dollum í málningardeildinni ("Rauðspritt"). Ég er alltaf með rauðspritt á úðabrúsa (svona eins og fæst í blómaval td) við hendina til að þrífa epoxýsull af höndunum og öðru. það er líka fyrirtak að hafa rauðsprittsúðabrúsann við hendina til að þrífa glóðarkveikjueldsneytisolíusull svo brúsinn fylgir alltaf með á völlinn (þegar man eftir honum).

Ha de'
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Aresti 40

Póstur eftir Siggi Dags »

Takk fyrir!
Þetta lítur mikklu betur út núna.

Kveðja
Kveðja
Siggi
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Aresti 40

Póstur eftir kip »

Rauðprittbrúsi með spreyhaus.. Hljómar vel, ég ætla apa þetta eftir þér Björn. Rúðugeisli er fínn á afgasolíuna en dugar ekkert á epoxyhendur þannig að tvær flugur í einu með þessu rauðsprittspreyi.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Aresti 40

Póstur eftir Þórir T »

Mér þykir leiðinlegra að þrífa sót/olíudrull eftir bensínmótora líkt og Zenoah og slíka.
Þó finnst mér terpentína vera að koma skemmtilega vel út, hef reynt að nota Fituhreinsir frá Wurth en finnst hann ekki nógu góður...
Þarf að prófa Rauðsprittið....

mbk
Tóti
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Aresti 40

Póstur eftir Siggi Dags »

Aresti vélin er með servó í sitt hvorum vængjahelmingnum sem sagt 5 servó í allt.
Móttakarinn er bara 4ra rása.
Þarf ég nýjan móttakara með fleiri rásum eða er hægt að mixa þetta með Y tengi?
Fjarstýringin og móttakarinn eru á 75 mhz.
Get ég breitt yfir í 35 mhz með kristal útskiptingu?
T.d. ef ég þarf nýjan móttakara.

kveðja
Kveðja
Siggi
Passamynd
TEX
Póstar: 24
Skráður: 8. Mar. 2006 09:14:50

Re: Aresti 40

Póstur eftir TEX »

Sæll!!! Það er bara hægt að breyta um tíðni ef modulið er úrtakanlegt!!!! Y- tengi bjargar þér en þá þurfa armarnir á servounum að vera réttu megin svo stýrifletir hreyfist í rétta átt!!! Með y tengi þá fara servoin í sömu átt þannig að maður hefur armana sitt hvoru megin!!!

Þröstur
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Aresti 40

Póstur eftir Siggi Dags »

Sæll þröstur
Kristalarnir eru úrtakanlegir, Futaba.
Átt þú móttakara sem er hægt að setja kristalana ( módúlið ) í ?
Kveðja
Siggi
Svara