Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3346
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, þá er Stearman búinn og Þröstur bað mig að setja aðra saman fyrir sig. Það er þessi hér:

Mynd
Pitts Special S1-S frá Toni Clark Practical Scale í Þýskalandi: http://www.toni-clark.com/index_de.htm.

Þetta verður semsagt „alvöru“ smíði. Þetta er kit af þeirri tegundinni þar sem kassinn er miklu minni en módelið og megin uppistaðan í efninu sem maður fær eru mjó balsaprik :)

Mynd

Ég byrrjaði á því að skoða teikningarnar og leiðbeiningarnar og mun líkast til eyða nokkrum dögum í það. Hér er allt kittið uppi á borði í skúrnum:

Mynd

Toni Clark er frægur fyrir að láta allt (og þá meina ég ALLT) fylgja með í kittinu og hér eru smámunapakkarnir:

Mynd
Það fylgir meira að segja sexkantskrúfjárn!

Mótorinn sem á að fara í Pittsinn er Zenoah 62 með sérsmíðuðum kút og dempuðum festingum sem eru sérhannaðar fyrir þetta módel:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3346
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Ég ákvað að taka eina límingu strax til að byrja og samlíming á vængenda varð fyrir valinu. Ég leitaði uppi 10x2mm balsaprik sem í þetta áttu að fara og sniðmát úr spónaplötu. En þá kom í ljós að sniðmátið hafði brotnað og annað hvort þurfti ég að byrja á því að líma það saman eða búa til nýtt. Ég á svolítið af spónaplötum í skúrnum og ákvað að búa til nýtt. Sem betur fer var radíusinn á vængendanum merktur á teikninguna, svo það var lítið mál að saga út nýtt sniðmát.

Mynd

Leiðbeiningarnar segja manni að líma saman fjóra lista og nota síðan þann fimmta til að verja hina fjóra á meðan maður neglir þá upp við sniðmátið. Ég var hins vegar nýbúinn að sjá sniðugt ráð þar sem farangursteygja var notuð til að halda svona listum að sniðmáti og nýtti mér það. Hér er fyrsta límingin komin. Það verður gaman á morgun að sjá hvernig þetta tekur sig.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2982
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

Þetta er akkúrat vélin sem mig hefur dreymt um í tuttugu ár. Búinn að liggja yfir Tony Clark katalognum frá ca 1986, en ekki komist lengra. G62 er búinn að bíða eftir heimili í bílskúrnum í fjölda ára. Svona er lífið....

Fyrir þrem árum átti ég GreatPlanes einn þriðja Pitts ARFavél. - Þrem vikum eftir að ég keypti gripinn kom seljandinn í bílskúrinn og tók hann aftur. Allt er þegar þrennt er.

Þessi ARFi var mér kanski ekki samboðinn, eða þannig... Örlögin gripu í taumana.

Ég mun fylgjast með smíðinni af áhuga.

Meðal annarra orða. Hvar komst fuglinn yfir þessa ósmíðuðu flugvél? Með Tony Clark hljóðkút! Fylgja hans sérhönnuðu titringsdemparar? (Var að sjá demparana núna í þriðju lestrartiltraun, alveg eins og ég hef verið að óska mér. Frábært) .

Þetta er skooo engin ARFavitleysa. Alvöru Pitts. Húrra!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Þórir T »

það er nú eitt svona kitt hér á Selfossinu góða, ósmíðað en allt klárt... Hvað segir Pitts boy um málið???

Mbk
Tóti
Passamynd
TEX
Póstar: 24
Skráður: 8. Mar. 2006 09:14:50

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir TEX »

Við Pitta-Boy ætluðum að smíða saman með web cam en vegna tímaskorts þá samdi ég við Gauja að koma í minn stað!!!! Eftir að ég seldi Einari fyrsta Pittsinn sá ég svo eftir honum að ég keypti annann!!!!! en sá ekki frammá að geta sinnt honum sem skildi!!!! En hann er í góðum höndum hjá Gauja. Svo finnst mér þetta svo frábært hvað Guðjón er aktivur í þessu sporti og lýsir þessu skemmtilega, svo vildi ég ekki að pistlunum hans lyki þannig að ég varð að finna honum tímafrekari verkefni!!! Svo má ekki gleyma Sverri að halda svona síðu úti fyrir okkur hina að njóta og geta sameinast um!!!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3346
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Höldum á

Til að geta raðað saman vængnum þarf ég að ná mér í tvær plötur til að smíða hann í heilu lagi með vængfettunni (dihedral). En þangað til er ýmislegt sem þarf að setja saman fyrst. Vængendarnir eru í framleiðslu, en þeir taka heilan sólarhring hver, þannig að þetta verður næstum heil vika þar til þeir eru allir tilbúnir.

Vængbitarnir eru settir saman úr 2x10mm furu (ylmurinn og áferðin benda til að þetta sé svokölluð organpæn) sem ég þarf að líma saman. Aðal bitarnir eru þrefaldir innst og endarnir á þeim bútum sem ég lími á þann lengsta eru þynntir út. Aftari bitarnir eru tvöfaldir innst, þannig að þeir eru 2mm þykkir við endann en 6mm við rótina:

Mynd

Þeir lengstu verða að límast á bretti hver fyrir sig til að haldast beinir en samlímingin á aftari bitana er svo stutt að ég get notað klemmur í lausu lofti:

Mynd

Afturbrúnir vængjanna verða mjög sterkar. Þær eru límdar saman úr 1,5mm balsa og 1,5mm furu, sem 2mm balsi er síðan límdur á ofan og neðan:

Hér er 1,5mm balsinn pinnaður niður og furan og annar 2mm balsinn tilbúinn:

Mynd

Hér er ég búinn að setja epoxý á furuna (það var sérstaklega tekið fram að maður ætti að nota epoxý hér -- annars er Toni Clark greinilega hvítlímsaðdáandi) og leggja hana upp að balsanum. Athugið að ég pinna ekki í gegnum furuna heldur bara upp að henni:

Mynd

Að lokum er 2mm balsinn settur ofaná með epoxýi og pinnaður niður vandlega:

Mynd

Áður en afturbrúnin er búin þarf að taka út raufar fyrir rifin og setja 2mm balsa neðaná líka.

Ég hef smá trix til að koma í veg fyrir að títuprjónarnir festist í líminu. Ég fæ mér kerti (te-ljós) og sting prjónunum í það áður en ég pinna í gegnum epoxið:

Mynd

Sjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1576
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Árni H »

Gvööööð minn góður, Gaui! Hefurðu farið í ofvirknigreiningu? :) :)

Þessi hljóðkútur er annars hreinasti skartgripur...
Passamynd
kip
Póstar: 563
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir kip »

Hei hvað er að því að vera ofvikur :) :)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíða: www.kip.is | Sími: 650 5252
.. Er ekki á Facebook
Passamynd
Agust
Póstar: 2982
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

Hér er Pittsinn á vefsíðu Toni Clark:
http://www.toni-clark.com/deutsch/frames/s1s_frm.htm

Hér er myndasería sem sýnir smíði á vélinni.
http://www.ahmels-online.de/bauen/pitts ... _pitts.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=kip]Hei hvað er að því að vera ofvikur :) :)[/quote]
Rétta greiningin mun víst heita "velvirkur". Hugtak sem tengdapabbi hannaði til að lýsa ástandi sona minna tveggja sem stundum eru kallaðir brallbræður.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara