Síða 1 af 1

Re: 04.10.2006 - Í sjöunda himni

Póstað: 4. Okt. 2006 00:46:13
eftir Sverrir
Þeir sem horfðu á nýja þáttinn með Hemma Gunn sl. fimmtudagskvöld hafa eflaust tekið eftir byrjuninni þar sem flogið er um miðbæinn.

Flogið var Pósthússtrætið frá veitingastaðnum Hornið að Dómkirkjunni, síðan framhjá Alþingishúsinu inn á Austurvöll og yfir Jón Sigurðsson að NASA þar sem þátturinn er tekin upp og sýndur á fimmtudagskvöldum.

Þessi myndataka var unnin af Flugmynd ehf fyrir Saga Film sem sér um gerð þáttanna fyrir Stöð 2 en á bak við borðið hjá Flugmynd er engin annar en Jón okkar Erlends. Flugmynd hefur verið starfandi í nokkur ár og farið vaxandi með hverju misserinu og verður gaman að fylgjast með þeim á næstunni.

Hægt er að sjá nokkrar myndir í Myndasafninu frá myndatökunni.

Minnum einnig á fyrsta fund vetrarins hjá flugmódelfélaginu Þyt en hann verður haldinn annað kvöld, 5.október, kl.20 í Garðaskóla.

Re: 04.10.2006 - Í sjöunda himni

Póstað: 5. Okt. 2006 09:12:46
eftir Þórir T
Mig langar til að óska Jóni Erlendssyni til hamingju með fyrsta "alvöru" verkefnið í þessum geira! Hlakka til að sjá þetta vídeó,,,

Keep up the good work....


mbk
Tóti

Re: 04.10.2006 - Í sjöunda himni

Póstað: 5. Okt. 2006 15:07:52
eftir Björn G Leifsson
Þarfr kannski að horfa á sjónvarðið svona einu sinni? ;) Er ekki með stöð 2 einu sinni...

Re: 04.10.2006 - Í sjöunda himni

Póstað: 5. Okt. 2006 17:25:19
eftir Þórir T
væri ekki hægt að smella þessu broti hér inn....?
Hvað segja tölvumenn við því?

mbk
T

Re: 04.10.2006 - Í sjöunda himni

Póstað: 5. Okt. 2006 17:28:47
eftir Sverrir
Það er í langtímavinnslu ;)