06.10.2006 - B25 brotlending

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Sverrir »

Það getur stundum verið ótrúlegt að sjá aðfarir manna út á módelvelli og ekki er það alltaf sem heilbrigð skynsemi hefur yfirhöndina. Hér fyrir neðan eru tveir tenglar þar sem má sjá sama atvikið frá tveimur mismunandi sjónarhornum.

Sjónarhorn 1
Sjónarhorn 2

Sem betur fer slasaðist aðstoðarmaðurinn ekki mikið heldur slapp hann með skrámur. En það hefði getað farið verr. Þetta sýnir okkur en og aftur að aldrei er of varlega farið!

Að öllu skemmtilegri myndböndum, Guðjón sendi okkur myndbút frá langfluginu sem þeir félagar fóru í um daginn og má nálgast hann á vídeóleigunni okkar.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Leiðir hugann að því hvort amríkanarnir hafi þrátt fyrir allt rétt fyrir sér með að skylda flugmenn (og aðra ) til að standa fyrir aftan grindverk. Þarna voru kallarnir að brjóta þá reglu og hafa fengið mikið bágt fyrir í umræðu sem ég sá einhvers staðar. Þetta mun hafa gerst í Alabama og umræðan snerist um að þetta séu týpískir Alabama-rauðhnakkar og ekki von á öðru úr þeirri átt osfrv.
Vélin mun hafa misst annan mótorinn og þess vegna þetta frekar glæfralega aðflug. Áttar einhver sig á því hver þeirra var að stýra eða var það einhver annar en þessir tveir sem stóðu úti við braut?

Hvað finnst ykkur, er ástæða til að íhuga svona flugbásafyrirkomulag hér hjá okkur?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Sverrir »

Sá sem fer ekki í veg fyrir módelið er að stýra.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Þórir T »

hún tekur kippinn til hliðar þeega rauðhnakkinn með stýringuna stekkur af stað með puttana á pinnunum...
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Gaui »

Sælir félagar

Ég sé ekki beina þörf fyrir svona básum við venjulegar aðstæður, en ef eitthvað óvenjulegt er að gerast -- frumflug, hættuleg flugvél, aðarar astæður? -- þá er alveg hugsanlegt að koma upp svona vörnum.

Við höfum rætt það hér fyrir norðan að setja upp nokkrar stangir úr þykku steypustyrktarjárni með röraeinangrun á við þá hlið á pittinum sem snýr út að flugbrautinni. Aðal tilgangurinn væri að gefa mönnum færi á að stilla módelinu upp við stangirnar til að setja í gang í tiltölulega meira öryggi, en á sama tíma væri þetta girðing ef eitthvað kæmi lágt úr hinni áttinni. Þetta er ekki enn farið í framkvæmd, en hugmyndin er komin af stað.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir kip »

Fyrir mína parta finnst mér mjög mikivægt að menn hópist ekki upp að braut þegar menn eru að fljúga, þegar ég verð óöruggur í aðflugi þá er það bara afþví ég er hræddur um að fljúga á einhvern eða valda skemmdum á bílum eða öðrum módelum, þess vegna finnst mér langskemmtilegastað fljúga og lenda þegar allir halda sig inn í pitt. :) Það verður að vera hægt að gera stór mistök í lendingu án þess að eiga á hættu að slasa einhvern. Þetta er náttúrulega erfiðara þegar 2 og fleiri eru að fljúga í einu, en það er þó í lagi meðan allur hópurinn hópast ekki uppað braut. Mistök geta og munu alltaf eiga sér stað. :) Sniðugt þetta bbcode :D :P :) ;) ....
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mér finnst þetta nú bara hafa verið í ágætu lagi hérna hjá okkur,,, allavega mín reynsla. Það er í raun nóg að allir virði það að enginn standi út við braut nema sá sem er að fljúga og ef til vill út-séður aðstoðarmaður. Þetta hefur mér fundist ganga vel eftir. Nokkur stór og skýr skilti þessa efnis virðast nægja til þess að áhorfendur ekki flykkist út á brautina.

Svo er mikilvægt, þegar fleiri eru að fljúga í einu, að menn tali saman. Það er sjálfsagt að kallast á og láta hina vita hvað maður er að gera.
Ef maður hefur tök á því og er með nýt/stórt/erfitt/varasamt/viðkvæmt.... módel þá er sjálfsagt að biðja einhvern um að vera sér til aðstoðar. Ég tel það heiður að vera beðinn að vera "caller" fyrir svona lagað.

Ohjæja....


Maður á ekki að vera feiminn við að biðja aðra um að fjarlægja sig ef manni finnst þeir fyrir.
Ég hef ekkert á móti því að menn segi hvað þeim finnst.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Agust »

Í Ársriti Þyts 1993 er fjallað um mikilvægi þess að allir flugmennirnir standi ekki í kös þétt við flugbrautina. Allir standa um 5 metra frá braut, en sá sem hrópar LENDING hefur heimild til að ganga nær brautinni.

Mér finnst mjög óþægilegt að hafa aðra flugmenn þétt upp við brautina.

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 06.10.2006 - B25 brotlending

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Einmitt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara