Bowman stimpilhringir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir einarak »

Sökum fjölda fyrirspurna er komið efni í eina pöntun í viðbót af Bowman hringjunum.
Ég er sjálfur með svona í DLA-56 og þvílíkur mundur, lausagangurinn er ólíkt léttari og þýðari, og töluvert betri svörun á inngjöf. Steini er líka með svona hringi í DLE-111 í Sbach og er hæst ánægður með þá, gjörbreytti mótornum segir hann.

Endilega verið í bandi ef þið viljið vera með í pöntuninni (pósta í þráðinn, eða póst á einarak@gmail.com). Ég man eftir einhverjum sem var að spurja mig um þetta á Patró, en af einhverri ástæðu man ég ekki hver það var Mynd, sá hinn sami getur gefið sig fram. :)

----
Þetta eru semsagt sérsmíðaðir stimpilhringir, nákvæmari smíð, úr mýkra og betra efni en allir stock vélaframleiðendur eru að nota. Þar sem þeir eru mýkri en stock hringirnir, þá fullslípast þeir fyrr við sílenderinn (2-5gallon)(stock hringir geta tekið allt að 50-100gallon að slípa sig saman, svo hart er efnið í þeim verstu), og vélin verður þéttari fyrir vikið.

Það er minni spenna á þeim, þ.a. leiðandi minni veggþrýstingur á sílenderveggina sem minnkar viðnám og núning og hringirnir endast betur.

Hér er hlekkur á fyrri þráðinn:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6697&p=1

[quote]Frank Bowmann er öldungur í ameríkunni sem er í því að smíða stimpilhringi fyrir allar gerðir rc mótora (nítro og bensín).
Félagar okkar í hreppunum eru að elska þessa hringi, betri lausagangur, þýðari gangur heilt yfir, betra throttle respons og meiri tog. Menn eru oft að sjá 2-300 rpm í viðbót við top snúning með þessum hringjum í 100cc vélum og jafnvel meira á minni vélum.[/quote]
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir einarak »

Hringirnir eru komnir í hús! Það voru heldur færri í þessari sendingu en þeirri síðustu þannig verðið er 2500kr á hring.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir Sverrir »

Frank kallinn hætti þessu fyrir nokkru síðan og seldi svo í framhaldi reksturinn og nú er framleiðsla hafin á ný ef menn hafa hug á að næla sér í hringi.

* * * * *

Bowman's Rings has been sold to Bjorn Baal

Dear Bowman's rings Customers,

I sold my business to Bjorn Baal in January 2017. I trained him myself on how to make the rings just like I did. He is doing a great job, and making excellent rings, and already sending his rings all over the world.
We thank you for all your years of trusting my rings, to fit and make your engine run even better than when you got them from the factory. Bjorn is hoping you will continue to use him as your piston ring replacement guy also.

Frank had about 35 years of experience that he had to cram into poor Mr. Baal’s head, Frank still is advising Mr. Baal, when he has a question regarding piston rings. Frank sold Mr. Baal the same 1951 Logan Lathe that he made his rings on for many years and this is what he trained Mr. Baal on.

Please get in touch with him at rmjmachineworx@gmail.com

Thank you again, for all your piston ring orders in the past,
Take care and God Bless,
Frank Bowman

Bjorn’s Piston ring list:
https://drive.google.com/file/d/0BzG4i1 ... p=drivesdk
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir einarak »

Minn maður, gott að einhver tók að sér að viðhalda þessari þekkingu. Lífið er ekki eintómt CNC!
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir Sverrir »

Booma RC eru komnir með hringi fyrir DLE mótora > https://boomarc.com/en/bowman-rings
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Bowman stimpilhringir

Póstur eftir einarak »

Snilld, þetta er besta tunup sem ég hef gert allavega á kínamótorana
Svara