Vetrardagskrá MSV hófst með pomp og prakt föstudagskveldið 14. september, mikið spjallað, límt, pússað og dúkað.
Gísli "Der führer" föndraði við væng á Breiðskrokk, okkar official hirðljósmyndari Janus setti aukabúnað í Bixler og Ingimundur Orkubústjóri fór hamförum með straujárnið við að hressa upp á væng á Tutor.
Matsveinninn og foringinn í ráðgjafahlutverkinu:
Bixler græjaður í flugmyndatöku:
Lítur vel út og verður eflaust gaman að sjá hvernig tekst til:
Foringinn að dúka miðsvæðið á væng á Breiðskrykking:
Undirritaður lét hendur standa aðeins niður úr skálmum, stélkambur á Fly-Baby klár fyrir lamir:
Tutor Orkubústjórans orðinn flugklár:
"Der führer" kominn í samlímingar á Breiðskrokk, allt að smella saman:
Alltaf fjör og gaman að geta sest niður með fjelögunum og dútlað við flugflotann, svona "félagsheimili" eins og við höfum ættu allir klúbbar að hafa
Er þetta gamal hjúkkuklossi sem búið er að mála gulan?
[/quote]
hehehe ég gat ekki annað enn hlegið upphátt þegar ég sá þessa spurningu og samlíkingu,sá bara fyrir mér "Rússnenska trukkalessuOlgu"með sitthvoran Bixlerinn á fótunum í olbogasíðum gúmmívettlingum á leið í Ristilskoðun á einhverju rússa manngreyi.Nei enn þó Gaui held að þetta sé einhver sort að "nauðgarateipi" svokölluð að mig minnir til þess að gera nebbuna sterkari eftir nokkur tjón.
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 22. Des. 2012 00:26:02
eftir Spitfire
Vér félagar í hinu villta Westri höfum verið lítt virkir á okkar ágæta spjalli undanfarið, en mikið hefur verið um að ske og margt skemmtilegt framundan. Rétt til að sýna að við erum vel á lífi, eru hér nokkrar myndir úr smiðjunni.
Kristján ritari mætti eftir langa fjarveru með nýtt flygildi:
Eitthvað þarf að breyta merkingunum á flygildinu, því það heldur greinilega að það eigi heima í módelfélagi staðsettu sunnan Breiðafjarðar
Eftir snöggsoðna samsetningu var farið að huga að nýjum verkefnum og hugsað stórt:
Gísli "der führer" tók í notkun nýjasta verkfærið í eigu smiðjunnar, keypta frá hinum mikla og íðilfagra farandsölumanni og hans spúsu er heimsækja okkur reglulega í fjörðinn fagra:
Og viti menn, græjan svínvirkar
Undirritaður fór á smá lóðarí; grilluð straumstýring í Dynamic - S fékk að fjúka í viðeigandi ílát, arftakinn mætti hins vegar tengjalaus á svæðið, en ekki mikið mál að græja því:
Og þessi elska er klár í slaginn Vonandi viðrar vel á morgun, enda hugur í félagsmönnum
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 2. Maí. 2014 23:27:05
eftir Spitfire
Smá föstudagsföndur, startborðið endurbyggt og bætt:
Foringinn á hvolfi við að skrúfa, varð að fara í réttar stellingar til að sjá hvað gengi á:
Klárt fyrir sumarið, ekki veit ég af hverju ritarinn og bátasmiðurinn settu upp skelfingarsvip við að taka út verkið
Þar til næst.....
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 3. Maí. 2014 01:14:34
eftir Sverrir
Glæsilegt, ljómandi fallegt startborð!
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 5. Maí. 2014 23:34:39
eftir Spitfire
Skutluðum samsetningarborðinu og vindpokanum upp á Wembley í kveld, því miður gustaði fullhressilega fyrir flug
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 5. Maí. 2014 23:46:22
eftir Patróni
Ekki nema 22 hnútar í meðalvindi
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 5. Maí. 2014 23:55:36
eftir Ágúst Borgþórsson
Þið hafið notað allt of mikið stívelsi á pokann
Re: Smíðað í Módelsmiðjunni
Póstað: 11. Okt. 2014 11:59:03
eftir Spitfire
Börnin góð, vér Westfirðingar tilkynnum að við erum enn á lífi, blóm og kransar afþakkaðir fyrirfram. Smíðavertíðin hófst formlega þann 3. okt og í gær á smíðakveldi nr. 2 var mikið líf og fjör.
Margir hafa spurt hvernig gengur með Sopwith Pup, og hér í okkar fyrsta fréttaskoti í myndbandsformi má sjá hver staðan er
Mikill áfangi og stórri byrði af mér létt, nú eru bara smá fínstillingar framundan áður en öldungurinn fer í loftið